Bráðabirgðafríverslunarsamningur við Bretland í höfn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 17:39 Bretland mun segja skilið við innri markað Evrópu um áramótin en með nýjum bráðabirgðafríverslunarsamningi milli Bretlands, Íslands og Noregs munu viðskipti milli ríkjanna halda smurt áfram þar til fríverslunarsamningur er í höfn. EPA-EFE/ANDY RAIN Ísland, Noregur og Bretland hafa komist að samkomulagi að bráðabirgðafríverslunarsamningi, sem mun taka gildi 1. janúar næstkomandi þar til fríverslunarsamningur milli ríkjanna er í höfn. Samkomulagið komst á 23. október síðastliðinn en hann var áritaður í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu stjórnarráðsins. Bráðabirgðasamningurinn tryggir að viðskipti milli ríkjanna munu halda áfram óheft, þrátt fyrir að Bretland segi skilið við innri markað Evrópu á miðnætti þann 31. desember næstkomandi. Samningurinn tryggir meðal annars að tollar verða ekki hækkaðir á vörum þrátt fyrir að Bretland yfirgefi innri markaðinn. Í dag er Bretland enn aðili að innri markaði Evrópu vegna aðildar Bretlands að Evrópusambandinu. Það mun þó breytast um áramót, þegar Bretland segir formlega skilið við sambandið. Ísland á einnig aðild að innri markaðnum vegna aðildar Íslands að EES samningnum. Fram kemur á heimasíðu norska stjórnarráðsins að bráðabirgðasamningurinn sé byggður á samningi sem Noregur og Bretland samþykktu í apríl 2019 og var hann gerður til þess að fríverslun væri tryggð milli ríkjanna kæmi til þess að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið án útgöngusamnings. Enn á eftir að fara í gegn um formlega ferla áður en samningurinn verður undirritaður af ríkjunum þremur en gert er ráð fyrir því að það verði gert um miðjan desembermánuð. Enn standa yfir viðræður milli Bretlands, Noregs, Íslands og Liechtenstein um nýjan fríverslunarsamning. Fram kemur á heimasíðu norska stjórnarráðsins að þrátt fyrir að samningurinn verði yfirgripsmikill muni hann aldrei koma í stað EES samningsins. Ríkin verði því að búa sig undir það að eiga í annars konar fríverslunarsambandi við Bretland en áður. Bretland Noregur Liechtenstein Evrópusambandið Brexit Utanríkismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Ísland, Noregur og Bretland hafa komist að samkomulagi að bráðabirgðafríverslunarsamningi, sem mun taka gildi 1. janúar næstkomandi þar til fríverslunarsamningur milli ríkjanna er í höfn. Samkomulagið komst á 23. október síðastliðinn en hann var áritaður í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu stjórnarráðsins. Bráðabirgðasamningurinn tryggir að viðskipti milli ríkjanna munu halda áfram óheft, þrátt fyrir að Bretland segi skilið við innri markað Evrópu á miðnætti þann 31. desember næstkomandi. Samningurinn tryggir meðal annars að tollar verða ekki hækkaðir á vörum þrátt fyrir að Bretland yfirgefi innri markaðinn. Í dag er Bretland enn aðili að innri markaði Evrópu vegna aðildar Bretlands að Evrópusambandinu. Það mun þó breytast um áramót, þegar Bretland segir formlega skilið við sambandið. Ísland á einnig aðild að innri markaðnum vegna aðildar Íslands að EES samningnum. Fram kemur á heimasíðu norska stjórnarráðsins að bráðabirgðasamningurinn sé byggður á samningi sem Noregur og Bretland samþykktu í apríl 2019 og var hann gerður til þess að fríverslun væri tryggð milli ríkjanna kæmi til þess að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið án útgöngusamnings. Enn á eftir að fara í gegn um formlega ferla áður en samningurinn verður undirritaður af ríkjunum þremur en gert er ráð fyrir því að það verði gert um miðjan desembermánuð. Enn standa yfir viðræður milli Bretlands, Noregs, Íslands og Liechtenstein um nýjan fríverslunarsamning. Fram kemur á heimasíðu norska stjórnarráðsins að þrátt fyrir að samningurinn verði yfirgripsmikill muni hann aldrei koma í stað EES samningsins. Ríkin verði því að búa sig undir það að eiga í annars konar fríverslunarsambandi við Bretland en áður.
Bretland Noregur Liechtenstein Evrópusambandið Brexit Utanríkismál Skattar og tollar Tengdar fréttir Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02 Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Bretar og ESB deila enn á ný Ríkisstjórn Bretlands ætlar að setja ný lög sem myndu breyta tollakerfi landsins gagnvart Evrópusambandinu. Forsætisráðuneytið þvertekur fyrir að lögin brjóti gegn Brexit-samkomulaginu við ESB. 7. september 2020 18:02
Fríverslunarsamningur við Breta fjarlægur draumur Bretland og Evrópusambandið þurfa að búa sig undir að enginn samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu. 23. júlí 2020 19:00