Framboð Trumps reynir að fá úrslitunum snúið hjá Hæstarétti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2020 23:00 Rudy Giuliani og Donald Trump hafa báðir haldið því ítrekað fram að víðtæk kosningasvik hafi átt sér stað, án þess að færa fram nokkrar sannanir. Drew Angerer/Getty Fulltrúar á vegum Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafa lagt beiðni fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna til þess að reyna að fá úrslitum forsetakosninganna í nóvember snúið. Reuters greinir frá þessu og vísar í yfirlýsingu frá framboði Trumps. Þar segir Rudy Giuliani, lögmaður Trumps og fyrrverandi borgarstjóri New York, að framboðið hefði sent réttinum beiðni um að þremur úrskurðum dómstóls í Pennsylvaníu, sem sneru að gildi póstatkvæða í ríkinu, yrði snúið við. „Beiðni framboðsins snýr að því að fá snúið þremur ákvörðunum sem gerðu lítið úr vernd löggjafans í Pennsylvaníu fyrir svindli með póstatkvæðum,“ segir Giuliani meðal annars í yfirlýsingunni. Giuliani sagði þá að með beiðninni leitaði framboðið allra mögulegra leiða til þess að fá úrslitum í ríkinu snúið. Ein þeirra væri að láta löggjafarþing ríkisins, sem stjórnað er af Repúblikanaflokknum, að veita Trump þau 20 kjörmannaatkvæði sem féllu í skaut Joes Biden, mótframbjóðanda forsetans, þegar hann vann ríkið með meira en 80.000 atkvæðum. Joe Biden hafði betur í forsetakosningunum í nóvember.Joshua Roberts/Getty Hæstiréttur áður hafnað því að snúa úrslitunum Reuters hefur eftir Joshua Douglas, prófessor í kosningalögum við háskólann í Kentucky, að útspil framboðs forsetans sé lítilvægt. Telur hann að það muni ekki koma í veg fyrir að Biden verði sá sem sver embættiseið forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. „Hæstiréttur mun slökkva í þessu með hraði,“ segir Douglas. Fyrir rúmri viku hafnaði rétturinn kröfu Texas-ríkis um ógildingu úrslita í Georgíu, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin. Biden vann sigur í öllum ríkjunum. Hæstiréttur vísaði beiðninni frá á þeim forsendum að Texas hefði ekki aðild að málinu, þar sem ekki þótti sýnt fram á lögvarða hagsmuni ríkisins af því að fá niðurstöðu um framkvæmd kosninga í öðrum ríkjum. Skömmu áður hafði Hæstiréttur hafnað beiðni sem fram kom í málsókn Mikes Kelly, þingmanns Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna, um að póstatkvæði í Pennsylvaníu yrðu ekki talin. Fleiri viðurkenna sigur Bidens Þann 14. desember síðastliðinn komu kjörmenn hvers ríkis saman og greiddu þeim forsetaframbjóðanda sem vann í ríki þeirra atkvæði sín. Alls tryggði Biden sér 306 kjörmannaatkvæði í kosningunum í upphafi nóvember, en Trump 232. Minnst 270 kjörmannaatkvæði þarf til að tryggja sigur í forsetakosningunum. Æ fleiri valdamiklir Repúblikanar hafa í kjölfarið viðurkennt sigur Bidens í kosningunum. Ber þar hæst að nefna Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings. Frá því að sigur Bidens var ljós hafði hann ekki viljað viðurkenna úrslitin, en Trump forseti hefur ítrekað haldið því fram að brögð hafi verið í tafli og þess vegna hafi hann tapað kosningunum. Forsetinn hefur þó ekki komið fram með neinar sannanir fyrir staðhæfingum sínum um víðtækt kosningasvindl. Þá hafa lögfræðingar hans heldur ekki getað sannfært dómstóla um að svik og prettir hafi ráðið úrslitum í kosningunum. Þann 6. janúar næskomandi mun Bandaríkjaþing fara yfir og telja kjörmannaatkvæðin, áður en það staðfestir endanlega úrslit kosninganna. Embættistaka Bidens mun þá fara fram þann 20. janúar 2021. Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36 Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41 Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Reuters greinir frá þessu og vísar í yfirlýsingu frá framboði Trumps. Þar segir Rudy Giuliani, lögmaður Trumps og fyrrverandi borgarstjóri New York, að framboðið hefði sent réttinum beiðni um að þremur úrskurðum dómstóls í Pennsylvaníu, sem sneru að gildi póstatkvæða í ríkinu, yrði snúið við. „Beiðni framboðsins snýr að því að fá snúið þremur ákvörðunum sem gerðu lítið úr vernd löggjafans í Pennsylvaníu fyrir svindli með póstatkvæðum,“ segir Giuliani meðal annars í yfirlýsingunni. Giuliani sagði þá að með beiðninni leitaði framboðið allra mögulegra leiða til þess að fá úrslitum í ríkinu snúið. Ein þeirra væri að láta löggjafarþing ríkisins, sem stjórnað er af Repúblikanaflokknum, að veita Trump þau 20 kjörmannaatkvæði sem féllu í skaut Joes Biden, mótframbjóðanda forsetans, þegar hann vann ríkið með meira en 80.000 atkvæðum. Joe Biden hafði betur í forsetakosningunum í nóvember.Joshua Roberts/Getty Hæstiréttur áður hafnað því að snúa úrslitunum Reuters hefur eftir Joshua Douglas, prófessor í kosningalögum við háskólann í Kentucky, að útspil framboðs forsetans sé lítilvægt. Telur hann að það muni ekki koma í veg fyrir að Biden verði sá sem sver embættiseið forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. „Hæstiréttur mun slökkva í þessu með hraði,“ segir Douglas. Fyrir rúmri viku hafnaði rétturinn kröfu Texas-ríkis um ógildingu úrslita í Georgíu, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin. Biden vann sigur í öllum ríkjunum. Hæstiréttur vísaði beiðninni frá á þeim forsendum að Texas hefði ekki aðild að málinu, þar sem ekki þótti sýnt fram á lögvarða hagsmuni ríkisins af því að fá niðurstöðu um framkvæmd kosninga í öðrum ríkjum. Skömmu áður hafði Hæstiréttur hafnað beiðni sem fram kom í málsókn Mikes Kelly, þingmanns Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjanna, um að póstatkvæði í Pennsylvaníu yrðu ekki talin. Fleiri viðurkenna sigur Bidens Þann 14. desember síðastliðinn komu kjörmenn hvers ríkis saman og greiddu þeim forsetaframbjóðanda sem vann í ríki þeirra atkvæði sín. Alls tryggði Biden sér 306 kjörmannaatkvæði í kosningunum í upphafi nóvember, en Trump 232. Minnst 270 kjörmannaatkvæði þarf til að tryggja sigur í forsetakosningunum. Æ fleiri valdamiklir Repúblikanar hafa í kjölfarið viðurkennt sigur Bidens í kosningunum. Ber þar hæst að nefna Mitch McConnell, leiðtoga meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings. Frá því að sigur Bidens var ljós hafði hann ekki viljað viðurkenna úrslitin, en Trump forseti hefur ítrekað haldið því fram að brögð hafi verið í tafli og þess vegna hafi hann tapað kosningunum. Forsetinn hefur þó ekki komið fram með neinar sannanir fyrir staðhæfingum sínum um víðtækt kosningasvindl. Þá hafa lögfræðingar hans heldur ekki getað sannfært dómstóla um að svik og prettir hafi ráðið úrslitum í kosningunum. Þann 6. janúar næskomandi mun Bandaríkjaþing fara yfir og telja kjörmannaatkvæðin, áður en það staðfestir endanlega úrslit kosninganna. Embættistaka Bidens mun þá fara fram þann 20. janúar 2021.
Joe Biden Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36 Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41 Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47 Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
McConnell játar ósigur og óskar Biden til hamingju Möguleikar Donald Trump Bandaríkjaforseta á því að halda Hvíta húsinu þrátt fyrir öruggan sigur Joe Biden í forsetakosningunum eru nú litlir sem engir, eftir að Mitch McConnell, forseti öldungadeildar þingsins, gekkst við tapinu í gær. 16. desember 2020 07:36
Ávarp Biden: Svo öfgafull afstaða að annað eins hefur ekki sést Tilraunir manna til að fá niðurstöðum forsetakosninganna í Bandaríkjunum snúið endurspegluðu svo öfgafulla afstöðu að annað eins hefur ekki sést. Þetta sagði Joe Biden í gær eftir að kjörmenn höfðu formlega útnefnt hann sigurvegara kosninganna. 15. desember 2020 10:41
Pútín óskar Biden loks til hamingju með sigurinn Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur nú óskað Joe Biden til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum sem fram fóru í byrjun nóvember. 15. desember 2020 07:47
Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Kjörmenn í þeim sex ríkjum Bandaríkjanna sem Donald Trump, forseti, hefur reynt að snúa við niðurstöðum kosninganna í síðasta mánuði hafa veitt Joe Biden atkvæði þeirra. Þar með er í raun búið að tryggja sigur Bidens í kosningunum. 14. desember 2020 21:00