Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2020 13:38 Maður stendur við rústir húss nágranna síns sem er gjörsamlega ónýtt eftir sprengjuárás sem Aserar eru sakaðir um að bera ábyrgð á í bænum Stepanakert í héraðinu sem deilan snýst um, Nagorno-Karabakh. Mynd/AP Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. Undanfarnar vikur hefur mikil harka færst í leikinn í deilu ríkjanna tveggja um héraðið Nagorno-Karabakh sem á sér langa forsögu. Talskona armenska varnarmálaráðuneytisins segir Aserbaídsjan hafa brotið vopnahléið aðeins fjórum mínútum eftir að það tók gildi. Aserarhafa sömuleiðis sagt Armena hafa sjálfa rofið vopnahléið aðeins tveimur mínútum eftir að það tók gildi. Rússar hafa leitt viðræður um vopnahlé í þágu mannúðarsjónarmiða en líkt og áður segir virðist samningur sem undirritaður var um vopnahlé ekki hafa borið tilætlaðan árangur enda hafa vopnuð átök haldið áfram í dag. Svæðið umdeilda, Nagorno-Karabakh, tilheyrir Aserbaídsjan samkvæmt alþjóðalögum en íbúar þess eru í miklum meirihluta af armenskum uppruna og svæðinu er stjórnað af Armenum. Til þessa hafa nokkur hundruð fallið í átökunum frá því aukin harka færðist í deiluna þann 27. september. Baráttan um svæðið hefur staðið yfir um áratuga skeið en átökin nú eru þau mannskæðustu síðan samið var um vopnahlé árið 1994 en þá höfðu um 30 þúsund látið lífið í blóðugum átökum sem þá höfðu geysað í um sex ár. Deilan er nokkuð flókin en Tyrkir styðja Asera í baráttunni og hafa hótað hernaðaríhlutun. Rússar eru aftur á móti með varnarsamning við Armena og hafa í því ljósi reynt að miðla málum sem til þessa hefur borið afar takmarkaðan árangur. Leiðtogar á vesturlöndum hafa jafnframt hvatt til stillingar á svæðinu en hafa takmörkuð ítök á svæðinu. Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. Undanfarnar vikur hefur mikil harka færst í leikinn í deilu ríkjanna tveggja um héraðið Nagorno-Karabakh sem á sér langa forsögu. Talskona armenska varnarmálaráðuneytisins segir Aserbaídsjan hafa brotið vopnahléið aðeins fjórum mínútum eftir að það tók gildi. Aserarhafa sömuleiðis sagt Armena hafa sjálfa rofið vopnahléið aðeins tveimur mínútum eftir að það tók gildi. Rússar hafa leitt viðræður um vopnahlé í þágu mannúðarsjónarmiða en líkt og áður segir virðist samningur sem undirritaður var um vopnahlé ekki hafa borið tilætlaðan árangur enda hafa vopnuð átök haldið áfram í dag. Svæðið umdeilda, Nagorno-Karabakh, tilheyrir Aserbaídsjan samkvæmt alþjóðalögum en íbúar þess eru í miklum meirihluta af armenskum uppruna og svæðinu er stjórnað af Armenum. Til þessa hafa nokkur hundruð fallið í átökunum frá því aukin harka færðist í deiluna þann 27. september. Baráttan um svæðið hefur staðið yfir um áratuga skeið en átökin nú eru þau mannskæðustu síðan samið var um vopnahlé árið 1994 en þá höfðu um 30 þúsund látið lífið í blóðugum átökum sem þá höfðu geysað í um sex ár. Deilan er nokkuð flókin en Tyrkir styðja Asera í baráttunni og hafa hótað hernaðaríhlutun. Rússar eru aftur á móti með varnarsamning við Armena og hafa í því ljósi reynt að miðla málum sem til þessa hefur borið afar takmarkaðan árangur. Leiðtogar á vesturlöndum hafa jafnframt hvatt til stillingar á svæðinu en hafa takmörkuð ítök á svæðinu.
Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira