Kórónuveiran varpaði ljósi á muninn milli Biden og Sanders Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 10:08 Biden er í mun betri stöðu en Sanders og þykir hann nánast búinn að tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins. AP/Evan Vucci Þeir Joe Biden og Bernie Sanders héldu í nótt fyrstu kappræðurnar í forvali Demókrataflokksins þar sem einungis tveir frambjóðendur tóku þátt. Þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu frá síðustu kappræðum hefur staðan breyst til muna síðan þá. Biden er nú með nokkuð forskot á Sanders í forvalinu og þykist nánast öruggt að hann muni hljóta tilnefninguna. Það var því til mikils að vinna hjá Sanders í nótt og gerði hann ítrekaðar tilraunir til að aðgreina sig frá Biden og gagnrýna varaforsetann fyrrverandi fyrir störf hans í gegnum tíðina en hann var áður öldungadeildarþingmaður. Kappræðurnar byrjuðu á því að dágóðum tíma var varið í umræðu um kórónuveiruna og varpaði sú umræða ljósi á mismunandi sjónarhorn frambjóðendanna. Biden, sem studdi björgun fjármálafyrirtækja árið 2008, sagði mögulegt að slíkra aðgerða væri þörf á nýjan leik vegna heimsfaraldursins. Sanders, sem var andsnúinn björgun fjármálafyrirtækja í hruninu og er mikill gagnrýnandi fjármálafyrirtækja, lagði til að leggja skatt á auðjöfra í staðinn. watch on YouTube Báðir voru þeir þó sammála um að Donald Trump, núverandi forseti, hefði staðið sig illa varðandi kórónuveirunar. „Það fyrsta sem við þurfum að gera, er að þagga í þessum forseta,“ sagði Sanders. Hann sagði Trump grafa undan vísindamönnum og sérfræðingum sem væru að reyna að hjálpa fólki. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir slíkt á undanförnum dögum. Að öðru leyti var Trump lítið nefndur í kappræðunum. Sanders sneri umræðunni um kórónuveiruna fljótlega í umræðu um heilbrigðiskerfi og sagði Bandaríkin þurfa á breytingum að halda. Hann sagðist muna berjast fyrir því að allir Bandaríkjamenn fengju aðgang að heilbrigðiskerfinu. Biden sagði þó að slíkt myndi ekki breyta stöðunni. Benti hann á að Ítalía væri með slíkt heilbrigðiskerfi og það hefði ekki hjálpað þeim. watch on YouTube Sanders kom nokkrum góðum skotum á Biden þegar hann gagnrýndi hann fyrir ýmis atkvæði hans á undanförnum áratugum. Eins og það að Biden hafi greitt atkvæði með innrásinni í Írak 2003 og ýmislegt annað. Þá sagðist Biden ætla að velja konu sem varaforsetaefni og Sanders sagðist líklega ætla að gera það einnig. Sjá einnig: Biden vill konu sem varaforsetaefni Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. Hann hafi í raun ekki komið jafn vel út úr kappræðum í langan tíma en það hafi að miklu leiti verið vegna þess að væntingarnar hafi ekki verið mjög háar. Skoðanakannanir sýna að Biden er með nokkurt forskot í næstu ríkjum þar sem forvalið fer fram. Á morgun greiða Demókratar í fjórum ríkjum atkvæði í forvalinu. Arizona, Flórída, Illinois og Ohio. Biden er með afgerandi forskot í öllum ríkjunum, miðað við skoðanakannanir og þá sérstaklega í Flórída, þar sem flestir landsfundarfulltrúar eru í boði. Samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight mælist Biden með 65,2 prósenta fylgi í Flórída og Sanders með 24 prósent. Tulsi Gabbard, sem er enn í framboði, einhverra hluta vegna, mælist með 1,1 prósent. Það eru því allar líkur á því að forskot Biden muni aukast á morgun og varpa frekari skugga á framtíð framboðs Sanders. