Metfjöldi undirskrifta fyrir rannsókn á fjölmiðlaveldi Murdoch Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2020 13:10 Rupert Murdoch hefur haft gríðarleg áhrif á fjölmiðlalandslagið í Ástralíu, Bretland og Bandaríkjunum undanfarin ár og áratugi. Vísir/EPA Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. News Corp Australia á fjórtán af tuttugu og einu dag- og helgarblaði sem er gefið út í stærri borgum Ástralíu. Til viðbótar á fyrirtækið útvarpsstöðvar, Sky News og fréttavefinn news.com.au. Fyrirtækið er einnig útgefandi einu staðarblaðanna í Queensland, Suður-Ástralíu, Tasmaníu og Norðursvæðunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áskorunin til ástralska þingsins sem Kevin Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, efndi til er þess efnis að þingið stofni sérstaka rannsóknarnefnd til að kanna „misnotkun fjölmiðlaeinokunar í Ástralíu, sérstaklega Murdoch-miðla“. Nefndin rannsaki einnig vaxandi fábreytni í fjölmiðlaflóru landsins. Rudd hefur lýst áhrifum fjölmiðla Murdoch á Ástralíu sem „krabbameini á lýðræðinu okkar“. Malcolm Turnbull, annar fyrrverandi forsætisráðherra, skrifaði undir áskorunina en hann hefur einnig verið gagnrýninn á áhrif fjölmiðla Murdoch á tvo stærstu stjórnmálaflokka Ástralíu. Kevin Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra, hóf undirskriftasöfnunina gegn miðlum Murdoch.Vísir/EPA News Corp og Murdoch hafa ekki brugðist við áskoruninni en dagblöð þeirra hafa birt fjölda neikvæðra umfjallana um Rudd undanfarnar vikur. Blöðin lagði gegn endurkjöri Rudd á sínum tíma en hann var forsætisráðherra 2007 til 2010 og aftur árið 2013. Fréttaflutningur miðla News Corp er á köflum umdeildur. Þeir hafa ítrekað fjallað um loftslagsbreytingar af völdum manna á villandi hátt, þar á meðal um gróðureldana miklu síðasta sumar, og nú nýlega um kórónuveirufaraldurinn. Búist er við því að undirskriftalistinn verði lagður fyrir þingið en hvorki þingi né ríkisstjórn er skylt að aðhafast sérstaklega vegna hans. Hvorki ríkisstjórn Frjálslynda flokksins né Verkamannaflokkurinn sem leiðir stjórnarandstöðuna hefur lýst yfir stuðningi við áskorunina. Ástralía Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Tengdar fréttir 20th Century Fox heyrir sögunni til Bandaríski fjölmiðlarisinn Walt Disney hefur ákveðið að hætta endanlega notkun á einu frægasta nafninu í skemmtanaiðnaðnum – 20th Century Fox. 12. ágúst 2020 08:05 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Fleiri en hálf milljón Ástrala hefur skrifað undir áskorun um að stjórnvöld komi á fót nefnd til að rannsaka meinta misnotkun fjölmiðlaveldis Ruperts Murdoch á markaðsráðandi stöðu sinni. Fyrrverandi forsætisráðherra úr röðum Verkamannaflokksins hóf undirskriftasöfnunina. News Corp Australia á fjórtán af tuttugu og einu dag- og helgarblaði sem er gefið út í stærri borgum Ástralíu. Til viðbótar á fyrirtækið útvarpsstöðvar, Sky News og fréttavefinn news.com.au. Fyrirtækið er einnig útgefandi einu staðarblaðanna í Queensland, Suður-Ástralíu, Tasmaníu og Norðursvæðunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áskorunin til ástralska þingsins sem Kevin Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, efndi til er þess efnis að þingið stofni sérstaka rannsóknarnefnd til að kanna „misnotkun fjölmiðlaeinokunar í Ástralíu, sérstaklega Murdoch-miðla“. Nefndin rannsaki einnig vaxandi fábreytni í fjölmiðlaflóru landsins. Rudd hefur lýst áhrifum fjölmiðla Murdoch á Ástralíu sem „krabbameini á lýðræðinu okkar“. Malcolm Turnbull, annar fyrrverandi forsætisráðherra, skrifaði undir áskorunina en hann hefur einnig verið gagnrýninn á áhrif fjölmiðla Murdoch á tvo stærstu stjórnmálaflokka Ástralíu. Kevin Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra, hóf undirskriftasöfnunina gegn miðlum Murdoch.Vísir/EPA News Corp og Murdoch hafa ekki brugðist við áskoruninni en dagblöð þeirra hafa birt fjölda neikvæðra umfjallana um Rudd undanfarnar vikur. Blöðin lagði gegn endurkjöri Rudd á sínum tíma en hann var forsætisráðherra 2007 til 2010 og aftur árið 2013. Fréttaflutningur miðla News Corp er á köflum umdeildur. Þeir hafa ítrekað fjallað um loftslagsbreytingar af völdum manna á villandi hátt, þar á meðal um gróðureldana miklu síðasta sumar, og nú nýlega um kórónuveirufaraldurinn. Búist er við því að undirskriftalistinn verði lagður fyrir þingið en hvorki þingi né ríkisstjórn er skylt að aðhafast sérstaklega vegna hans. Hvorki ríkisstjórn Frjálslynda flokksins né Verkamannaflokkurinn sem leiðir stjórnarandstöðuna hefur lýst yfir stuðningi við áskorunina.
Ástralía Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Tengdar fréttir 20th Century Fox heyrir sögunni til Bandaríski fjölmiðlarisinn Walt Disney hefur ákveðið að hætta endanlega notkun á einu frægasta nafninu í skemmtanaiðnaðnum – 20th Century Fox. 12. ágúst 2020 08:05 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
20th Century Fox heyrir sögunni til Bandaríski fjölmiðlarisinn Walt Disney hefur ákveðið að hætta endanlega notkun á einu frægasta nafninu í skemmtanaiðnaðnum – 20th Century Fox. 12. ágúst 2020 08:05