Endurtalning atkvæða í Georgíu staðfesti sigur Bidens Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 06:32 Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna. Getty/Joe Raedle Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í Georgíu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Þetta var staðfest eftir að endurtalningu atkvæða lauk í nótt. Biden hafði betur gegn sitjandi forseta, Donald Trump, en afar mjótt var á munum; aðeins 12.284 atkvæði skilja frambjóðendurna að í ríkinu. Endurtalningin leiddi jafnframt í ljós að engin brögð voru í tafli, ekkert kosningasvindl, eins og Trump hefur haldið fram. Sigur Bidens í Georgíu er sögulegur en hann er fyrsti frambjóðandi Demókrata síðan 1992 til að þess að vinna í ríkinu. Að því er fram kemur í frétt BBC hefur Biden nú fengið 5,9 milljón atkvæðum meira en Trump á landsvísu. Þá er hann með 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trumps en til þess að tryggja sér forsetaembættið þarf að ná 270 kjörmönnum. Framboð Trumps fór fram á endurtalninguna þar sem svo mjótt var á munum og féllust yfirvöld í Georgíu strax á það. Endurtalningin var umfangsmikil þar sem öll atkvæði voru handtalin. Brad Raffensberger, innanríkisráðherra Georgíu og Repúblikani, hafði áður sagt að hann teldi ólíklegt að endurtalningin myndi breyta úrslitunum. „Þessi fyrsta og þar með sögulega endurtalning í ríkinu staðfestir að nýtt og öruggt pappírsatkvæðakerfi ríkisins taldi atkvæði rétt og sýndi réttar niðurstöður,“ sagði Raffensberger í nótt þegar niðurstöður endurtalningarinnar lágu fyrir. Jenna Ellis, aðallögfræðingur kosningateymis Trumps, sagði að endurtalning hefði farið nákvæmlega eins og þau bjuggust við. Fullyrti hún, án þess að færa fyrir því nokkrar sannanir, að ólögleg atkvæði hefðu verið endurtalin. Þá hefur Trump ekki enn viðurkennt ósigur. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, fór með sigur af hólmi í Georgíu í forsetakosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Þetta var staðfest eftir að endurtalningu atkvæða lauk í nótt. Biden hafði betur gegn sitjandi forseta, Donald Trump, en afar mjótt var á munum; aðeins 12.284 atkvæði skilja frambjóðendurna að í ríkinu. Endurtalningin leiddi jafnframt í ljós að engin brögð voru í tafli, ekkert kosningasvindl, eins og Trump hefur haldið fram. Sigur Bidens í Georgíu er sögulegur en hann er fyrsti frambjóðandi Demókrata síðan 1992 til að þess að vinna í ríkinu. Að því er fram kemur í frétt BBC hefur Biden nú fengið 5,9 milljón atkvæðum meira en Trump á landsvísu. Þá er hann með 306 kjörmenn gegn 232 kjörmönnum Trumps en til þess að tryggja sér forsetaembættið þarf að ná 270 kjörmönnum. Framboð Trumps fór fram á endurtalninguna þar sem svo mjótt var á munum og féllust yfirvöld í Georgíu strax á það. Endurtalningin var umfangsmikil þar sem öll atkvæði voru handtalin. Brad Raffensberger, innanríkisráðherra Georgíu og Repúblikani, hafði áður sagt að hann teldi ólíklegt að endurtalningin myndi breyta úrslitunum. „Þessi fyrsta og þar með sögulega endurtalning í ríkinu staðfestir að nýtt og öruggt pappírsatkvæðakerfi ríkisins taldi atkvæði rétt og sýndi réttar niðurstöður,“ sagði Raffensberger í nótt þegar niðurstöður endurtalningarinnar lágu fyrir. Jenna Ellis, aðallögfræðingur kosningateymis Trumps, sagði að endurtalning hefði farið nákvæmlega eins og þau bjuggust við. Fullyrti hún, án þess að færa fyrir því nokkrar sannanir, að ólögleg atkvæði hefðu verið endurtalin. Þá hefur Trump ekki enn viðurkennt ósigur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Donald Trump Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira