Sögufrægur útvarpssjónauki sagður að hruni kominn Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2020 23:00 Arecibo útvarpssjónaukinn í Púertó ríki er farinn að láta á sjá. Vírarnir sem halda honum uppi eru þar að auki orðnir svo gamlir að sjónaukinn gæti mögulega hrunið. AP/Danica Coto Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi er mögulega að hruni kominn. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum uppi losnaði í sumar. Þegar hefja átti viðgerðir á honum gaf annar og mikilvægari vír sig. Það var þann 6. nóvember. Verkfræðingar segja víra útvarpssjónaukans mögulega úr sér gengna og er óttast að fleiri muni slitna og að sjónaukinn hrynji. Þeir sem hafa skoðað sjónaukann hafa notast við dróna og myndavélar því ekki er talið öruggt að nálgast hann vegna þess ástands sem hann er í. Sjónaukinn er einn sá stærsti í heimi og er staðsettur í frumskógi Púertó Ríkói. Hann hefur verið í notkun frá 1963 og hefur sést í kvikmyndum eins og GoldenEye og Contact. Útvarpssjónaukinn er meðal annars notaður til þess að senda útvarpsbylgjur út í geiminn og leita að smástirnum sem gætu stefnt á jörðina. Eftir að vírinn losnaði í sumar skoðuðu verkfræðingar sjónaukann og sögðu að hinir vírarnir ættu að ráða við þyngdina en útvarpssjónaukinn er um 900 tonn að þyngd. Í yfirlýsingu á vef Háskóla í Flórída sem rekur sjónaukann, UCF, segir að líklega hafi seinni vírinn skemmst yfir tíma og tekið á sig auka þyngd síðan í sumar. Burðargeta víranna hafi í raun minnkað. Hér má skemmdir sem urðu þegar einn vír losnaði í ágúst. Hann myndaði um 30 metra breitt gap í disk útvarpssjónaukans.AP/Arecibo Observatory Þeir sérfræðingar sem hafa verið fengnir til að skoða sjónaukann segja ekki hægt að tryggja að hann sé öruggur að svo stöddu. Allir þeir vírar sem séu eftir haldi nú meiri þyngd en áður og þar af leiðandi séu líkurnar á því að fleiri slitni meiri. Gerist það segja verkfræðingar líklegt að allur sjónaukinn hrynji. Í frétt Space.com segir að til hafi staðið að hefja viðgerðir á vírnum sem losnaði í sumar þegar sá seinni gaf sig í byrjun mánaðarins. Árið 2014 gaf vír sig í öflugum jarðskjálfta sem olli einnig öðrum skemmdum á útvarpssjónaukanum. Einnig átti eftir að laga hann. Hann skemmdist svo einnig árið 2017 þegar fellibylurinn María fór yfir Púertó Ríkó. Sjónaukinn er í eigu National Science Foundation og virðist sem að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvað eigi að gera varðandi það ástand sem hefur myndast. Nokkrir möguleikar eru sagðir í boði og stendur til að taka ákvörðun á næstu dögum. Hér má sjá sjónavarpsfrétt CBS frá því í sumar eftir að fyrri vírinn gaf sig. Púertó Ríkó Bandaríkin Geimurinn Vísindi Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Arecibo-útvarpssjónaukinn sögufrægi er mögulega að hruni kominn. Einn af vírunum sem heldur sjónaukanum uppi losnaði í sumar. Þegar hefja átti viðgerðir á honum gaf annar og mikilvægari vír sig. Það var þann 6. nóvember. Verkfræðingar segja víra útvarpssjónaukans mögulega úr sér gengna og er óttast að fleiri muni slitna og að sjónaukinn hrynji. Þeir sem hafa skoðað sjónaukann hafa notast við dróna og myndavélar því ekki er talið öruggt að nálgast hann vegna þess ástands sem hann er í. Sjónaukinn er einn sá stærsti í heimi og er staðsettur í frumskógi Púertó Ríkói. Hann hefur verið í notkun frá 1963 og hefur sést í kvikmyndum eins og GoldenEye og Contact. Útvarpssjónaukinn er meðal annars notaður til þess að senda útvarpsbylgjur út í geiminn og leita að smástirnum sem gætu stefnt á jörðina. Eftir að vírinn losnaði í sumar skoðuðu verkfræðingar sjónaukann og sögðu að hinir vírarnir ættu að ráða við þyngdina en útvarpssjónaukinn er um 900 tonn að þyngd. Í yfirlýsingu á vef Háskóla í Flórída sem rekur sjónaukann, UCF, segir að líklega hafi seinni vírinn skemmst yfir tíma og tekið á sig auka þyngd síðan í sumar. Burðargeta víranna hafi í raun minnkað. Hér má skemmdir sem urðu þegar einn vír losnaði í ágúst. Hann myndaði um 30 metra breitt gap í disk útvarpssjónaukans.AP/Arecibo Observatory Þeir sérfræðingar sem hafa verið fengnir til að skoða sjónaukann segja ekki hægt að tryggja að hann sé öruggur að svo stöddu. Allir þeir vírar sem séu eftir haldi nú meiri þyngd en áður og þar af leiðandi séu líkurnar á því að fleiri slitni meiri. Gerist það segja verkfræðingar líklegt að allur sjónaukinn hrynji. Í frétt Space.com segir að til hafi staðið að hefja viðgerðir á vírnum sem losnaði í sumar þegar sá seinni gaf sig í byrjun mánaðarins. Árið 2014 gaf vír sig í öflugum jarðskjálfta sem olli einnig öðrum skemmdum á útvarpssjónaukanum. Einnig átti eftir að laga hann. Hann skemmdist svo einnig árið 2017 þegar fellibylurinn María fór yfir Púertó Ríkó. Sjónaukinn er í eigu National Science Foundation og virðist sem að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvað eigi að gera varðandi það ástand sem hefur myndast. Nokkrir möguleikar eru sagðir í boði og stendur til að taka ákvörðun á næstu dögum. Hér má sjá sjónavarpsfrétt CBS frá því í sumar eftir að fyrri vírinn gaf sig.
Púertó Ríkó Bandaríkin Geimurinn Vísindi Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira