Pennsylvanía gæti gert gæfumuninn fyrir Biden Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 06:51 Kamala Harris, varaforsetaefni Demókrata, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi flokksins, þegar sá síðarnefndi flutti ávarp í gær. AP/Carolyn Kaster Enn er ekki ljóst hver náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fóru á þriðjudag. Ennþá er afar mjótt á munum milli frambjóðendanna, þeirra Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Staðan á fjölda kjörmanna er óbreytt frá því fyrir sólarhring; Biden er með 253 og Trump 214 samkvæmt Decision Desk en AP og Fox News hafa staðfest sigur Bidens í Arizona og telja hann því með 264 kjörmenn. Verulega hefur dregið úr upplýsingaflæði vestanhafs enda komin nótt þar. Enn er þó verið að telja víða í ríkjum þar sem úrslit liggja ekki fyrir. Pennsylvanía er mögulega mikilvægasta ríkið þar sem Biden getur tryggt sér sigur í kosningunum með því að vinna þar enda gefur ríkið tuttugu kjörmenn. Trump er með lítið forskot í Pennsylvaníu og hefur Biden saxað verulega á í nótt. Sérfræðingar segja að haldi sú þróun áfram gæti hann endað með tugi þúsunda fleiri atkvæði en Trump. Samkvæmt gagnvirku korti Decision Desk er Trump nú með 3.286.193 atkvæði og Biden 3.267.969 atkvæði. Þá er munurinn mjög lítill í Georgíu og má segja að þar sé nánast jafnt. Trump er með 2.448.081 atkvæði samkvæmt Decision Desk og Biden með 2.446.814 atkvæði. Munurinn er því aðeins 1267 atkvæði. Líkt og í Pennsylvaníu hefur Biden saxað mjög á forskot Trumps í Georgíu í nótt. Enn á eftir að telja þúsundir atkvæða í ríkinu, meðal annars allt að níu þúsund kjörseðla sem sendir voru til íbúa Georgíu sem halda til erlendis. Í Arizona hefur Trump verið að saxa á forskot Biden í nótt. Biden er með 1.532.062 atkvæði, eða 50,07 prósent, og Trump er með 1.485.010 atkvæði eða 48,53 prósent. AP fréttaveitan og Fox News hafa áætlað Biden sigur í Arizona. Aðrir miðlar hafa þó ekki viljað ganga svo langt. Arizona er ólíkt flestum öðrum ríkjum þar sem enn er óljóst hver úrslitin verða að því leyti að flestir kjósendur þar greiða atkvæði í pósti. Því hallar ekki á Trump eins og víða annars staðar þar sem kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að nota póstatkvæði. BBC birti þessa grafík í textalýsingu sinni í nótt. Staðan er óbreytt en hér sést hvaða leiðir frambjóðendurnir hafa að sigri. Lítil hreyfing hefur verið á tölunum í Nevada í nótt. Þar er Biden með 604.251 atkvæði, eða 49,4 prósent. Trump er með 592.813 atkvæði eða 48,5 prósent. Munurinn er því 11.438 atkvæði. Ekki er búist við frekari upplýsingum þaðan fyrr en seinna í dag. Vísir fylgist með öllu því helsta sem gerist í kosningunum í vaktinni sem fylgjast má með hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Enn er ekki ljóst hver náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fóru á þriðjudag. Ennþá er afar mjótt á munum milli frambjóðendanna, þeirra Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Staðan á fjölda kjörmanna er óbreytt frá því fyrir sólarhring; Biden er með 253 og Trump 214 samkvæmt Decision Desk en AP og Fox News hafa staðfest sigur Bidens í Arizona og telja hann því með 264 kjörmenn. Verulega hefur dregið úr upplýsingaflæði vestanhafs enda komin nótt þar. Enn er þó verið að telja víða í ríkjum þar sem úrslit liggja ekki fyrir. Pennsylvanía er mögulega mikilvægasta ríkið þar sem Biden getur tryggt sér sigur í kosningunum með því að vinna þar enda gefur ríkið tuttugu kjörmenn. Trump er með lítið forskot í Pennsylvaníu og hefur Biden saxað verulega á í nótt. Sérfræðingar segja að haldi sú þróun áfram gæti hann endað með tugi þúsunda fleiri atkvæði en Trump. Samkvæmt gagnvirku korti Decision Desk er Trump nú með 3.286.193 atkvæði og Biden 3.267.969 atkvæði. Þá er munurinn mjög lítill í Georgíu og má segja að þar sé nánast jafnt. Trump er með 2.448.081 atkvæði samkvæmt Decision Desk og Biden með 2.446.814 atkvæði. Munurinn er því aðeins 1267 atkvæði. Líkt og í Pennsylvaníu hefur Biden saxað mjög á forskot Trumps í Georgíu í nótt. Enn á eftir að telja þúsundir atkvæða í ríkinu, meðal annars allt að níu þúsund kjörseðla sem sendir voru til íbúa Georgíu sem halda til erlendis. Í Arizona hefur Trump verið að saxa á forskot Biden í nótt. Biden er með 1.532.062 atkvæði, eða 50,07 prósent, og Trump er með 1.485.010 atkvæði eða 48,53 prósent. AP fréttaveitan og Fox News hafa áætlað Biden sigur í Arizona. Aðrir miðlar hafa þó ekki viljað ganga svo langt. Arizona er ólíkt flestum öðrum ríkjum þar sem enn er óljóst hver úrslitin verða að því leyti að flestir kjósendur þar greiða atkvæði í pósti. Því hallar ekki á Trump eins og víða annars staðar þar sem kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að nota póstatkvæði. BBC birti þessa grafík í textalýsingu sinni í nótt. Staðan er óbreytt en hér sést hvaða leiðir frambjóðendurnir hafa að sigri. Lítil hreyfing hefur verið á tölunum í Nevada í nótt. Þar er Biden með 604.251 atkvæði, eða 49,4 prósent. Trump er með 592.813 atkvæði eða 48,5 prósent. Munurinn er því 11.438 atkvæði. Ekki er búist við frekari upplýsingum þaðan fyrr en seinna í dag. Vísir fylgist með öllu því helsta sem gerist í kosningunum í vaktinni sem fylgjast má með hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira