Fimm þúsund ára egypskur munur fannst í vindlakassa í Skotlandi Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2020 14:13 Talið er að munurinn hafi verið notaður við byggingu Píramídans mikla í Gísa. Háskólinn í Aberdeen Um fimm þúsund ára gamall fornmunur sem upphaflega fannst í Dronningarsal Píramídans mikla í Gísa hefur komið í leitirnar í vindlakassa í skosku borginni Aberdeen. Vonast er til að hægt verði að varpa nýju ljósi á byggingu píramídans. BBC segir frá því að munurinn sé talinn vera frá tímabilinu milli 3341 til 3094 fyrir Krist. Hann fannst fyrir tilviljun þegar starfsmaður Háskólans í Aberdeen var að fara í gegnum geymslur háskólans. Munurinn er úr tré og er nú í nokkrum hlutum, og talinn hafa verið notaður við byggingu Píramídans. Er fundurinn sagður vera „mjög þýðingarmikill“. Munurinn fannst í gömlum vindlakassa.Háskólinn við Aberdeen Munurinn fannst í vindlakassa með áletruðum egypskum fána þegar verið var að fara yfir asíska safnmuni háskólans. „Þegar ég skoðaði svo gögn úr egypska hluta safnsins þá gerði ég mér grein fyrir því um leið að munurinn hafi verið fyrir allra augum en á röngum stað,“ segir Abeer Eladany, starfmaður háskólans. „Ég er fornleifafræðingur að mennt og hef unnið við uppgröft í Egyptalandi, en mér datt ekki í hug að það yrði hér í norðausturhluta Skotlands sem ég myndi finna eitthvað svo mikilvægt er varðar arfleifð heimalands míns.“ Munurinn er um þrettán sentimetra, og úr sedrusvið og var í hópi þriggja muna sem fundust í Drottningarsal Píramídans mikla árið 1872 af verkfræðingnum Waynman Dixon. Hinir tveir munirnir - bolti og krókur - eru í vöslu British Museum í London. When University of Aberdeen museum staff uncovered a small decorated cigar box hidden in their collection, little did they know that the missing piece of a 5,000 year old puzzle lay inside... https://t.co/lc6Vz15RjM pic.twitter.com/q8x7JF9GlG— University of Aberdeen (@aberdeenuni) December 16, 2020 Fornminjar Skotland Bretland Egyptaland Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
BBC segir frá því að munurinn sé talinn vera frá tímabilinu milli 3341 til 3094 fyrir Krist. Hann fannst fyrir tilviljun þegar starfsmaður Háskólans í Aberdeen var að fara í gegnum geymslur háskólans. Munurinn er úr tré og er nú í nokkrum hlutum, og talinn hafa verið notaður við byggingu Píramídans. Er fundurinn sagður vera „mjög þýðingarmikill“. Munurinn fannst í gömlum vindlakassa.Háskólinn við Aberdeen Munurinn fannst í vindlakassa með áletruðum egypskum fána þegar verið var að fara yfir asíska safnmuni háskólans. „Þegar ég skoðaði svo gögn úr egypska hluta safnsins þá gerði ég mér grein fyrir því um leið að munurinn hafi verið fyrir allra augum en á röngum stað,“ segir Abeer Eladany, starfmaður háskólans. „Ég er fornleifafræðingur að mennt og hef unnið við uppgröft í Egyptalandi, en mér datt ekki í hug að það yrði hér í norðausturhluta Skotlands sem ég myndi finna eitthvað svo mikilvægt er varðar arfleifð heimalands míns.“ Munurinn er um þrettán sentimetra, og úr sedrusvið og var í hópi þriggja muna sem fundust í Drottningarsal Píramídans mikla árið 1872 af verkfræðingnum Waynman Dixon. Hinir tveir munirnir - bolti og krókur - eru í vöslu British Museum í London. When University of Aberdeen museum staff uncovered a small decorated cigar box hidden in their collection, little did they know that the missing piece of a 5,000 year old puzzle lay inside... https://t.co/lc6Vz15RjM pic.twitter.com/q8x7JF9GlG— University of Aberdeen (@aberdeenuni) December 16, 2020
Fornminjar Skotland Bretland Egyptaland Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira