Biden með fingurgómana á pálmanum: hvað gerist næst? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2020 17:54 Biden hefur góða ástæðu til að vera sigurviss. AP/Paul Sancya Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. Ýmsar vangaveltur eru uppi um framhaldið; mun Trump játa ósigur? Mun hann hringja í Biden? Miðað við það hvernig Trump hefur brugðist við þróun mála hafa margir sínar efasemdir. Biden mun hins vegar ræða við Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, í dag og ávarpa þjóðina í kvöld. Biden hefur nú forskot í Georgíu, Nevada og Pennsylvaníu og hefur verið lýstur sigurvegari í Arizona af AP og Fox News. Samkvæmt þeirra útreikningum dugir Biden eitt ríki í viðbót til að tryggja sér 270 kjörmenn en Trump má alls ekki við því að tapa Georgíu og Pennsylvaníu. Í Georgíu hefur Biden nú 1.564 atkvæða forskot á Trump en um 4.000 atkvæði eru ótalin. Í Pennsylvaníu er forskot Biden 12.390 atkvæði en hann hefur verið að sópa til sín miklum meirihluta þeirra atkvæða sem nú er verið að telja. Þá hefur hann bætt við sig í Nevada, þar sem forskotið stendur nú í 20.542 atkvæðum. Trump hefur verið að vinna á í Arizona. Það er þó alls óvíst að það dugi til, þar sem hann hefur verið að fá 51% atkvæða í dag en þarf 58 til 60% atkvæða til að taka fram úr Biden. Næstu tímar munu leiða í ljós hvort gerist næst; að AP eða Fox ríða á vaðið og lýsa Biden sigurvegara í einu ríki til viðbótar og þar með næsta forseta, eða hvort það gerist á undan að New York Times, Washington Post og sjónvarpsstöðvarnar lýsi Biden sigurvegara í Arizona og hann fari í 264 kjörmenn hjá þeim. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Vaktin: Biden tekur forystuna í Pennsylvaníu og nálgast sigur Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu í gríðarlega spennandi forsetakosningum. 3. nóvember 2020 10:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Flestir virðast sammála um að það sé aðeins tímaspursmál þar til einhver stóru miðlanna í Bandaríkjunum ríður á vaðið og lýsir Biden sigurvegara í einhverju þeirra ríkja þar sem enn er talið og þar með kjörinn forseta. Ýmsar vangaveltur eru uppi um framhaldið; mun Trump játa ósigur? Mun hann hringja í Biden? Miðað við það hvernig Trump hefur brugðist við þróun mála hafa margir sínar efasemdir. Biden mun hins vegar ræða við Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, í dag og ávarpa þjóðina í kvöld. Biden hefur nú forskot í Georgíu, Nevada og Pennsylvaníu og hefur verið lýstur sigurvegari í Arizona af AP og Fox News. Samkvæmt þeirra útreikningum dugir Biden eitt ríki í viðbót til að tryggja sér 270 kjörmenn en Trump má alls ekki við því að tapa Georgíu og Pennsylvaníu. Í Georgíu hefur Biden nú 1.564 atkvæða forskot á Trump en um 4.000 atkvæði eru ótalin. Í Pennsylvaníu er forskot Biden 12.390 atkvæði en hann hefur verið að sópa til sín miklum meirihluta þeirra atkvæða sem nú er verið að telja. Þá hefur hann bætt við sig í Nevada, þar sem forskotið stendur nú í 20.542 atkvæðum. Trump hefur verið að vinna á í Arizona. Það er þó alls óvíst að það dugi til, þar sem hann hefur verið að fá 51% atkvæða í dag en þarf 58 til 60% atkvæða til að taka fram úr Biden. Næstu tímar munu leiða í ljós hvort gerist næst; að AP eða Fox ríða á vaðið og lýsa Biden sigurvegara í einu ríki til viðbótar og þar með næsta forseta, eða hvort það gerist á undan að New York Times, Washington Post og sjónvarpsstöðvarnar lýsi Biden sigurvegara í Arizona og hann fari í 264 kjörmenn hjá þeim.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Vaktin: Biden tekur forystuna í Pennsylvaníu og nálgast sigur Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu í gríðarlega spennandi forsetakosningum. 3. nóvember 2020 10:45 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Vaktin: Biden tekur forystuna í Pennsylvaníu og nálgast sigur Bandaríkjamenn hafa gengið að kjörborðinu í gríðarlega spennandi forsetakosningum. 3. nóvember 2020 10:45