Vopnahlé brotið nokkrum mínútum eftir að það tók gildi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2020 13:38 Maður stendur við rústir húss nágranna síns sem er gjörsamlega ónýtt eftir sprengjuárás sem Aserar eru sakaðir um að bera ábyrgð á í bænum Stepanakert í héraðinu sem deilan snýst um, Nagorno-Karabakh. Mynd/AP Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. Undanfarnar vikur hefur mikil harka færst í leikinn í deilu ríkjanna tveggja um héraðið Nagorno-Karabakh sem á sér langa forsögu. Talskona armenska varnarmálaráðuneytisins segir Aserbaídsjan hafa brotið vopnahléið aðeins fjórum mínútum eftir að það tók gildi. Aserarhafa sömuleiðis sagt Armena hafa sjálfa rofið vopnahléið aðeins tveimur mínútum eftir að það tók gildi. Rússar hafa leitt viðræður um vopnahlé í þágu mannúðarsjónarmiða en líkt og áður segir virðist samningur sem undirritaður var um vopnahlé ekki hafa borið tilætlaðan árangur enda hafa vopnuð átök haldið áfram í dag. Svæðið umdeilda, Nagorno-Karabakh, tilheyrir Aserbaídsjan samkvæmt alþjóðalögum en íbúar þess eru í miklum meirihluta af armenskum uppruna og svæðinu er stjórnað af Armenum. Til þessa hafa nokkur hundruð fallið í átökunum frá því aukin harka færðist í deiluna þann 27. september. Baráttan um svæðið hefur staðið yfir um áratuga skeið en átökin nú eru þau mannskæðustu síðan samið var um vopnahlé árið 1994 en þá höfðu um 30 þúsund látið lífið í blóðugum átökum sem þá höfðu geysað í um sex ár. Deilan er nokkuð flókin en Tyrkir styðja Asera í baráttunni og hafa hótað hernaðaríhlutun. Rússar eru aftur á móti með varnarsamning við Armena og hafa í því ljósi reynt að miðla málum sem til þessa hefur borið afar takmarkaðan árangur. Leiðtogar á vesturlöndum hafa jafnframt hvatt til stillingar á svæðinu en hafa takmörkuð ítök á svæðinu. Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Aserar og Armenar saka hvern annan um brot á vopnahléi sem átti að taka gildi á miðnætti í gærkvöldi. Undanfarnar vikur hefur mikil harka færst í leikinn í deilu ríkjanna tveggja um héraðið Nagorno-Karabakh sem á sér langa forsögu. Talskona armenska varnarmálaráðuneytisins segir Aserbaídsjan hafa brotið vopnahléið aðeins fjórum mínútum eftir að það tók gildi. Aserarhafa sömuleiðis sagt Armena hafa sjálfa rofið vopnahléið aðeins tveimur mínútum eftir að það tók gildi. Rússar hafa leitt viðræður um vopnahlé í þágu mannúðarsjónarmiða en líkt og áður segir virðist samningur sem undirritaður var um vopnahlé ekki hafa borið tilætlaðan árangur enda hafa vopnuð átök haldið áfram í dag. Svæðið umdeilda, Nagorno-Karabakh, tilheyrir Aserbaídsjan samkvæmt alþjóðalögum en íbúar þess eru í miklum meirihluta af armenskum uppruna og svæðinu er stjórnað af Armenum. Til þessa hafa nokkur hundruð fallið í átökunum frá því aukin harka færðist í deiluna þann 27. september. Baráttan um svæðið hefur staðið yfir um áratuga skeið en átökin nú eru þau mannskæðustu síðan samið var um vopnahlé árið 1994 en þá höfðu um 30 þúsund látið lífið í blóðugum átökum sem þá höfðu geysað í um sex ár. Deilan er nokkuð flókin en Tyrkir styðja Asera í baráttunni og hafa hótað hernaðaríhlutun. Rússar eru aftur á móti með varnarsamning við Armena og hafa í því ljósi reynt að miðla málum sem til þessa hefur borið afar takmarkaðan árangur. Leiðtogar á vesturlöndum hafa jafnframt hvatt til stillingar á svæðinu en hafa takmörkuð ítök á svæðinu.
Aserbaídsjan Armenía Nagorno-Karabakh Hernaður Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira