Fyrrverandi þingforseti Kósovó handtekinn vegna gruns um stríðsglæpi Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2020 08:30 Á tímum stríðsins var Jakup Krasniqi talsmaður frelsishers Kósovó og er nú grunaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni, að því er fram kemur í tilkynningu frá dómstól í Haag. EPA Jakup Krasniqi, fyrrverandi forseti þings Kósovó, var handtekinn á heimili sínu í bænum Negrovc, skammt frá höfuðborginni Pristína, í gær. Hann er grunaður um að hafa gerst sekur um stríðsglæpi í Kósovó-stríðinu á árunum 1998 og 1999. Hinn 69 ára Krasniqi var á árunum 2007 til 2014 forseti kósovóska þingsins, og þá gegndi hann tvívegis embætti forseta landsins til bráðabirgða á árunum 2010 og 2011. Á tímum stríðsins var Krasniqi talsmaður frelsishers Kósovó og er nú grunaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni, að því er fram kemur í tilkynningu frá dómstól í Haag sem hefur rannsakað brot á tímum Kósovóstríðsins. Ekki hefur komið fram hvað segir nákvæmlega í ákærunni. Valon Hasini, lögmaður Krasniqui, segir í samtali við AP að hann búist við að Krasniqui verði leiddur fyrir dómara innan skamms. Dómstóllinn hefur síðasta árið beint sjónum sínum að fjölda áberandi stjórnmálamanna í Kósovó. Þannig sagði Ramush Haradinaj af sér embætti forsætisráðherra á síðasta ári eftir að ásakanir um stríðsglæpi beindust gegn honum. Á þessu ári hafa fjölmargir, þeirra á meðal forsetinn Hashim Thaci, verið ákærðir vegna brota sem framin voru í stríðinu gegn Serbíu undir lok tíunda áratugarins. Kósovó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008, en Serbar – og sömuleiðis Rússar og Kínverjar – hafa enn ekki viðurkennt sjálfstæði landsins. Ísland og fjölmörg önnur Vesturlanda hafa hins vegar viðurkennt sjálfstæði Kósovó. Kósovó Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Jakup Krasniqi, fyrrverandi forseti þings Kósovó, var handtekinn á heimili sínu í bænum Negrovc, skammt frá höfuðborginni Pristína, í gær. Hann er grunaður um að hafa gerst sekur um stríðsglæpi í Kósovó-stríðinu á árunum 1998 og 1999. Hinn 69 ára Krasniqi var á árunum 2007 til 2014 forseti kósovóska þingsins, og þá gegndi hann tvívegis embætti forseta landsins til bráðabirgða á árunum 2010 og 2011. Á tímum stríðsins var Krasniqi talsmaður frelsishers Kósovó og er nú grunaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni, að því er fram kemur í tilkynningu frá dómstól í Haag sem hefur rannsakað brot á tímum Kósovóstríðsins. Ekki hefur komið fram hvað segir nákvæmlega í ákærunni. Valon Hasini, lögmaður Krasniqui, segir í samtali við AP að hann búist við að Krasniqui verði leiddur fyrir dómara innan skamms. Dómstóllinn hefur síðasta árið beint sjónum sínum að fjölda áberandi stjórnmálamanna í Kósovó. Þannig sagði Ramush Haradinaj af sér embætti forsætisráðherra á síðasta ári eftir að ásakanir um stríðsglæpi beindust gegn honum. Á þessu ári hafa fjölmargir, þeirra á meðal forsetinn Hashim Thaci, verið ákærðir vegna brota sem framin voru í stríðinu gegn Serbíu undir lok tíunda áratugarins. Kósovó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008, en Serbar – og sömuleiðis Rússar og Kínverjar – hafa enn ekki viðurkennt sjálfstæði landsins. Ísland og fjölmörg önnur Vesturlanda hafa hins vegar viðurkennt sjálfstæði Kósovó.
Kósovó Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira