Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2020 16:30 Rudy Giuliani og Sidney Powell voru í framlínunni í lögmannateymi Trump sem leitaðist við að fá úrslitum kosninganna hnekkt. AP/Jacquelyn Martin Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. Washington Post fjallar um málið en Powell mun hafa sagt réttinum að vitnið sé sérfræðingur sem gæti sýnt fram á að erlendir aðilar hafi „hjálpað til við að snúa atkvæðum“ til Joe Biden. Powell hefur sagt að vernda þurfi persónuupplýsingar vitnisins og halda þeim frá almenningi til að vernda „orðspor, starfsferil og persónulegt öryggi,“ vitnisins. Washington Post hefur aftur á móti borið kennsl á vitnið með því að bera saman yfirlýsingu vitnisins og bloggfærslu frá hlaðvarpsstjórnandanum og Trump-stuðningsmanninum, Terpsichore Maras-Lindeman, sem birtist árið 2019. Á köflum voru yfirlýsing vitnisins og bloggfærslan orðrétt sú sama. Maras-Lindeman staðfestir í viðtali að hún hafi skrifað yfirlýsinguna og segir að hún líti á það sem framlag sitt í baráttunni gegn „þjónfaði vinstrimanna“ á úrslitum kosninganna. „Öllum ber skylda til þess,“ er haft eftir Maras-Lindeman í frétt Washington Post. „Þetta er bara ekki sanngjarnt.“ Í máli sem nýlega var rakið fyrir dómstólum í Norður-Dakóta var Maras-Lindeman sökuð um að hafa ranglega haldið því fram að hún væri með gráðu í læknavísindum auk doktorsgráðu og MBA-gráðu. Saksóknarar í málinu segja að hún hafi farið undir fölsku flaggi notast við nokkur dulnefni og kennitölur og hafi skáldað ferilskrár á netinu. Það að Powell hafi treyst á vitnisburð Maras-Lindeman er talið geta vakið frekari spurningar um dómgreind hennar og áreiðanleika röksemdafærslna Powell á þeim tíma sem hún gegndi æ veigameira hlutverki sem ráðgjafi forsetans. Lögræðingateymi Donalds Trump forseta fjarlægði sig frá Powell í síðasta mánuði eftir að hún ranglega sakaði embættismenn úr röðum Repúblikana fyrir að þiggja mútur í skiptum fyrir að hagræða úrslitum kosninganna. Að því er segir í frétt Washington Post hefur Powell engu að síður heimsótt Hvíta húsið í þrígang undanfarna viku, minnst einu sinni til að eiga fund með forsetanum. Maras-Lindeman er 42 ára og gegndi herþjónustu í minna en eitt ár fyrir ríflega tuttugu árum síðan. Hún segist síðar hafa starfað sem verktaki fyrir hið opinbera og sem túlkur í hlutastarfi. Þá hefur hún meðal annars lýst sjálfri sér sem „þjálfuðum sérfræðingi í dulmáli,“ en ýtarlega er fjallað um málið í frétt Washington Post. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira
Washington Post fjallar um málið en Powell mun hafa sagt réttinum að vitnið sé sérfræðingur sem gæti sýnt fram á að erlendir aðilar hafi „hjálpað til við að snúa atkvæðum“ til Joe Biden. Powell hefur sagt að vernda þurfi persónuupplýsingar vitnisins og halda þeim frá almenningi til að vernda „orðspor, starfsferil og persónulegt öryggi,“ vitnisins. Washington Post hefur aftur á móti borið kennsl á vitnið með því að bera saman yfirlýsingu vitnisins og bloggfærslu frá hlaðvarpsstjórnandanum og Trump-stuðningsmanninum, Terpsichore Maras-Lindeman, sem birtist árið 2019. Á köflum voru yfirlýsing vitnisins og bloggfærslan orðrétt sú sama. Maras-Lindeman staðfestir í viðtali að hún hafi skrifað yfirlýsinguna og segir að hún líti á það sem framlag sitt í baráttunni gegn „þjónfaði vinstrimanna“ á úrslitum kosninganna. „Öllum ber skylda til þess,“ er haft eftir Maras-Lindeman í frétt Washington Post. „Þetta er bara ekki sanngjarnt.“ Í máli sem nýlega var rakið fyrir dómstólum í Norður-Dakóta var Maras-Lindeman sökuð um að hafa ranglega haldið því fram að hún væri með gráðu í læknavísindum auk doktorsgráðu og MBA-gráðu. Saksóknarar í málinu segja að hún hafi farið undir fölsku flaggi notast við nokkur dulnefni og kennitölur og hafi skáldað ferilskrár á netinu. Það að Powell hafi treyst á vitnisburð Maras-Lindeman er talið geta vakið frekari spurningar um dómgreind hennar og áreiðanleika röksemdafærslna Powell á þeim tíma sem hún gegndi æ veigameira hlutverki sem ráðgjafi forsetans. Lögræðingateymi Donalds Trump forseta fjarlægði sig frá Powell í síðasta mánuði eftir að hún ranglega sakaði embættismenn úr röðum Repúblikana fyrir að þiggja mútur í skiptum fyrir að hagræða úrslitum kosninganna. Að því er segir í frétt Washington Post hefur Powell engu að síður heimsótt Hvíta húsið í þrígang undanfarna viku, minnst einu sinni til að eiga fund með forsetanum. Maras-Lindeman er 42 ára og gegndi herþjónustu í minna en eitt ár fyrir ríflega tuttugu árum síðan. Hún segist síðar hafa starfað sem verktaki fyrir hið opinbera og sem túlkur í hlutastarfi. Þá hefur hún meðal annars lýst sjálfri sér sem „þjálfuðum sérfræðingi í dulmáli,“ en ýtarlega er fjallað um málið í frétt Washington Post.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Sjá meira