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Þeir Joe Biden og Bernie Sanders héldu í nótt fyrstu kappræðurnar í forvali Demókrataflokksins þar sem einungis tveir frambjóðendur tóku þátt. Þrátt fyrir að einungis þrjár vikur séu frá síðustu kappræðum hefur staðan breyst til muna síðan þá. Biden er nú með nokkuð forskot á Sanders í forvalinu og þykist nánast öruggt að hann muni hljóta tilnefninguna. Það var því til mikils að vinna hjá Sanders í nótt og gerði hann ítrekaðar tilraunir til að aðgreina sig frá Biden og gagnrýna varaforsetann fyrrverandi fyrir störf hans í gegnum tíðina en hann var áður öldungadeildarþingmaður. Kappræðurnar byrjuðu á því að dágóðum tíma var varið í umræðu um kórónuveiruna og varpaði sú umræða ljósi á mismunandi sjónarhorn frambjóðendanna. Biden, sem studdi björgun fjármálafyrirtækja árið 2008, sagði mögulegt að slíkra aðgerða væri þörf á nýjan leik vegna heimsfaraldursins. Sanders, sem var andsnúinn björgun fjármálafyrirtækja í hruninu og er mikill gagnrýnandi fjármálafyrirtækja, lagði til að leggja skatt á auðjöfra í staðinn. watch on YouTube Báðir voru þeir þó sammála um að Donald Trump, núverandi forseti, hefði staðið sig illa varðandi kórónuveirunar. „Það fyrsta sem við þurfum að gera, er að þagga í þessum forseta,“ sagði Sanders. Hann sagði Trump grafa undan vísindamönnum og sérfræðingum sem væru að reyna að hjálpa fólki. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir slíkt á undanförnum dögum. Að öðru leyti var Trump lítið nefndur í kappræðunum. Sanders sneri umræðunni um kórónuveiruna fljótlega í umræðu um heilbrigðiskerfi og sagði Bandaríkin þurfa á breytingum að halda. Hann sagðist muna berjast fyrir því að allir Bandaríkjamenn fengju aðgang að heilbrigðiskerfinu. Biden sagði þó að slíkt myndi ekki breyta stöðunni. Benti hann á að Ítalía væri með slíkt heilbrigðiskerfi og það hefði ekki hjálpað þeim. watch on YouTube Sanders kom nokkrum góðum skotum á Biden þegar hann gagnrýndi hann fyrir ýmis atkvæði hans á undanförnum áratugum. Eins og það að Biden hafi greitt atkvæði með innrásinni í Írak 2003 og ýmislegt annað. Þá sagðist Biden ætla að velja konu sem varaforsetaefni og Sanders sagðist líklega ætla að gera það einnig. Sjá einnig: Biden vill konu sem varaforsetaefni Greinendur og sérfræðingar eru heilt yfir þeirrar skoðunar að Biden hafi komið betur út úr kappræðunum en Sanders. Hann hafi í raun ekki komið jafn vel út úr kappræðum í langan tíma en það hafi að miklu leiti verið vegna þess að væntingarnar hafi ekki verið mjög háar. Skoðanakannanir sýna að Biden er með nokkurt forskot í næstu ríkjum þar sem forvalið fer fram. Á morgun greiða Demókratar í fjórum ríkjum atkvæði í forvalinu. Arizona, Flórída, Illinois og Ohio. Biden er með afgerandi forskot í öllum ríkjunum, miðað við skoðanakannanir og þá sérstaklega í Flórída, þar sem flestir landsfundarfulltrúar eru í boði. Samkvæmt tölfræðimiðlinum FiveThirtyEight mælist Biden með 65,2 prósenta fylgi í Flórída og Sanders með 24 prósent. Tulsi Gabbard, sem er enn í framboði, einhverra hluta vegna, mælist með 1,1 prósent. Það eru því allar líkur á því að forskot Biden muni aukast á morgun og varpa frekari skugga á framtíð framboðs Sanders.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira