Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2020 12:17 Áætlað er að um 14 milljónir minka séu á minkabúum í Danmörku. AP Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. Tilkynningin kemur á sama tíma og greint er frá því að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunni hafi fundist á nokkrum minkabúum til viðbótar í landinu. Danskir fjölmiðlar segja Jafnaðarmannaflokk Frederiksens hafa náð samkomulag við samstarfsflokkana Enhedslisten, SF, De Radikale og Alternativet um aðgerðina. Mogen Jensen, matvælaráðherra Danmerkur, kveðst mjög ánægður með að samkomulagið sé í höfn og að vonandi verði hægt að einhverja sátt um þann stórfellda niðurskurð sem þarf að ráðast í. „Þetta hefur verið óreiðukennt ferli, ég er fyrstur til að viðurkenna það,“ segir ráðherrann í samtali við DR. Samkomulagið felur meðal annars í sér að ræktendur fái 30 danskar krónur á hvern mink sem er aflífaður. Þá verður óheimilt að rækta minka í landinu til ársloka 2021. Fyrr í haust var greint frá því að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist á fjölda minkabúa í Danmörku og hafði veiran borist í fólk. 4. nóvember síðastliðinn greindi Frederiksen frá því að ákveðið hafi verið að lóga öllum minkum í landinu. Ákvörðunin sætti hins vegar mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að ríkisstjórnin hafði ekki lagaheimild til að grípa til þessa ráðs og hafa spjótin beinst sérstaklega að matvælaráðherranum Jensen. Þingmenn munu nú greiða atkvæði um lagafrumvarpið en eins og áður sagði hefur samkomulag náðst og er fastlega gert ráð fyrir að meirihluti þingmanna muni greiða atkvæði með. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Tengdar fréttir Átta milljónir minka á skilgreindum áhættusvæðum þegar verið aflífaðir Stökkbreytt afbrigði kórónuveiru kom upp á minkabúum á Jótlandi fyrr í þessum mánuði og ákváðu dönsk stjórnvöld að allir minkar í Danmörku, um sautján milljónir talsins, skyldu aflífaðir. 15. nóvember 2020 21:23 Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04 Mette baðst afsökunar á ólöglegri fyrirskipun Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í dag afsökunar og sagði að danska dýra- og matvælaeftirlitið hefði gert mistök með því að krefjast þess að allir minkar landsins verði drepnir. 10. nóvember 2020 15:13 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. Tilkynningin kemur á sama tíma og greint er frá því að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunni hafi fundist á nokkrum minkabúum til viðbótar í landinu. Danskir fjölmiðlar segja Jafnaðarmannaflokk Frederiksens hafa náð samkomulag við samstarfsflokkana Enhedslisten, SF, De Radikale og Alternativet um aðgerðina. Mogen Jensen, matvælaráðherra Danmerkur, kveðst mjög ánægður með að samkomulagið sé í höfn og að vonandi verði hægt að einhverja sátt um þann stórfellda niðurskurð sem þarf að ráðast í. „Þetta hefur verið óreiðukennt ferli, ég er fyrstur til að viðurkenna það,“ segir ráðherrann í samtali við DR. Samkomulagið felur meðal annars í sér að ræktendur fái 30 danskar krónur á hvern mink sem er aflífaður. Þá verður óheimilt að rækta minka í landinu til ársloka 2021. Fyrr í haust var greint frá því að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist á fjölda minkabúa í Danmörku og hafði veiran borist í fólk. 4. nóvember síðastliðinn greindi Frederiksen frá því að ákveðið hafi verið að lóga öllum minkum í landinu. Ákvörðunin sætti hins vegar mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að ríkisstjórnin hafði ekki lagaheimild til að grípa til þessa ráðs og hafa spjótin beinst sérstaklega að matvælaráðherranum Jensen. Þingmenn munu nú greiða atkvæði um lagafrumvarpið en eins og áður sagði hefur samkomulag náðst og er fastlega gert ráð fyrir að meirihluti þingmanna muni greiða atkvæði með.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Tengdar fréttir Átta milljónir minka á skilgreindum áhættusvæðum þegar verið aflífaðir Stökkbreytt afbrigði kórónuveiru kom upp á minkabúum á Jótlandi fyrr í þessum mánuði og ákváðu dönsk stjórnvöld að allir minkar í Danmörku, um sautján milljónir talsins, skyldu aflífaðir. 15. nóvember 2020 21:23 Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04 Mette baðst afsökunar á ólöglegri fyrirskipun Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í dag afsökunar og sagði að danska dýra- og matvælaeftirlitið hefði gert mistök með því að krefjast þess að allir minkar landsins verði drepnir. 10. nóvember 2020 15:13 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Átta milljónir minka á skilgreindum áhættusvæðum þegar verið aflífaðir Stökkbreytt afbrigði kórónuveiru kom upp á minkabúum á Jótlandi fyrr í þessum mánuði og ákváðu dönsk stjórnvöld að allir minkar í Danmörku, um sautján milljónir talsins, skyldu aflífaðir. 15. nóvember 2020 21:23
Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04
Mette baðst afsökunar á ólöglegri fyrirskipun Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í dag afsökunar og sagði að danska dýra- og matvælaeftirlitið hefði gert mistök með því að krefjast þess að allir minkar landsins verði drepnir. 10. nóvember 2020 15:13