Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2020 09:42 Frá vettvangi í Albertslund í morgun. EPA/Nils Meilvang Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu og birtir myndir af vettvangi þar sem sjá má Madsen sitjandi í grasi í vegarkanti í Albertslund, úthverfi Kaupmannahafnar, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. Virðist því sem að Madsen hafi tekist að komast út úr Herstedvester-fangelsinu. Hann hefur nú verið handtekinn. Er hann sagður hafa komist út með því að hóta því að sprengja sjálfan sig í loft upp. Peter Madsen afplánar nú lífstíðardóm vegna morðsins á sænsku blaðakonunni Kim Wall árið 2017. Getty Ekstra bladet greindi frá mikilli lögregluaðgerð við Nyvej og sjá mátti á myndum tvo vopnaða lögreglumenn miða byssum sínum á Madsen. Sprengjusveit lögreglu var sögð vera á staðnum. Blaðið segir frá því að Madsen virðist hafa verið með eitthvað sem líktist belti umhverfis mittið. Vej er spærret af og politiet massivt til stede i AlbertslundPosted by Ekstra Bladet on Tuesday, 20 October 2020 Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit á hafsbotni. Lögregla segir frá því á Twitter að maður hafi verið handtekinn eftir flótta úr fangelsinu. Þar er þó ekki gefið upp um hvern ræðir. Vi arbejder aktuelt på Nyvej i Albertslund, hvor en mand er anholdt efter forsøg på fangeflugt. Vi har undersøgelser på stedet, som er afspærret. Efterkom venligst vores anvisninger. Vi kan p.t. ikke give yderligere info mere følger senere. #politidk— Vestegnens Politi (@VestegnsPoliti) October 20, 2020 Um 150 fangar eru nú í Herstedvester fangelsinu, margir einhverjir harðsvíruðustu glæpamenn Danmerkur. Ekstra Bladet segir frá því að Madsen hafi áður verið haldið í einangrun vegna gruns um að hann hafi ætlað sér að reyna að flýja. Jenny Curpen, eiginkona Madsen síðan í janúar, kveðst í samtali við blaðið ekki vilja tjá sig um fréttir dagsins. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu og birtir myndir af vettvangi þar sem sjá má Madsen sitjandi í grasi í vegarkanti í Albertslund, úthverfi Kaupmannahafnar, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. Virðist því sem að Madsen hafi tekist að komast út úr Herstedvester-fangelsinu. Hann hefur nú verið handtekinn. Er hann sagður hafa komist út með því að hóta því að sprengja sjálfan sig í loft upp. Peter Madsen afplánar nú lífstíðardóm vegna morðsins á sænsku blaðakonunni Kim Wall árið 2017. Getty Ekstra bladet greindi frá mikilli lögregluaðgerð við Nyvej og sjá mátti á myndum tvo vopnaða lögreglumenn miða byssum sínum á Madsen. Sprengjusveit lögreglu var sögð vera á staðnum. Blaðið segir frá því að Madsen virðist hafa verið með eitthvað sem líktist belti umhverfis mittið. Vej er spærret af og politiet massivt til stede i AlbertslundPosted by Ekstra Bladet on Tuesday, 20 October 2020 Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit á hafsbotni. Lögregla segir frá því á Twitter að maður hafi verið handtekinn eftir flótta úr fangelsinu. Þar er þó ekki gefið upp um hvern ræðir. Vi arbejder aktuelt på Nyvej i Albertslund, hvor en mand er anholdt efter forsøg på fangeflugt. Vi har undersøgelser på stedet, som er afspærret. Efterkom venligst vores anvisninger. Vi kan p.t. ikke give yderligere info mere følger senere. #politidk— Vestegnens Politi (@VestegnsPoliti) October 20, 2020 Um 150 fangar eru nú í Herstedvester fangelsinu, margir einhverjir harðsvíruðustu glæpamenn Danmerkur. Ekstra Bladet segir frá því að Madsen hafi áður verið haldið í einangrun vegna gruns um að hann hafi ætlað sér að reyna að flýja. Jenny Curpen, eiginkona Madsen síðan í janúar, kveðst í samtali við blaðið ekki vilja tjá sig um fréttir dagsins.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52