Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. október 2020 15:15 Myndin umtalaða sem er þó þriggja ára gömul. Eggert Jóhannesson Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. Fánarnir tveir sem um ræðir eru annars vegar grænn, svartur og hvítur krossfáni með merki myndasögupersónunnar Punisher og hins vegar krossfáni með láréttri, blárri línu. Nýnasistar eða þungarokkarar Sá fyrrnefndi svipar mjög til hins svokallaða Vínlandsfána. Hann skapaði Peter Steele heitinn, forsprakki goth-metal sveitarinnar Type O Negative, til þess að tákna norrænan uppruna sinn, sósíalisma og umhverfishyggju. Peter Steele á sviði í Eindhoven árið 1997. Hann lést árið 2010.Getty/Paul Bergen Eftir aldamótin tóku hópar hvítra þjóðernissinna og nýnasista hins vegar upp fánann og í seinni tíð hefur hann einkum verið kenndur við þessa öfgahópa. Nýnasistahópar á borð við Vinlanders Social Club hafa meðal annars nýtt fánann. Einnig útgáfufyrirtækið Vinlandic Werwolf Distribution sem hefur gefið út plötur hljómsveita á borð við Aryan Hammer, Wehrwolf SS og Aryan Blood. Fréttastofa hefur rætt við nokkra lögreglumenn sem sumir segja fráleitt að fáninn sem lögreglukonan bar sé þessi umræddi Vínlandsfáni. Frekar sé um einhvers konar norskan herfána að ræða. Punisher Punisher-merkið á græna fánanum er sömuleiðis umdeilt, meðal annars í Noregi. Verdens Gang greindi frá því árið 2010 að liðsmenn svokallaðrar Telemark-sveitar í norska hernum hefðu málað merkið á búnað sinn, jafnvel eftir að herforingjar bönnuðu notkun þess. Stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hér Punisher-límmiða með hári forsetans á bifreið sinni í Arizona.Getty/Caitlin O'Hara The Punisher er persóna úr smiðju Gerrys Conways, sjálfskipaður lögreglumaður sem myrðir og pyntar meinta glæpamenn án dóms og laga. Conway hefur sjálfur gagnrýnt að lögregla og her noti merkið, enda sé persónan sjálf glæpamaður. Það vakti til dæmis nokkra reiði í í Kanada í september þegar mynd birtist af lögreglumanni sem bar Punisher-merkið í Toronto og var lögreglumaðurinn tekinn á beinið í kjölfarið. Fyrir neðan Punisher-merkið var kanadískur fáni með blárri rönd, svipaðri og þeirri sem sjá mátti á fánanum á íslensku lögreglukonunni. Íbúar í Los Angeles lýsa yfir stuðningi við lögreglu borgarinnar. Meðal annars með þessari umtöluðu bláu rönd.Getty/Ted Soqui Bláa röndin Þessi bláa rönd svipar til Thin Blue Line-fánans sem hefur verið áberandi í Bandaríkjunum síðustu misseri, einkum í tengslum við svokallaða Blue Lives Matter-hreyfingu en hún var stofnuð til höfuðs við Black Lives Matter hreyfinguna sem berst gegn lögregluofbeldi og kynþáttafordómum innan lögreglunnar. Deildar meiningar hafa verið um þessa bláu rönd. Lögreglumenn í Bandaríkjunum hafa sagt hana í virðingarskyni við fallna samstarfsmenn á meðan andstæðingar táknsins hafa sagt það í beinni andstöðu við Black Lives Matter hreyfinguna og baráttuna gegn lögregluofbeldi og rasisma. Kynþáttafordómar Lögreglan Bandaríkin Kanada Fréttaskýringar Tengdar fréttir Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. Fánarnir tveir sem um ræðir eru annars vegar grænn, svartur og hvítur krossfáni með merki myndasögupersónunnar Punisher og hins vegar krossfáni með láréttri, blárri línu. Nýnasistar eða þungarokkarar Sá fyrrnefndi svipar mjög til hins svokallaða Vínlandsfána. Hann skapaði Peter Steele heitinn, forsprakki goth-metal sveitarinnar Type O Negative, til þess að tákna norrænan uppruna sinn, sósíalisma og umhverfishyggju. Peter Steele á sviði í Eindhoven árið 1997. Hann lést árið 2010.Getty/Paul Bergen Eftir aldamótin tóku hópar hvítra þjóðernissinna og nýnasista hins vegar upp fánann og í seinni tíð hefur hann einkum verið kenndur við þessa öfgahópa. Nýnasistahópar á borð við Vinlanders Social Club hafa meðal annars nýtt fánann. Einnig útgáfufyrirtækið Vinlandic Werwolf Distribution sem hefur gefið út plötur hljómsveita á borð við Aryan Hammer, Wehrwolf SS og Aryan Blood. Fréttastofa hefur rætt við nokkra lögreglumenn sem sumir segja fráleitt að fáninn sem lögreglukonan bar sé þessi umræddi Vínlandsfáni. Frekar sé um einhvers konar norskan herfána að ræða. Punisher Punisher-merkið á græna fánanum er sömuleiðis umdeilt, meðal annars í Noregi. Verdens Gang greindi frá því árið 2010 að liðsmenn svokallaðrar Telemark-sveitar í norska hernum hefðu málað merkið á búnað sinn, jafnvel eftir að herforingjar bönnuðu notkun þess. Stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur hér Punisher-límmiða með hári forsetans á bifreið sinni í Arizona.Getty/Caitlin O'Hara The Punisher er persóna úr smiðju Gerrys Conways, sjálfskipaður lögreglumaður sem myrðir og pyntar meinta glæpamenn án dóms og laga. Conway hefur sjálfur gagnrýnt að lögregla og her noti merkið, enda sé persónan sjálf glæpamaður. Það vakti til dæmis nokkra reiði í í Kanada í september þegar mynd birtist af lögreglumanni sem bar Punisher-merkið í Toronto og var lögreglumaðurinn tekinn á beinið í kjölfarið. Fyrir neðan Punisher-merkið var kanadískur fáni með blárri rönd, svipaðri og þeirri sem sjá mátti á fánanum á íslensku lögreglukonunni. Íbúar í Los Angeles lýsa yfir stuðningi við lögreglu borgarinnar. Meðal annars með þessari umtöluðu bláu rönd.Getty/Ted Soqui Bláa röndin Þessi bláa rönd svipar til Thin Blue Line-fánans sem hefur verið áberandi í Bandaríkjunum síðustu misseri, einkum í tengslum við svokallaða Blue Lives Matter-hreyfingu en hún var stofnuð til höfuðs við Black Lives Matter hreyfinguna sem berst gegn lögregluofbeldi og kynþáttafordómum innan lögreglunnar. Deildar meiningar hafa verið um þessa bláu rönd. Lögreglumenn í Bandaríkjunum hafa sagt hana í virðingarskyni við fallna samstarfsmenn á meðan andstæðingar táknsins hafa sagt það í beinni andstöðu við Black Lives Matter hreyfinguna og baráttuna gegn lögregluofbeldi og rasisma.
Kynþáttafordómar Lögreglan Bandaríkin Kanada Fréttaskýringar Tengdar fréttir Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 „Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58
„Þetta eru alls ekki skilaboð sem lögregla vill senda frá sér“ Yfirlögregluþjónn segist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hann frétti að einhverjir lögreglumenn bæru fána með áróðri nýnasista á undirvesti einkennisbúningsins. 21. október 2020 18:51