Segja ráðamenn í New York hafa brotið á trúuðu fólki Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 10:28 Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gærkvöldi að sóttvarnareglur í New York hafi brotið á stjórnarskrárbundnum rétti trúaðra til að koma saman við bænir. AP/Patrick Semansky Meirihluti dómara í Hæstarétti Bandaríkjanna segir að samkomu- og fjöldatakmarkanir á kirkjur og bænahús í New York hafi brotið á stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem tryggi Bandaríkjamönnum trúfrelsi. Óljóst er hvort úrskurðurinn muni í raun hafa einhver áhrif. Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gærkvöldi að sóttvarnareglur í New York hafi brotið á stjórnarskrárbundnum rétti trúaðra til að koma saman við bænir. Yfirvöld í New York settu samkomu- og fjöldatakmarkanir á kirkjur og bænahús á svæðum sem hafa orðið illa úti vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og meirihluta dómara í Hæstarétti segir ráðamenn hafa brotið gegn stjórnarskránni. Þeir þrír dómarar sem skipaðir voru til Hæstaréttar af forseta sem tilheyrði Demókrataflokknum mótfallnir úrskurðinum auk John Roberts, forseta Hæstaréttar, sem skipaður var af Repúblikana. Um breytingu er að ræða frá því í maí þegar Hæstiréttur leyfði yfirvöldum í Kaliforníu og Nevada að takmarka fjölda trúaðra á samkomum í þeim ríkjum. Það sem hefur breyst síðan þá er að Amy Coney Barrett hefur tekið sæti Ruth Bader Ginsburg sem dó í september. Tvö lægri dómstig höfðu áður úrskurðað New York í vil. AP fréttaveitan segir þó óljóst hvort að úrskurðurinn muni í raun hafa mikil áhrif þar sem takmarkanirnar sem málin voru höfðuð vegna eru ekki lengur í gildi. Málsóknirnar voru höfðaðar þann 6. október. Takmarkanirnar beindust gegn kirkjum kaþólíka og strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn og Queens. Fjöldatakmarkanir þar voru miðaðað við tíu í Brooklyn og 25 í Queens. Í úrskurði meirihluta dómaranna segir að þeir séu ekki heilbrigðissérfræðingar og rétt sé að virða sérþekkingu og reynslu slíkra á þessu sviði. Hins vegar sé ljóst að ekki megi kasta stjórnarskránni til hliðar, jafnvel þó faraldur standi nú yfir. Að takmarkanirnar sem um ræðir hefðu farið sérstaklega gegn því trúfrelsi sem stjórnarskráin tryggir. Sérstaklega var nefnt að í þar sem fleiri en tíu hafi verið meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var fleiri leyft að mæta í matvöruverslanir og jafnvel gæludýrabúðir. Þar sem fleiri en 25 var meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var öllum öðrum leyft að taka eigin ákvarðanir um opnanir og fjöldatakmarkanir. „Þannig að, samkvæmt ríkisstjóranum, er mögulega hættulegt að fara í kirkju en það er allt í lagi að fara og kaupa sér aðra vínflösku eða nýtt hjól,“ skrifaði dómarinn Neil Gorsuch í greinargerð sína. Sonia Sotomayor skrifaði að ekki væri hægt að bera trúarsamkomur saman við verslanir og hjólaverkstæði. Þar væri fólk ekki að koma saman innandyra og syngja og tala saman í meira en klukkustund. Hún sagði Hæstaréttardómara vera að leika sér að lífum með því að fara gegn sérfræðingum um það við hvaða aðstæður veiran sem smitað hefur milljónir af Bandaríkjamönnum dreifist mest. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gærkvöldi að sóttvarnareglur í New York hafi brotið á stjórnarskrárbundnum rétti trúaðra til að koma saman við bænir. Yfirvöld í New York settu samkomu- og fjöldatakmarkanir á kirkjur og bænahús á svæðum sem hafa orðið illa úti vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og meirihluta dómara í Hæstarétti segir ráðamenn hafa brotið gegn stjórnarskránni. Þeir þrír dómarar sem skipaðir voru til Hæstaréttar af forseta sem tilheyrði Demókrataflokknum mótfallnir úrskurðinum auk John Roberts, forseta Hæstaréttar, sem skipaður var af Repúblikana. Um breytingu er að ræða frá því í maí þegar Hæstiréttur leyfði yfirvöldum í Kaliforníu og Nevada að takmarka fjölda trúaðra á samkomum í þeim ríkjum. Það sem hefur breyst síðan þá er að Amy Coney Barrett hefur tekið sæti Ruth Bader Ginsburg sem dó í september. Tvö lægri dómstig höfðu áður úrskurðað New York í vil. AP fréttaveitan segir þó óljóst hvort að úrskurðurinn muni í raun hafa mikil áhrif þar sem takmarkanirnar sem málin voru höfðuð vegna eru ekki lengur í gildi. Málsóknirnar voru höfðaðar þann 6. október. Takmarkanirnar beindust gegn kirkjum kaþólíka og strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn og Queens. Fjöldatakmarkanir þar voru miðaðað við tíu í Brooklyn og 25 í Queens. Í úrskurði meirihluta dómaranna segir að þeir séu ekki heilbrigðissérfræðingar og rétt sé að virða sérþekkingu og reynslu slíkra á þessu sviði. Hins vegar sé ljóst að ekki megi kasta stjórnarskránni til hliðar, jafnvel þó faraldur standi nú yfir. Að takmarkanirnar sem um ræðir hefðu farið sérstaklega gegn því trúfrelsi sem stjórnarskráin tryggir. Sérstaklega var nefnt að í þar sem fleiri en tíu hafi verið meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var fleiri leyft að mæta í matvöruverslanir og jafnvel gæludýrabúðir. Þar sem fleiri en 25 var meinað að koma saman í kirkjum og bænahúsum var öllum öðrum leyft að taka eigin ákvarðanir um opnanir og fjöldatakmarkanir. „Þannig að, samkvæmt ríkisstjóranum, er mögulega hættulegt að fara í kirkju en það er allt í lagi að fara og kaupa sér aðra vínflösku eða nýtt hjól,“ skrifaði dómarinn Neil Gorsuch í greinargerð sína. Sonia Sotomayor skrifaði að ekki væri hægt að bera trúarsamkomur saman við verslanir og hjólaverkstæði. Þar væri fólk ekki að koma saman innandyra og syngja og tala saman í meira en klukkustund. Hún sagði Hæstaréttardómara vera að leika sér að lífum með því að fara gegn sérfræðingum um það við hvaða aðstæður veiran sem smitað hefur milljónir af Bandaríkjamönnum dreifist mest.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira