Gömul bloggfærsla kom upp um „leynilegt vitni“ sem reyndist vera stuðningsmaður Trump Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. desember 2020 16:30 Rudy Giuliani og Sidney Powell voru í framlínunni í lögmannateymi Trump sem leitaðist við að fá úrslitum kosninganna hnekkt. AP/Jacquelyn Martin Lögmaðurinn Sidney Powell vitnaði til vitnisburðar „leynilegs vitnis“ þegar hún fór þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að snúa við ósigri Donalds Trump í forsetakosningunum vestanhafs. Vitnið leynilega er sagt vera fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustunni sem búi yfir upplýsingum um erlent samsæri um að grafa undan lýðræði. Nú hefur aftur á móti komið í ljós að ónefnda vitnið reyndist vera hlaðvarpsstjórnandi og stuðningsmaður Trump sem áður hefur komist í kast við lögin fyrir að villa á sér heimildir. Washington Post fjallar um málið en Powell mun hafa sagt réttinum að vitnið sé sérfræðingur sem gæti sýnt fram á að erlendir aðilar hafi „hjálpað til við að snúa atkvæðum“ til Joe Biden. Powell hefur sagt að vernda þurfi persónuupplýsingar vitnisins og halda þeim frá almenningi til að vernda „orðspor, starfsferil og persónulegt öryggi,“ vitnisins. Washington Post hefur aftur á móti borið kennsl á vitnið með því að bera saman yfirlýsingu vitnisins og bloggfærslu frá hlaðvarpsstjórnandanum og Trump-stuðningsmanninum, Terpsichore Maras-Lindeman, sem birtist árið 2019. Á köflum voru yfirlýsing vitnisins og bloggfærslan orðrétt sú sama. Maras-Lindeman staðfestir í viðtali að hún hafi skrifað yfirlýsinguna og segir að hún líti á það sem framlag sitt í baráttunni gegn „þjónfaði vinstrimanna“ á úrslitum kosninganna. „Öllum ber skylda til þess,“ er haft eftir Maras-Lindeman í frétt Washington Post. „Þetta er bara ekki sanngjarnt.“ Í máli sem nýlega var rakið fyrir dómstólum í Norður-Dakóta var Maras-Lindeman sökuð um að hafa ranglega haldið því fram að hún væri með gráðu í læknavísindum auk doktorsgráðu og MBA-gráðu. Saksóknarar í málinu segja að hún hafi farið undir fölsku flaggi notast við nokkur dulnefni og kennitölur og hafi skáldað ferilskrár á netinu. Það að Powell hafi treyst á vitnisburð Maras-Lindeman er talið geta vakið frekari spurningar um dómgreind hennar og áreiðanleika röksemdafærslna Powell á þeim tíma sem hún gegndi æ veigameira hlutverki sem ráðgjafi forsetans. Lögræðingateymi Donalds Trump forseta fjarlægði sig frá Powell í síðasta mánuði eftir að hún ranglega sakaði embættismenn úr röðum Repúblikana fyrir að þiggja mútur í skiptum fyrir að hagræða úrslitum kosninganna. Að því er segir í frétt Washington Post hefur Powell engu að síður heimsótt Hvíta húsið í þrígang undanfarna viku, minnst einu sinni til að eiga fund með forsetanum. Maras-Lindeman er 42 ára og gegndi herþjónustu í minna en eitt ár fyrir ríflega tuttugu árum síðan. Hún segist síðar hafa starfað sem verktaki fyrir hið opinbera og sem túlkur í hlutastarfi. Þá hefur hún meðal annars lýst sjálfri sér sem „þjálfuðum sérfræðingi í dulmáli,“ en ýtarlega er fjallað um málið í frétt Washington Post. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Washington Post fjallar um málið en Powell mun hafa sagt réttinum að vitnið sé sérfræðingur sem gæti sýnt fram á að erlendir aðilar hafi „hjálpað til við að snúa atkvæðum“ til Joe Biden. Powell hefur sagt að vernda þurfi persónuupplýsingar vitnisins og halda þeim frá almenningi til að vernda „orðspor, starfsferil og persónulegt öryggi,“ vitnisins. Washington Post hefur aftur á móti borið kennsl á vitnið með því að bera saman yfirlýsingu vitnisins og bloggfærslu frá hlaðvarpsstjórnandanum og Trump-stuðningsmanninum, Terpsichore Maras-Lindeman, sem birtist árið 2019. Á köflum voru yfirlýsing vitnisins og bloggfærslan orðrétt sú sama. Maras-Lindeman staðfestir í viðtali að hún hafi skrifað yfirlýsinguna og segir að hún líti á það sem framlag sitt í baráttunni gegn „þjónfaði vinstrimanna“ á úrslitum kosninganna. „Öllum ber skylda til þess,“ er haft eftir Maras-Lindeman í frétt Washington Post. „Þetta er bara ekki sanngjarnt.“ Í máli sem nýlega var rakið fyrir dómstólum í Norður-Dakóta var Maras-Lindeman sökuð um að hafa ranglega haldið því fram að hún væri með gráðu í læknavísindum auk doktorsgráðu og MBA-gráðu. Saksóknarar í málinu segja að hún hafi farið undir fölsku flaggi notast við nokkur dulnefni og kennitölur og hafi skáldað ferilskrár á netinu. Það að Powell hafi treyst á vitnisburð Maras-Lindeman er talið geta vakið frekari spurningar um dómgreind hennar og áreiðanleika röksemdafærslna Powell á þeim tíma sem hún gegndi æ veigameira hlutverki sem ráðgjafi forsetans. Lögræðingateymi Donalds Trump forseta fjarlægði sig frá Powell í síðasta mánuði eftir að hún ranglega sakaði embættismenn úr röðum Repúblikana fyrir að þiggja mútur í skiptum fyrir að hagræða úrslitum kosninganna. Að því er segir í frétt Washington Post hefur Powell engu að síður heimsótt Hvíta húsið í þrígang undanfarna viku, minnst einu sinni til að eiga fund með forsetanum. Maras-Lindeman er 42 ára og gegndi herþjónustu í minna en eitt ár fyrir ríflega tuttugu árum síðan. Hún segist síðar hafa starfað sem verktaki fyrir hið opinbera og sem túlkur í hlutastarfi. Þá hefur hún meðal annars lýst sjálfri sér sem „þjálfuðum sérfræðingi í dulmáli,“ en ýtarlega er fjallað um málið í frétt Washington Post.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira