Árásarmaðurinn í Vín hafði hlotið dóm fyrir tengsl við Íslamska ríkið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2020 10:24 Þungvopnaðir lögreglumenn í morgun á einum af nokkrum vettvöngum árásarinnar í Vín í gærkvöldi. Getty/Thomas Kronsteiner Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. Samkvæmt frétt AP hlaut Fejzulai 22 mánaða fangelsisdóm í apríl 2019 fyrir að reyna að komast til Sýrlands og ganga þar til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Honum var sleppt í desember síðastliðnum, átta mánuðum eftir að dómur féll, vegna ungs aldurs. Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir menn og tvær konur, létust í hryðjuverkaárás Fejzulai í Vín í gærkvöldi. Hann var með gervisprengjubelti á sér, riffil, skammbyssu og sveðju. Óljóst er hvort að árásarmennirnir hafi verið fleiri en lögregla rannsakar það nú. Húsleitir hafa verið gerðar á fimmtán stöðum og nokkrir hafa verið handteknir. Sautján manns eru alvarlega slasaðir eftir árásina, þar af eru sjö í lífshættu. Einn lögreglumaður særðist í árásinni en hann er ekki í lífshættu. Árásin hófst með skothríð við samkomuhús gyðinga í miðborg Vínar um klukkan átta að íslenskum tíma. Skothríðin færðist síðan þaðan yfir á fleiri staði í miðborginni. Fjöldi fólks var í miðbænum í gærkvöldi að njóta síðasta kvölds frelsisins í bili, ef svo má að orði komast, því á miðnætti tóku gildi hertar samkomutakmarkanir í Austurríki vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann er nú í gildi í landinu frá klukkan átta á kvöldin til klukkan sex á morgnana. Þá hefur veitingastöðum og krám verið gert að loka, sem og söfnum. Verslanir mega hafa opið en með fjöldatakmörkunum og þeir sem geta skulu vinna heima. Grunnskólar og leikskólar eru þó áfram opnir. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í Austurríki vegna árásarinnar. Þá verður mínútuþögn í landinu á hádegi í dag. Bæði kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, og forseti landsins, Alexander Van der Bellen, ávörpuðu þjóðina í morgun. Kurz sagði árásina vera árás á frjálst samfélag Austurríkis en að þjóðin myndi verja gildi sín. Hann sagði óvininn, íslamska hryðjuverkamenn, vilja sundra samfélaginu. „En við gefum svona hatri ekkert svigrúm. Óvinir okkar eru ekki meðlimir trúarlegs samfélags heldur eru þetta hryðjuverkamenn. Þetta er ekki barátta á milli kristinna og múslima, á milli Austurríkismanna og innflytjenda, heldur er þetta barátta á milli siðmenningarinnar og villimennskunnar,“ sagði Kurz í ræðu sinni. Marta Friðriksdóttir lærir óperusöng í Vín. Hún lýsti upplifun sinni af gærkvöldinu og nóttinni í Bítið á Bylgjunni í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð. Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Árásarmaðurinn í Vínarborg sem lögregla skaut til bana í gærkvöldi hét Kujtim Fejzulai. Hann var tvítugur og bæði ríkisborgari í Austurríki og Norður-Makedóníu. Samkvæmt frétt AP hlaut Fejzulai 22 mánaða fangelsisdóm í apríl 2019 fyrir að reyna að komast til Sýrlands og ganga þar til liðs við hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið. Honum var sleppt í desember síðastliðnum, átta mánuðum eftir að dómur féll, vegna ungs aldurs. Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir menn og tvær konur, létust í hryðjuverkaárás Fejzulai í Vín í gærkvöldi. Hann var með gervisprengjubelti á sér, riffil, skammbyssu og sveðju. Óljóst er hvort að árásarmennirnir hafi verið fleiri en lögregla rannsakar það nú. Húsleitir hafa verið gerðar á fimmtán stöðum og nokkrir hafa verið handteknir. Sautján manns eru alvarlega slasaðir eftir árásina, þar af eru sjö í lífshættu. Einn lögreglumaður særðist í árásinni en hann er ekki í lífshættu. Árásin hófst með skothríð við samkomuhús gyðinga í miðborg Vínar um klukkan átta að íslenskum tíma. Skothríðin færðist síðan þaðan yfir á fleiri staði í miðborginni. Fjöldi fólks var í miðbænum í gærkvöldi að njóta síðasta kvölds frelsisins í bili, ef svo má að orði komast, því á miðnætti tóku gildi hertar samkomutakmarkanir í Austurríki vegna kórónuveirufaraldursins. Útgöngubann er nú í gildi í landinu frá klukkan átta á kvöldin til klukkan sex á morgnana. Þá hefur veitingastöðum og krám verið gert að loka, sem og söfnum. Verslanir mega hafa opið en með fjöldatakmörkunum og þeir sem geta skulu vinna heima. Grunnskólar og leikskólar eru þó áfram opnir. Lýst hefur verið yfir þriggja daga þjóðarsorg í Austurríki vegna árásarinnar. Þá verður mínútuþögn í landinu á hádegi í dag. Bæði kanslari Austurríkis, Sebastian Kurz, og forseti landsins, Alexander Van der Bellen, ávörpuðu þjóðina í morgun. Kurz sagði árásina vera árás á frjálst samfélag Austurríkis en að þjóðin myndi verja gildi sín. Hann sagði óvininn, íslamska hryðjuverkamenn, vilja sundra samfélaginu. „En við gefum svona hatri ekkert svigrúm. Óvinir okkar eru ekki meðlimir trúarlegs samfélags heldur eru þetta hryðjuverkamenn. Þetta er ekki barátta á milli kristinna og múslima, á milli Austurríkismanna og innflytjenda, heldur er þetta barátta á milli siðmenningarinnar og villimennskunnar,“ sagði Kurz í ræðu sinni. Marta Friðriksdóttir lærir óperusöng í Vín. Hún lýsti upplifun sinni af gærkvöldinu og nóttinni í Bítið á Bylgjunni í morgun. Fréttin hefur verið uppfærð.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35
Íslendingar í Vín hvattir til að láta vita af sér Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í borginni til að láta vita af sér vegna árásanna þar í borg í kvöld. 2. nóvember 2020 22:35