Sanders tekur stöðuna eftir afhroð gærdagsins Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2020 13:19 Bernie Senders segist vera að hugsa sinn gang. AP/Evan Vucci Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. Fleiri vilja að hann hætti framboði sínu svo flokkurinn geti farið að einbeita sér að því að sigra Donald Trump, forseta, í forsetakosningum í nóvember. Sjálfur segist Sanders ætla að meta stöðuna. Í ræðu til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði Sanders ekkert um örlög framboðsins og varði þess í stað tíma sínum um að tala um nýju kórónuveiruna. Fyrir gærkvöldið hafði Biden náð góðu forskoti á Sanders og svo til gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins. Eftir sigra gærkvöldsins er erfitt að sjá að Sanders eigi möguleika. Stuðningsmenn hans kalla þó eftir því að hann haldi baráttunni áfram og vísa til þess að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sýni að þörf sé á stefnumálum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og tekjudreifingu. Sanders mun ræða við ráðgjafa sína um næstu skref. Þrjár vikur eru í næstu lotu forvalsins og Faiz Shakir, framkvæmdastjóri framboðs Sanders, gaf í skyn í dag að ákvörðunar væri ekki að vænta á næstunni. NEW: Bernie Sanders will have conversations to assess his campaign, according to his campaign manager.Full statement here: pic.twitter.com/687NUSCyn0— Shaquille Brewster (@shaqbrewster) March 18, 2020 Samkvæmt heimildum New York Times eru ráðgjafar og aðstoðarmenn Sanders þeirrar skoðunar að hann hafi engu að tapa með að halda baráttunni áfram. Covid-19 faraldurinn, sem herjar nú á heiminn gæti þó einnig spilað inn í ákvörðun Sanders. Forvalinu var til að mynda frestað í Ohio í gær og þó þrjár vikur séu í næstu lotu þykir ekki ólíklegt að gripið verði til frekari frestana. Þá hefur faraldurinn komið verulega niður á kosningabaráttunni og hefur verið hætt við kosningafundi og eru framboðin jafnvel hætt að hvetja fólk til að taka þátt í forvalinu og segja þess í stað að það sé persónuleg ákvörðun hvers og eins að taka þátt. Það er því erfitt fyrir Sanders að reyna að sækja á Biden þegar hann á erfitt með að koma skilaboðum sínum á framfæri utan stuðningshóps hans. Hin umdeilda Tulsi Gabbard er tæknilega séð enn í framboði en hún hefur enn sem komið er fengið lítið sem ekkert fylgi. Óljóst er hvað gerist ef Sanders hættir framboði sínu. Hvort Demókrataflokkurinn bindi þá einfaldlega enda á forvalið eða haldi því áfram á milli Biden og Gabbard. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28 Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30 Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. Fleiri vilja að hann hætti framboði sínu svo flokkurinn geti farið að einbeita sér að því að sigra Donald Trump, forseta, í forsetakosningum í nóvember. Sjálfur segist Sanders ætla að meta stöðuna. Í ræðu til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði Sanders ekkert um örlög framboðsins og varði þess í stað tíma sínum um að tala um nýju kórónuveiruna. Fyrir gærkvöldið hafði Biden náð góðu forskoti á Sanders og svo til gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins. Eftir sigra gærkvöldsins er erfitt að sjá að Sanders eigi möguleika. Stuðningsmenn hans kalla þó eftir því að hann haldi baráttunni áfram og vísa til þess að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sýni að þörf sé á stefnumálum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og tekjudreifingu. Sanders mun ræða við ráðgjafa sína um næstu skref. Þrjár vikur eru í næstu lotu forvalsins og Faiz Shakir, framkvæmdastjóri framboðs Sanders, gaf í skyn í dag að ákvörðunar væri ekki að vænta á næstunni. NEW: Bernie Sanders will have conversations to assess his campaign, according to his campaign manager.Full statement here: pic.twitter.com/687NUSCyn0— Shaquille Brewster (@shaqbrewster) March 18, 2020 Samkvæmt heimildum New York Times eru ráðgjafar og aðstoðarmenn Sanders þeirrar skoðunar að hann hafi engu að tapa með að halda baráttunni áfram. Covid-19 faraldurinn, sem herjar nú á heiminn gæti þó einnig spilað inn í ákvörðun Sanders. Forvalinu var til að mynda frestað í Ohio í gær og þó þrjár vikur séu í næstu lotu þykir ekki ólíklegt að gripið verði til frekari frestana. Þá hefur faraldurinn komið verulega niður á kosningabaráttunni og hefur verið hætt við kosningafundi og eru framboðin jafnvel hætt að hvetja fólk til að taka þátt í forvalinu og segja þess í stað að það sé persónuleg ákvörðun hvers og eins að taka þátt. Það er því erfitt fyrir Sanders að reyna að sækja á Biden þegar hann á erfitt með að koma skilaboðum sínum á framfæri utan stuðningshóps hans. Hin umdeilda Tulsi Gabbard er tæknilega séð enn í framboði en hún hefur enn sem komið er fengið lítið sem ekkert fylgi. Óljóst er hvað gerist ef Sanders hættir framboði sínu. Hvort Demókrataflokkurinn bindi þá einfaldlega enda á forvalið eða haldi því áfram á milli Biden og Gabbard.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28 Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30 Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28
Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30
Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17