Forseti Kósovó ákærður fyrir stríðsglæpi og segir af sér Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2020 14:50 Hashim Thaci hefur gegnt embætti forseta Kósovó frá árinu 2016. Getty Hashim Thaci hefur sagt af sér embætti sem forseti Kósovó eftir að hafa verið ákærður fyrir stríðsglæpi í Kósovóstríðinu undir lok tíunda áratugarins af sérstökum dómstól í Haag. Það var Thaci sjálfur sem greindi frá ákærunni. AP segir frá því að dómstóllinn sjálfur hafi enn ekki gefið neitt upp um ákæru á hendur forsetanum, en vitað er að sérstakur saksóknari skilaði inn sínum tillögum í júní eftir rannsókn á mögulegum stríðsglæpum í stríði frelsishers Kósovóa og Serba á árunum 1998 til 1999. Thaci hefur hafnað þeim ásökunum sem á hann eru bornar, en saksóknari hefur sakað Thaci um að hafa borið ábyrgð á nærri hundrað morðum. Þá sé hann grunaður um pyndingar og fleira. Landsmenn haldi ró sinni Tilkynning forsetans kemur fáeinum klukkustundum eftir að fréttir bárust af því að Jakup Krasniqi, fyrrverandi forseti kósovóska þingsins, hafi verið handtekinn og fluttur til Haag vegna ásakana um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Thaci sagði í dag að hann segði af sér til að tryggja að hann yrði ekki í dreginn fyrir dómstól á sama tíma og hann gegndi embætti forseta. Þannig yrði heilindi kósovíska ríkisins tryggð. Hann hvatti þegna sína jafnframt til að halda ró sinni. Þingforsetinn Vjosa Osmani mun nú gegna skyldum forseta þar til nýr verður kjörinn. Kósovó Tengdar fréttir Fyrrverandi þingforseti Kósovó handtekinn vegna gruns um stríðsglæpi Jakup Krasniqi var handtekinn á heimili sínu í bænum Negrovc, skammt frá höfuðborginni Pristína, í gær. Hann er grunaður um að hafa gerst sekur um stríðsglæpi í Kósovó-stríðinu á árunum 1998 og 1999. 5. nóvember 2020 08:30 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Hashim Thaci hefur sagt af sér embætti sem forseti Kósovó eftir að hafa verið ákærður fyrir stríðsglæpi í Kósovóstríðinu undir lok tíunda áratugarins af sérstökum dómstól í Haag. Það var Thaci sjálfur sem greindi frá ákærunni. AP segir frá því að dómstóllinn sjálfur hafi enn ekki gefið neitt upp um ákæru á hendur forsetanum, en vitað er að sérstakur saksóknari skilaði inn sínum tillögum í júní eftir rannsókn á mögulegum stríðsglæpum í stríði frelsishers Kósovóa og Serba á árunum 1998 til 1999. Thaci hefur hafnað þeim ásökunum sem á hann eru bornar, en saksóknari hefur sakað Thaci um að hafa borið ábyrgð á nærri hundrað morðum. Þá sé hann grunaður um pyndingar og fleira. Landsmenn haldi ró sinni Tilkynning forsetans kemur fáeinum klukkustundum eftir að fréttir bárust af því að Jakup Krasniqi, fyrrverandi forseti kósovóska þingsins, hafi verið handtekinn og fluttur til Haag vegna ásakana um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Thaci sagði í dag að hann segði af sér til að tryggja að hann yrði ekki í dreginn fyrir dómstól á sama tíma og hann gegndi embætti forseta. Þannig yrði heilindi kósovíska ríkisins tryggð. Hann hvatti þegna sína jafnframt til að halda ró sinni. Þingforsetinn Vjosa Osmani mun nú gegna skyldum forseta þar til nýr verður kjörinn.
Kósovó Tengdar fréttir Fyrrverandi þingforseti Kósovó handtekinn vegna gruns um stríðsglæpi Jakup Krasniqi var handtekinn á heimili sínu í bænum Negrovc, skammt frá höfuðborginni Pristína, í gær. Hann er grunaður um að hafa gerst sekur um stríðsglæpi í Kósovó-stríðinu á árunum 1998 og 1999. 5. nóvember 2020 08:30 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Sjá meira
Fyrrverandi þingforseti Kósovó handtekinn vegna gruns um stríðsglæpi Jakup Krasniqi var handtekinn á heimili sínu í bænum Negrovc, skammt frá höfuðborginni Pristína, í gær. Hann er grunaður um að hafa gerst sekur um stríðsglæpi í Kósovó-stríðinu á árunum 1998 og 1999. 5. nóvember 2020 08:30