„Púðurtunnan“ Afríka ætti að „búa sig undir það versta“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2020 11:03 Maður sótthreinsar rútu í Kenía. Vísir/AP Yfirvöld Afríkuríkja ættu að búa sig undir það versta. Þó faraldur nýju kórónuveirunnar sé til tölulega nýbúinn að ná til heimsálfunnar er smitum farið að fjölga hratt og sérfræðingar segja að Afríka sé í slæmri stöðu þegar kemur að því að takast á við afleiðingar faraldursins og það eigi jafnvel við ríkustu þjóðirnar þar. „Ég held að Afríka ætti að vakna. Heimsálfan mín þarf að vakna,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, á blaðamannafundi í gær. Hann er frá Eþíópíu og sagði að Afríka ætti að búa sig undir það versta. Í dag var búið er að staðfesta 633 Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, í Afríku og ná þau til 33 ríkja. Minnst sautján hafa dáið og á undanförnum sólarhring tilkynntu Gambía, Máritanía og Sambía um fyrstu tilfellin. 633 confirmed #COVID19 cases in #Africa in 33 countries and 17 deaths. In past 24 hrs, The Gambia, Mauritius & Zambia have announced first cases. @WHO is supporting countries with surveillance, diagnostics & treatment. https://t.co/V0fkK8dYTg pic.twitter.com/5EP26IT3Yh— WHO African Region (@WHOAFRO) March 19, 2020 Sérfræðingar óttast að fátækt fólk í Afríku geti ekki tekið sér frí frá vinnu vegna smits og þar að auki er nokkuð um fátækrahverfi þar sem fólk býr mjög þétt og getur ekki farið í sóttkví heima hjá sér. AP fréttaveitan segir ástandið hvað verst í Suður-Afríku. Þar tvöfölduðust staðfest tilfelli á tveimur dögum en þau eru 116. Blaðamaður BBC heimsótti eitt fátækrahverfi í Jóhannesarborg og ræddi við heimamenn. Þau voru flest þeirrar skoðunar að þau hefðu nánast engar leiðir til að verjast veirunni, ef hún bærist þangað. Bara það að þvo sér um hendurnar reynist mörgum erfitt sem hafa ekki aðgang að vatni og sápu. Fangelsisrefsing fyrir að dreifa ósannindum Sérfræðingar sem BBC ræddi við líkja Afríku við púðurtunnu og segja gífurlega mikilvægt að sporna gegn dreifingu veirunnar þar. Yfirvöld Suður-Afríku virðast þó hafa lært af útbreiðslu veirunnar í Asíu og í Evrópu og hefur þeim verið hrósað fyrir viðbrögð gegn dreifingu hennar. Samkomubann hefur verið sett á, skólum hefur verið lokað og dregið hefur verið úr aðgengi erlendra aðila að landinu. Þá hafa lög verið sett sem segja til um að þeir sem dreifa ósannindum um faraldurinn og veiruna geta verið fangelsaðir í allt að hálft ár. Yfirvöld víða í Afríku hafa gripið til sambærilegra aðgerða, jafnvel þó að ekki sé búið að staðfesta tilfelli þar, eins og í Úganda. Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk með öndunar- og lungnavandamál í mestri hættu af COVID-19 Þeir sem eru með undirliggjandi öndunar- eða lungnavandamál eru í sérstökum áhættuhópi um að fá alvarleg einkenni af COVID-19-sjúkdómnum samkvæmt nýrri rannsókn. 