Óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Japan Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 12:53 Læknar óttast það versta í Japan. Vísir/Getty Læknar í Japan hafa varað við því að heilbrigðiskerfið þar í landi gæti hrunið vegna kórónuveirufaraldursins. Yfir tíu þúsund tilfelli hafa verið staðfest í Japan, en fyrst um sinn var útlit fyrir að yfirvöld hefðu náð að hefta útbreiðslu faraldursins. Á vef BBC segir að bráðadeildir hafi ekki náð að sinna öllum sjúklingum með alvarleg heilsufarsvandamál vegna auka álags sem hefur orðið vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Þá hafi sjúkrabíl verið vísað frá áttatíu sjúkrahúsum áður en sjúklingur sem var fluttur með bílnum gat fengið aðhlynningu. Staðan er verst í Tokyo en yfir tvö hundruð manns hafa látist í Japan. Vegna stöðunnar á sjúkrahúsum landsins hafa heimilislæknar boðið fram aðstoð sína við sýnatökur til þess að létta undir með starfsfólki sjúkrahúsanna, en Konoshin Tamura formaður samtaka heimilislækna sagði það vera gert til þess að koma í veg fyrir það að heilbrigðiskerfið myndi einfaldlega hrynja. „Allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Annars myndu sjúkrahúsin ekki hafa undan.“ Tvö læknasamtök í landinu hafa bent á alvarleika málsins og að sjúkrahús séu ekki að ná að sinna öðrum alvarlega veikum sjúklingum. Mörgum sé vísað í burtu og það sé mikið áhyggjuefni þar sem fjöldi smita er lítill í samanburði við mörg önnur lönd. Þá hefur forsætisráðherrann Shinzo Abe verið gagnrýndur fyrir hæg viðbrögð og er hann sagður hafa verið tregur til þess að setja á einhverskonar hömlur af ótta við að það myndi skaða efnahagslíf landsins. Skortur á hlífðarbúnaði á heimsvísu eykur áhyggjurnar, en læknar hafa bent á að Japan var í betri stöðu en önnur lönd til þess að búa sig undir það. Fyrsta tilfellið hafi komið upp í janúar, það fyrsta utan Kína. Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Japan Samhliða því tilkynnti Shinzo Abe, forsætisráðherra, stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækja og fjölskylda. 7. apríl 2020 10:03 Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Læknar í Japan hafa varað við því að heilbrigðiskerfið þar í landi gæti hrunið vegna kórónuveirufaraldursins. Yfir tíu þúsund tilfelli hafa verið staðfest í Japan, en fyrst um sinn var útlit fyrir að yfirvöld hefðu náð að hefta útbreiðslu faraldursins. Á vef BBC segir að bráðadeildir hafi ekki náð að sinna öllum sjúklingum með alvarleg heilsufarsvandamál vegna auka álags sem hefur orðið vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Þá hafi sjúkrabíl verið vísað frá áttatíu sjúkrahúsum áður en sjúklingur sem var fluttur með bílnum gat fengið aðhlynningu. Staðan er verst í Tokyo en yfir tvö hundruð manns hafa látist í Japan. Vegna stöðunnar á sjúkrahúsum landsins hafa heimilislæknar boðið fram aðstoð sína við sýnatökur til þess að létta undir með starfsfólki sjúkrahúsanna, en Konoshin Tamura formaður samtaka heimilislækna sagði það vera gert til þess að koma í veg fyrir það að heilbrigðiskerfið myndi einfaldlega hrynja. „Allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Annars myndu sjúkrahúsin ekki hafa undan.“ Tvö læknasamtök í landinu hafa bent á alvarleika málsins og að sjúkrahús séu ekki að ná að sinna öðrum alvarlega veikum sjúklingum. Mörgum sé vísað í burtu og það sé mikið áhyggjuefni þar sem fjöldi smita er lítill í samanburði við mörg önnur lönd. Þá hefur forsætisráðherrann Shinzo Abe verið gagnrýndur fyrir hæg viðbrögð og er hann sagður hafa verið tregur til þess að setja á einhverskonar hömlur af ótta við að það myndi skaða efnahagslíf landsins. Skortur á hlífðarbúnaði á heimsvísu eykur áhyggjurnar, en læknar hafa bent á að Japan var í betri stöðu en önnur lönd til þess að búa sig undir það. Fyrsta tilfellið hafi komið upp í janúar, það fyrsta utan Kína.
Japan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Japan Samhliða því tilkynnti Shinzo Abe, forsætisráðherra, stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækja og fjölskylda. 7. apríl 2020 10:03 Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Lýsa yfir neyðarástandi í Japan Samhliða því tilkynnti Shinzo Abe, forsætisráðherra, stóran björgunarpakka til stuðnings fyrirtækja og fjölskylda. 7. apríl 2020 10:03
Japanir hyggjast lýsa yfir neyðarástandi Skráðum kórónuveirusmitum í landinu hefur fjölgað hægt og bítandi og í gær fóru þau yfir þúsund í höfuðborginni Tókýó. 6. apríl 2020 06:33