WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2020 22:43 Vísindamenn WHO virðast á einu máli um að litlar líkur séu á því að okkur takist að útrýma SARS-CoV-2. epa/Jagadeesh Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. Þá segja þeir að þrátt fyrir að faraldurinn hafi verið alvarlegur, sé hann ekki endilega „sá stóri“. David Heymann, sem fer fyrir ráðgjafahóp WHO í smitsjúkdómum, segir það „örlög“ SARS-CoV-2 að verða landlæg (e. endemic) þrátt fyrir bólusetningar. Veiran muni halda áfram að stökkbreytast, sérstaklega þar sem mikið er um smit. „Sem betur fer búum við að úrræðum til að bjarga lífum og það í bland við almennt heilbrigði mun gera okkur kleift að læra að lifa með Covid-19,“ sagði Heymann á blaðamannafundi í dag. Ekki trygging fyrir útrýmingu veirunnar Mark Ryan, sem fer fyrir viðbragðshóp WHO, sagði að veiran yrði áfram ógn en hófleg ógn ef nógu margir yrðu bólusettir. Hann sagði að koma þyrfti í ljós hversu margir myndu þiggja bólusetningu, áður en hægt væri að leggja mat á hvort það væri raunhæft að freista þess að útrýma veirunni. „Tilvist bóluefnis, jafnvel bóluefnis sem virkar vel, er ekki trygging fyrir útrýmingu smitsjúkdóms. Það er mjög hátt mark að ætla að ná.“ Covid-19 faraldurinn virðist hafa farið algjörlega úr böndunum í Bretlandi, þar sem stjórnvöld íhuga nú afar íþyngjandi takmarkanir.epa/Andy Rain Ryan sagði tilgang bóluefnis fyrst og fremst að bjarga lífum og vernda viðkvæma en útrýming væri fjarlægur draumur. Þá varaði hann við því að næsti faraldur gæti orðið alvarlegri. „Þessi heimsfaraldur hefur verið alvarlegur ... hann hefur haft áhrif á öllum svæðum þessarar plánetu. En þetta er ekki endilega sá stóri,“ sagði Ryan. SARS-CoV-2 hefði verið vakning. „Við erum læra, núna, hvernig við getum gert betur,“ sagði hann. „Við búum í síflóknara alþjóðasamfélagi. Ef það er eitthvað sem við verðum að læra af þessum faraldri, öllum harmleiknum og missinum, þá er það að taka okkur saman í andlitinu. Við þurfum að heiðra þá sem við höfum misst með því að verða betri í því sem við gerum á hverjum degi.“ Ekki víst að bóluefnin komi í veg fyrir smit Yfirvísindamaður WHO, Soumya Swaminathan, sagði að bólusetning ætti ekki að verða til þess að fólk hætti að huga að persónubundnum sóttvörnum. Bóluefnin myndu koma í veg fyrir einkenni, alvarleg veikindi og dauðsföll en það væri óvíst hvort þau myndu stöðva smit. „Ég tel okkur ekki hafa sönnunargögn þess efnis að neitt bóluefnanna komi í veg fyrir sýkingu og að fólk smiti aðra,“ sagði hún. „Þannig að við verðum að gera ráð fyrir að fólk sem hefur verið bólusett þurfi að gera sömu varúðarráðstafanir.“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, sagði nýju ári fylgja nýjar áskoranir. „Til dæmis ný afbrigði Covid-19 og að aðstoða þá sem eru orðnir þreyttir á faraldrinum að halda áfram að berjast við hann,“ sagði hann. Hann sagðist fagna þeim stórkostlega árangri sem hefði náðst en starfsmenn WHO myndu ekki hvílast fyrr en allir hefðu aðgang að bóluefnunum gegn Covid-19. Guardian sagði frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Þá segja þeir að þrátt fyrir að faraldurinn hafi verið alvarlegur, sé hann ekki endilega „sá stóri“. David Heymann, sem fer fyrir ráðgjafahóp WHO í smitsjúkdómum, segir það „örlög“ SARS-CoV-2 að verða landlæg (e. endemic) þrátt fyrir bólusetningar. Veiran muni halda áfram að stökkbreytast, sérstaklega þar sem mikið er um smit. „Sem betur fer búum við að úrræðum til að bjarga lífum og það í bland við almennt heilbrigði mun gera okkur kleift að læra að lifa með Covid-19,“ sagði Heymann á blaðamannafundi í dag. Ekki trygging fyrir útrýmingu veirunnar Mark Ryan, sem fer fyrir viðbragðshóp WHO, sagði að veiran yrði áfram ógn en hófleg ógn ef nógu margir yrðu bólusettir. Hann sagði að koma þyrfti í ljós hversu margir myndu þiggja bólusetningu, áður en hægt væri að leggja mat á hvort það væri raunhæft að freista þess að útrýma veirunni. „Tilvist bóluefnis, jafnvel bóluefnis sem virkar vel, er ekki trygging fyrir útrýmingu smitsjúkdóms. Það er mjög hátt mark að ætla að ná.“ Covid-19 faraldurinn virðist hafa farið algjörlega úr böndunum í Bretlandi, þar sem stjórnvöld íhuga nú afar íþyngjandi takmarkanir.epa/Andy Rain Ryan sagði tilgang bóluefnis fyrst og fremst að bjarga lífum og vernda viðkvæma en útrýming væri fjarlægur draumur. Þá varaði hann við því að næsti faraldur gæti orðið alvarlegri. „Þessi heimsfaraldur hefur verið alvarlegur ... hann hefur haft áhrif á öllum svæðum þessarar plánetu. En þetta er ekki endilega sá stóri,“ sagði Ryan. SARS-CoV-2 hefði verið vakning. „Við erum læra, núna, hvernig við getum gert betur,“ sagði hann. „Við búum í síflóknara alþjóðasamfélagi. Ef það er eitthvað sem við verðum að læra af þessum faraldri, öllum harmleiknum og missinum, þá er það að taka okkur saman í andlitinu. Við þurfum að heiðra þá sem við höfum misst með því að verða betri í því sem við gerum á hverjum degi.“ Ekki víst að bóluefnin komi í veg fyrir smit Yfirvísindamaður WHO, Soumya Swaminathan, sagði að bólusetning ætti ekki að verða til þess að fólk hætti að huga að persónubundnum sóttvörnum. Bóluefnin myndu koma í veg fyrir einkenni, alvarleg veikindi og dauðsföll en það væri óvíst hvort þau myndu stöðva smit. „Ég tel okkur ekki hafa sönnunargögn þess efnis að neitt bóluefnanna komi í veg fyrir sýkingu og að fólk smiti aðra,“ sagði hún. „Þannig að við verðum að gera ráð fyrir að fólk sem hefur verið bólusett þurfi að gera sömu varúðarráðstafanir.“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, sagði nýju ári fylgja nýjar áskoranir. „Til dæmis ný afbrigði Covid-19 og að aðstoða þá sem eru orðnir þreyttir á faraldrinum að halda áfram að berjast við hann,“ sagði hann. Hann sagðist fagna þeim stórkostlega árangri sem hefði náðst en starfsmenn WHO myndu ekki hvílast fyrr en allir hefðu aðgang að bóluefnunum gegn Covid-19. Guardian sagði frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira