Madsen var með gervisprengjubelti Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2020 20:12 Lögreglan notaði róbóta til að kanna belti Madsen nánar. EPA/Nils Meilvang Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. Verið er að skoða hvort ákæra eigi hann fyrir að brjóta önnur lög. Meðal annars notaði hann hlut sem leit út eins og byssa og gervisprengibelti en Madsen gekk þó aðeins laus í nokkrar mínútur. Hann var handtekinn eftir að hann stökk upp í sendiferðabíl. Útlit er fyrir að ökumaður sendiferðabílsins hafi ekki komið að flóttatilraun Madsen með nokkrum hætti. Lögreglunni hefur þó gengið erfiðlega að yfirheyra bílstjórann vegna tungumálaörðugleika. Fram kom í dag að hinn 49 ára gamli Madsen tók sálfræðing sem gísl og notaði hann og hlut sem leit út fyrir að vera byssa til að komast út. Fangaverðir töldu lífi sálfræðingsins ógnað og hleyptu Madsen því út. Hann gekk þó ekki laus lengi. Eftir að hann var kominn út, hljóp hann á brott. Myndbandsupptökur sem blaðamenn Ekstrabladet hafa komið höndum yfir sýna Madsen ganga eftir götu og virtist hann ekki vera að flýta sér. Það er þar til einhver sást hlaupa á eftir honum og kallaði sá á hann: „Peter, leggstu niður“. Þá hljóp Madsen inn á milli tveggja húsa en hann fór vitlausa leið og þurfti að snúa við. Skömmu eftir það stökk hann inn í sendiferðabílinn þar sem hann var handtekinn. Eftir að Madsen hafði verið handjárnaður sáu lögregluþjónar að hann var með belti sem leit út eins og sprengjubelti. Því hörfuðu þeir og umkringdu Madsen, þar sem hann sat sat í grasi í vegarkanti. Hér má sjá kort sem sýnir hvar fangelsið er og hvar Madsen var handtekinn. Staðirnir eru merktir rauðum táknum. Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að enn sé verið að rannsaka beltið. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit. Hér má sjá myndband frá Guardian, þar sem rætt er við vegfaranda sem fylgdist með handtöku Madsen. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42 Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. Verið er að skoða hvort ákæra eigi hann fyrir að brjóta önnur lög. Meðal annars notaði hann hlut sem leit út eins og byssa og gervisprengibelti en Madsen gekk þó aðeins laus í nokkrar mínútur. Hann var handtekinn eftir að hann stökk upp í sendiferðabíl. Útlit er fyrir að ökumaður sendiferðabílsins hafi ekki komið að flóttatilraun Madsen með nokkrum hætti. Lögreglunni hefur þó gengið erfiðlega að yfirheyra bílstjórann vegna tungumálaörðugleika. Fram kom í dag að hinn 49 ára gamli Madsen tók sálfræðing sem gísl og notaði hann og hlut sem leit út fyrir að vera byssa til að komast út. Fangaverðir töldu lífi sálfræðingsins ógnað og hleyptu Madsen því út. Hann gekk þó ekki laus lengi. Eftir að hann var kominn út, hljóp hann á brott. Myndbandsupptökur sem blaðamenn Ekstrabladet hafa komið höndum yfir sýna Madsen ganga eftir götu og virtist hann ekki vera að flýta sér. Það er þar til einhver sást hlaupa á eftir honum og kallaði sá á hann: „Peter, leggstu niður“. Þá hljóp Madsen inn á milli tveggja húsa en hann fór vitlausa leið og þurfti að snúa við. Skömmu eftir það stökk hann inn í sendiferðabílinn þar sem hann var handtekinn. Eftir að Madsen hafði verið handjárnaður sáu lögregluþjónar að hann var með belti sem leit út eins og sprengjubelti. Því hörfuðu þeir og umkringdu Madsen, þar sem hann sat sat í grasi í vegarkanti. Hér má sjá kort sem sýnir hvar fangelsið er og hvar Madsen var handtekinn. Staðirnir eru merktir rauðum táknum. Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að enn sé verið að rannsaka beltið. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit. Hér má sjá myndband frá Guardian, þar sem rætt er við vegfaranda sem fylgdist með handtöku Madsen.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42 Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42
Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52