Brad Raffensperger, innanríkisráðherra Georgíu í Bandaríkjunum, tilkynnti nú fyrir skömmu að öll atkvæði í forsetakosningunum í síðustu viku yrðu talin aftur. Það yrði gert án talningavéla og er markmiðið að klára það fyrir 20. nóvember, en þá á lokaniðurstaðan að liggja fyrir samkvæmt lögum Georgíu.
Eins og staðan er núna fékk Joe Biden rúmlega 14 þúsund fleiri atkvæði en Donald Trump í Georgíu.
NEW: Georgia Sec. of State Raffensperger says the state will conduct a full, by hand recount in each county ; Biden currently leads by 14,111 votes.
— NBC News (@NBCNews) November 11, 2020
We have all worked hard to bring fair and accurate counts to assure that the will of the voters is reflected in the final count pic.twitter.com/SpijySCiuE
Donald Trump heldur því fram að hann hafi ekki tapað kosningunum og heldur því fram að kosningunum hafi verið stolið með svindli. Trump-liðar hafa vísað til fjölda ábendinga um kosningasvindl en hafa þrátt fyrir það ekki getað sýnt fram á neitt svindl fyrir dómi.
Sjá einnig: Yfirvöld í öllum ríkjum segja kosningarnar hafa farið eðlilega fram
Raffensperger hefur verið harðlega gagnrýndur af Repúblikönum á undanförnum dögum og hafa báðir öldungadeildarþingmenn ríkisins kallað eftir því að hann segi af sér. Hafa þeir stutt þá kröfu sína með því að vísa til „skammarlegrar“ framkvæmdar kosninganna í Georgíu.
Hann hefur þó varið framkvæmd kosninganna og sagt að engin ummerki kosningasvindls hafi fundist.