Samkomulag í höfn um að öllum minkum í Danmörku skuli lógað Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2020 12:17 Áætlað er að um 14 milljónir minka séu á minkabúum í Danmörku. AP Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. Tilkynningin kemur á sama tíma og greint er frá því að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunni hafi fundist á nokkrum minkabúum til viðbótar í landinu. Danskir fjölmiðlar segja Jafnaðarmannaflokk Frederiksens hafa náð samkomulag við samstarfsflokkana Enhedslisten, SF, De Radikale og Alternativet um aðgerðina. Mogen Jensen, matvælaráðherra Danmerkur, kveðst mjög ánægður með að samkomulagið sé í höfn og að vonandi verði hægt að einhverja sátt um þann stórfellda niðurskurð sem þarf að ráðast í. „Þetta hefur verið óreiðukennt ferli, ég er fyrstur til að viðurkenna það,“ segir ráðherrann í samtali við DR. Samkomulagið felur meðal annars í sér að ræktendur fái 30 danskar krónur á hvern mink sem er aflífaður. Þá verður óheimilt að rækta minka í landinu til ársloka 2021. Fyrr í haust var greint frá því að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist á fjölda minkabúa í Danmörku og hafði veiran borist í fólk. 4. nóvember síðastliðinn greindi Frederiksen frá því að ákveðið hafi verið að lóga öllum minkum í landinu. Ákvörðunin sætti hins vegar mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að ríkisstjórnin hafði ekki lagaheimild til að grípa til þessa ráðs og hafa spjótin beinst sérstaklega að matvælaráðherranum Jensen. Þingmenn munu nú greiða atkvæði um lagafrumvarpið en eins og áður sagði hefur samkomulag náðst og er fastlega gert ráð fyrir að meirihluti þingmanna muni greiða atkvæði með. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Tengdar fréttir Átta milljónir minka á skilgreindum áhættusvæðum þegar verið aflífaðir Stökkbreytt afbrigði kórónuveiru kom upp á minkabúum á Jótlandi fyrr í þessum mánuði og ákváðu dönsk stjórnvöld að allir minkar í Danmörku, um sautján milljónir talsins, skyldu aflífaðir. 15. nóvember 2020 21:23 Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04 Mette baðst afsökunar á ólöglegri fyrirskipun Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í dag afsökunar og sagði að danska dýra- og matvælaeftirlitið hefði gert mistök með því að krefjast þess að allir minkar landsins verði drepnir. 10. nóvember 2020 15:13 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira
Ríkisstjórn Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur tekist að ná meirihluta á þingi um það að lóga öllum þeim 14 milljónum minka sem eru í landinu. Tilkynningin kemur á sama tíma og greint er frá því að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunni hafi fundist á nokkrum minkabúum til viðbótar í landinu. Danskir fjölmiðlar segja Jafnaðarmannaflokk Frederiksens hafa náð samkomulag við samstarfsflokkana Enhedslisten, SF, De Radikale og Alternativet um aðgerðina. Mogen Jensen, matvælaráðherra Danmerkur, kveðst mjög ánægður með að samkomulagið sé í höfn og að vonandi verði hægt að einhverja sátt um þann stórfellda niðurskurð sem þarf að ráðast í. „Þetta hefur verið óreiðukennt ferli, ég er fyrstur til að viðurkenna það,“ segir ráðherrann í samtali við DR. Samkomulagið felur meðal annars í sér að ræktendur fái 30 danskar krónur á hvern mink sem er aflífaður. Þá verður óheimilt að rækta minka í landinu til ársloka 2021. Fyrr í haust var greint frá því að stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar hafi fundist á fjölda minkabúa í Danmörku og hafði veiran borist í fólk. 4. nóvember síðastliðinn greindi Frederiksen frá því að ákveðið hafi verið að lóga öllum minkum í landinu. Ákvörðunin sætti hins vegar mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að ríkisstjórnin hafði ekki lagaheimild til að grípa til þessa ráðs og hafa spjótin beinst sérstaklega að matvælaráðherranum Jensen. Þingmenn munu nú greiða atkvæði um lagafrumvarpið en eins og áður sagði hefur samkomulag náðst og er fastlega gert ráð fyrir að meirihluti þingmanna muni greiða atkvæði með.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Tengdar fréttir Átta milljónir minka á skilgreindum áhættusvæðum þegar verið aflífaðir Stökkbreytt afbrigði kórónuveiru kom upp á minkabúum á Jótlandi fyrr í þessum mánuði og ákváðu dönsk stjórnvöld að allir minkar í Danmörku, um sautján milljónir talsins, skyldu aflífaðir. 15. nóvember 2020 21:23 Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04 Mette baðst afsökunar á ólöglegri fyrirskipun Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í dag afsökunar og sagði að danska dýra- og matvælaeftirlitið hefði gert mistök með því að krefjast þess að allir minkar landsins verði drepnir. 10. nóvember 2020 15:13 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Sjá meira
Átta milljónir minka á skilgreindum áhættusvæðum þegar verið aflífaðir Stökkbreytt afbrigði kórónuveiru kom upp á minkabúum á Jótlandi fyrr í þessum mánuði og ákváðu dönsk stjórnvöld að allir minkar í Danmörku, um sautján milljónir talsins, skyldu aflífaðir. 15. nóvember 2020 21:23
Danskir minkabændur ósáttir Danmerkurstjórn fékk upplýsingar um að hún mætti ekki fyrirskipa að allir minkar í landinu yrðu drepnir meira en viku áður en Mette Frederiksen forsætisráðherra tilkynnti um fyrirskipun þess efnis. 11. nóvember 2020 17:04
Mette baðst afsökunar á ólöglegri fyrirskipun Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst í dag afsökunar og sagði að danska dýra- og matvælaeftirlitið hefði gert mistök með því að krefjast þess að allir minkar landsins verði drepnir. 10. nóvember 2020 15:13