Þungunarrof nær algerlega bannað í Póllandi Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2020 15:59 Mótmælendur komu saman fyrir utan stjórnlagadómstólinn í Varsjá áður en dómurinn var kveðinn upp í dag. Vísir/EPA Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. Aðgerðin verður nú aðeins heimil í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að það stríddi gegn stjórnarskrá að skilyrða líf fósturs við heilsu þess, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Fósturgalli var algengasta ástæðan fyrir þeim þungunarrofum sem hafa farið fram löglega í Póllandi. Aðeins 2% þeirra aðgerða sem hafa verið gerðar undanfarin ár eru á þeim forsendum sem verða áfram taldar gildar. Kvenréttindasamtök segja dóminn verstu mögulegu niðurstöðuna sem eigi eftir að rústa lífi fjölda kvenna og fjölskyldna. Þungunarrofslög í Póllandi voru ein þau ströngustu í Evrópu fyrir. „Þetta neyðir sérstaklega þá snauðu til að fæða börn gegn vilja sínum. Annað hvort eiga þau engar líkur á að lifa af, þau hafa engan möguleika á sjálfstæðu lífi eða þau eiga eftir að deyja skömmu eftir fæðingu,“ segir Kamila Ferenc, lögmaður sem vinnur með samtökum sem aðstoða konur sem hefur verið neitað um þungunarrof. Dunja Mijatovic, mannréttindastjóri Evrópusambandsins, harmaði niðurstöðu pólska dómstólsins og sagði daginn dapurlegan fyrir kvenréttindi. Ríkisstjórn hægriflokksins Laga og réttlætis hefur lengi haft það á stefnuskránni að þrengja enn að rétti kvenna til þungunarrofs. Flestir dómarar við stjórnlagadómstólinn voru skipaðir af flokknum. Baráttufólk fyrir rétti kvenna til þungunarrofs hefur sakað yfirvöld um að neita konum um þungunarrof, jafnvel í þeim tilfellum sem það er löglegt. Margir læknar nýta sér ennfremur rétt til að hafna því að gera aðgerðina af trúarlegum ástæðum en sumir þeirra segjast undir þrýstingi frá yfirboðurum sínum um það. Pólland Þungunarrof Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Dómur stjórnlagadómstóls Póllands um að þungunarrof vegna fósturgalla stangist á við stjórnarskrá landsins þýðir að þungunarrof verður nú bannað í nær öllum tilfellum í landinu. Aðgerðin verður nú aðeins heimil í tilfelli nauðgunar, sifjaspells eða þegar líf eða heilsa móður er í hættu. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að það stríddi gegn stjórnarskrá að skilyrða líf fósturs við heilsu þess, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Fósturgalli var algengasta ástæðan fyrir þeim þungunarrofum sem hafa farið fram löglega í Póllandi. Aðeins 2% þeirra aðgerða sem hafa verið gerðar undanfarin ár eru á þeim forsendum sem verða áfram taldar gildar. Kvenréttindasamtök segja dóminn verstu mögulegu niðurstöðuna sem eigi eftir að rústa lífi fjölda kvenna og fjölskyldna. Þungunarrofslög í Póllandi voru ein þau ströngustu í Evrópu fyrir. „Þetta neyðir sérstaklega þá snauðu til að fæða börn gegn vilja sínum. Annað hvort eiga þau engar líkur á að lifa af, þau hafa engan möguleika á sjálfstæðu lífi eða þau eiga eftir að deyja skömmu eftir fæðingu,“ segir Kamila Ferenc, lögmaður sem vinnur með samtökum sem aðstoða konur sem hefur verið neitað um þungunarrof. Dunja Mijatovic, mannréttindastjóri Evrópusambandsins, harmaði niðurstöðu pólska dómstólsins og sagði daginn dapurlegan fyrir kvenréttindi. Ríkisstjórn hægriflokksins Laga og réttlætis hefur lengi haft það á stefnuskránni að þrengja enn að rétti kvenna til þungunarrofs. Flestir dómarar við stjórnlagadómstólinn voru skipaðir af flokknum. Baráttufólk fyrir rétti kvenna til þungunarrofs hefur sakað yfirvöld um að neita konum um þungunarrof, jafnvel í þeim tilfellum sem það er löglegt. Margir læknar nýta sér ennfremur rétt til að hafna því að gera aðgerðina af trúarlegum ástæðum en sumir þeirra segjast undir þrýstingi frá yfirboðurum sínum um það.
Pólland Þungunarrof Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira