Þrír geimfarar sendir til geimstöðvarinnar á mettíma Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2020 09:30 Soyuz-2.1a eldflaug bar Soyuz MS-17 geimfarið á braut um jörðu. AP/Roscosmos Þremur geimförum var í morgun skotið á loft og sendir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Soyuz-geimfarið sem flutti þá er nú tengt geimstöðinni, einungis þremur klukkustundum eftir geimskotið sjálft. Aldrei áður hefur tekið svo skamman tíma að fljúga til geimstöðvarinnar. Um borð í geimfarinu eru þau Sergey Ryzhikov og Sergey Kud-Sverchkov frá Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, auk Kate Rubins frá NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna. Þau munu verja næstu sex mánuðum um borð í geimstöðinni á braut um jörðu. Fyrir eru þeir Chris Cassidy, Anatoly Ivanishin og Ivan Vagner um borð í geimstöðinni. Þeir eiga að snúa aftur til jarðar í næstu viku.+ Geimfarinu var skotið frá Baikonur í Kasakstan í morgun og með því að breyta til og prófa nýja aðferð tókst að koma geimfarinu til geimstöðvarinnar á einungis þremur tímum og þremur mínútum. Það er mun minni tími en áður hefur þurft. Docking confirmed. The Soyuz with Sergey Ryzhikov, Sergey Kud-Sverchkov, and Kate Rubins has arrived at the International Space Station.The linkup punctuated a 3-hour, 3-minute flight from launch to docking, the fastest-ever rendezvous with the ISS.https://t.co/U1GRGC3gSg pic.twitter.com/XOuMYLtQs5— Spaceflight Now (@SpaceflightNow) October 14, 2020 Meðal verkefna geimfaranna er að framkvæma ýmsar rannsóknir og komast að því að hvernig súrefni lekur úr rússneska hluta geimstöðvarinnar. Þaðan hefur lítið magn súrefnis lekið um tíma og hefur lekinn ekki fundist, þrátt fyrir leit. Hann er það lítill að hann hefur ekki talist ógna þeim geimförum sem hafa haldið til um borð í geimstöðinni. Ryzhikov, sem er yfirmaður þessarar geimferðar, sagði fyrir geimskotið að þau tækju með sér nýjan búnað sem ætti að gera þeim auðveldara að finna lekann, auk sérstaks búnaðar til að bæta hann. Favor crew, congratulations on the successful launch! The flight seen from space looks even cooler than from the Earth! Getting ready to welcome #SoyuzMS17 in just 2.5 hours! pic.twitter.com/Lg5f0zKG1p— Ivan Vagner (@ivan_mks63) October 14, 2020 Til stendur að skjóta fleiri geimförum til geimstöðvarinnar í næsta mánuði. Þá ætlar fyrirtækið SpaceX að skjóta þeim Mike Hopkins, Victor Glover og Shannon Walker frá NASA auk Soichi Noguchi frá Geimvísindastofnun Japan, á loft. Geimskotið átti að fara fram þann 31. október en því hefur verið frestað um nokkrar vikur, án þess þó að fastur tími hafi verið settur, til að gefa starfsmönnum SpaceX tíma til að greina nánar villur sem komu upp við annað geimskot fyrr í þessum mánuði. Hér má sjá beina útsendingu frá NASA. Rússland Bandaríkin Geimurinn Tækni Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Þremur geimförum var í morgun skotið á loft og sendir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Soyuz-geimfarið sem flutti þá er nú tengt geimstöðinni, einungis þremur klukkustundum eftir geimskotið sjálft. Aldrei áður hefur tekið svo skamman tíma að fljúga til geimstöðvarinnar. Um borð í geimfarinu eru þau Sergey Ryzhikov og Sergey Kud-Sverchkov frá Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, auk Kate Rubins frá NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna. Þau munu verja næstu sex mánuðum um borð í geimstöðinni á braut um jörðu. Fyrir eru þeir Chris Cassidy, Anatoly Ivanishin og Ivan Vagner um borð í geimstöðinni. Þeir eiga að snúa aftur til jarðar í næstu viku.+ Geimfarinu var skotið frá Baikonur í Kasakstan í morgun og með því að breyta til og prófa nýja aðferð tókst að koma geimfarinu til geimstöðvarinnar á einungis þremur tímum og þremur mínútum. Það er mun minni tími en áður hefur þurft. Docking confirmed. The Soyuz with Sergey Ryzhikov, Sergey Kud-Sverchkov, and Kate Rubins has arrived at the International Space Station.The linkup punctuated a 3-hour, 3-minute flight from launch to docking, the fastest-ever rendezvous with the ISS.https://t.co/U1GRGC3gSg pic.twitter.com/XOuMYLtQs5— Spaceflight Now (@SpaceflightNow) October 14, 2020 Meðal verkefna geimfaranna er að framkvæma ýmsar rannsóknir og komast að því að hvernig súrefni lekur úr rússneska hluta geimstöðvarinnar. Þaðan hefur lítið magn súrefnis lekið um tíma og hefur lekinn ekki fundist, þrátt fyrir leit. Hann er það lítill að hann hefur ekki talist ógna þeim geimförum sem hafa haldið til um borð í geimstöðinni. Ryzhikov, sem er yfirmaður þessarar geimferðar, sagði fyrir geimskotið að þau tækju með sér nýjan búnað sem ætti að gera þeim auðveldara að finna lekann, auk sérstaks búnaðar til að bæta hann. Favor crew, congratulations on the successful launch! The flight seen from space looks even cooler than from the Earth! Getting ready to welcome #SoyuzMS17 in just 2.5 hours! pic.twitter.com/Lg5f0zKG1p— Ivan Vagner (@ivan_mks63) October 14, 2020 Til stendur að skjóta fleiri geimförum til geimstöðvarinnar í næsta mánuði. Þá ætlar fyrirtækið SpaceX að skjóta þeim Mike Hopkins, Victor Glover og Shannon Walker frá NASA auk Soichi Noguchi frá Geimvísindastofnun Japan, á loft. Geimskotið átti að fara fram þann 31. október en því hefur verið frestað um nokkrar vikur, án þess þó að fastur tími hafi verið settur, til að gefa starfsmönnum SpaceX tíma til að greina nánar villur sem komu upp við annað geimskot fyrr í þessum mánuði. Hér má sjá beina útsendingu frá NASA.
Rússland Bandaríkin Geimurinn Tækni Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira