Biden vill konu sem varaforsetaefni Atli Ísleifsson skrifar 16. mars 2020 07:30 Joe Biden og Bernie Sanders slepptu því að takast í hendur vegna hættunnar á veirusmiti og létu duga að slá olnboga í olnboga. EPA Demókratinn og bandaríski forsetaframbjóðandinn Joe Biden segist vilja konu sem varaforsetaefni sitt í forsetakosningunum síðar á þessu ári, fari svo að hann verði valinn forsetaefni Demókrata. Biden og Bernie Sanders mættust í sjónvarpskappræðum fyrir tómum sal í Washington DC í gærkvöldi, en þeir standa einir eftir í forvali Demókrataflokksins. Þeir slepptu því að takast í hendur vegna hættunnar á veirusmiti og létu duga að slá olnboga í olnboga. Biden og Sanders reyndu þeir báðir að höfða til kvenna í kappræðunum. Sanders var ekki eins afdráttarlaus í sínum svörum um hvort að hann myndi velja konu sem varaforsetaefni sitt, yrði hann fyrir valinu. Hann sagði þó að „líklega færi það svo“, en að það yrði að vera framsækin kona. Kappræðurnar hófust á umræðum um útbreiðslu kórónuveirunnar. Voru þeir sammála um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki staðið sig vel í því að taka á vandanum. „Það fyrsta sem við verðum að gera er að fá núverandi forseta til að þegja,“ segir Sanders. Það sé óásættanlegt að forsetinn væri að grafa undan læknum og sérfræðingum og fara með fleipur. Slíkt valdi ruglingi meðal almennings. Biden og Sanders ræddu báðir hvaða aðgerðir þeir, sem eldri menn í áhættuhópi, hafi gripið til vegna veirunnar. Sögðust þeir báðir hafa reynt að fækka fundum, fengið starfsmenn til að vinna að heiman og staðið fyrir fjöldafundum í netheimum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Bandaríkin: Biden nánast tryggir sér tilnefninguna Velgengni Joe Biden í forvali Demókrataflokksins og slæmt gengi Bernie Sanders, er það helsta sem er til umfjöllunar í fjórða þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 12. mars 2020 09:21 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Demókratinn og bandaríski forsetaframbjóðandinn Joe Biden segist vilja konu sem varaforsetaefni sitt í forsetakosningunum síðar á þessu ári, fari svo að hann verði valinn forsetaefni Demókrata. Biden og Bernie Sanders mættust í sjónvarpskappræðum fyrir tómum sal í Washington DC í gærkvöldi, en þeir standa einir eftir í forvali Demókrataflokksins. Þeir slepptu því að takast í hendur vegna hættunnar á veirusmiti og létu duga að slá olnboga í olnboga. Biden og Sanders reyndu þeir báðir að höfða til kvenna í kappræðunum. Sanders var ekki eins afdráttarlaus í sínum svörum um hvort að hann myndi velja konu sem varaforsetaefni sitt, yrði hann fyrir valinu. Hann sagði þó að „líklega færi það svo“, en að það yrði að vera framsækin kona. Kappræðurnar hófust á umræðum um útbreiðslu kórónuveirunnar. Voru þeir sammála um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi ekki staðið sig vel í því að taka á vandanum. „Það fyrsta sem við verðum að gera er að fá núverandi forseta til að þegja,“ segir Sanders. Það sé óásættanlegt að forsetinn væri að grafa undan læknum og sérfræðingum og fara með fleipur. Slíkt valdi ruglingi meðal almennings. Biden og Sanders ræddu báðir hvaða aðgerðir þeir, sem eldri menn í áhættuhópi, hafi gripið til vegna veirunnar. Sögðust þeir báðir hafa reynt að fækka fundum, fengið starfsmenn til að vinna að heiman og staðið fyrir fjöldafundum í netheimum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Bandaríkin: Biden nánast tryggir sér tilnefninguna Velgengni Joe Biden í forvali Demókrataflokksins og slæmt gengi Bernie Sanders, er það helsta sem er til umfjöllunar í fjórða þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 12. mars 2020 09:21 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17
Bandaríkin: Biden nánast tryggir sér tilnefninguna Velgengni Joe Biden í forvali Demókrataflokksins og slæmt gengi Bernie Sanders, er það helsta sem er til umfjöllunar í fjórða þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu um bandarísk stjórnmál. 12. mars 2020 09:21