18. mars 2020 23:28 Spánverjar loka hótelum og senda alla heim Yfirvöld Spánar hafa tekið þá ákvörðun að loka hótelum og öðrum gististöðum á landinu fyrir þriðjudaginn í næstu viku. 18. mars 2020 15:59 Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra til að styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins. 18. mars 2020 11:16 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Yfirvöld Afríkuríkja ættu að búa sig undir það versta. Þó faraldur nýju kórónuveirunnar sé til tölulega nýbúinn að ná til heimsálfunnar er smitum farið að fjölga hratt og sérfræðingar segja að Afríka sé í slæmri stöðu þegar kemur að því að takast á við afleiðingar faraldursins og það eigi jafnvel við ríkustu þjóðirnar þar. „Ég held að Afríka ætti að vakna. Heimsálfan mín þarf að vakna,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, á blaðamannafundi í gær. Hann er frá Eþíópíu og sagði að Afríka ætti að búa sig undir það versta. Í dag var búið er að staðfesta 633 Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, í Afríku og ná þau til 33 ríkja. Minnst sautján hafa dáið og á undanförnum sólarhring tilkynntu Gambía, Máritanía og Sambía um fyrstu tilfellin. 633 confirmed #COVID19 cases in #Africa in 33 countries and 17 deaths. In past 24 hrs, The Gambia, Mauritius & Zambia have announced first cases. @WHO is supporting countries with surveillance, diagnostics & treatment. https://t.co/V0fkK8dYTg pic.twitter.com/5EP26IT3Yh— WHO African Region (@WHOAFRO) March 19, 2020 Sérfræðingar óttast að fátækt fólk í Afríku geti ekki tekið sér frí frá vinnu vegna smits og þar að auki er nokkuð um fátækrahverfi þar sem fólk býr mjög þétt og getur ekki farið í sóttkví heima hjá sér. AP fréttaveitan segir ástandið hvað verst í Suður-Afríku. Þar tvöfölduðust staðfest tilfelli á tveimur dögum en þau eru 116. Blaðamaður BBC heimsótti eitt fátækrahverfi í Jóhannesarborg og ræddi við heimamenn. Þau voru flest þeirrar skoðunar að þau hefðu nánast engar leiðir til að verjast veirunni, ef hún bærist þangað. Bara það að þvo sér um hendurnar reynist mörgum erfitt sem hafa ekki aðgang að vatni og sápu. Fangelsisrefsing fyrir að dreifa ósannindum Sérfræðingar sem BBC ræddi við líkja Afríku við púðurtunnu og segja gífurlega mikilvægt að sporna gegn dreifingu veirunnar þar. Yfirvöld Suður-Afríku virðast þó hafa lært af útbreiðslu veirunnar í Asíu og í Evrópu og hefur þeim verið hrósað fyrir viðbrögð gegn dreifingu hennar. Samkomubann hefur verið sett á, skólum hefur verið lokað og dregið hefur verið úr aðgengi erlendra aðila að landinu. Þá hafa lög verið sett sem segja til um að þeir sem dreifa ósannindum um faraldurinn og veiruna geta verið fangelsaðir í allt að hálft ár. Yfirvöld víða í Afríku hafa gripið til sambærilegra aðgerða, jafnvel þó að ekki sé búið að staðfesta tilfelli þar, eins og í Úganda.
Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk með öndunar- og lungnavandamál í mestri hættu af COVID-19 Þeir sem eru með undirliggjandi öndunar- eða lungnavandamál eru í sérstökum áhættuhópi um að fá alvarleg einkenni af COVID-19-sjúkdómnum samkvæmt nýrri rannsókn. 18. mars 2020 23:28 Spánverjar loka hótelum og senda alla heim Yfirvöld Spánar hafa tekið þá ákvörðun að loka hótelum og öðrum gististöðum á landinu fyrir þriðjudaginn í næstu viku. 18. mars 2020 15:59 Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra til að styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins. 18. mars 2020 11:16 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Flugu sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu Sjá meira
Fólk með öndunar- og lungnavandamál í mestri hættu af COVID-19 Þeir sem eru með undirliggjandi öndunar- eða lungnavandamál eru í sérstökum áhættuhópi um að fá alvarleg einkenni af COVID-19-sjúkdómnum samkvæmt nýrri rannsókn. 18. mars 2020 23:28
Spánverjar loka hótelum og senda alla heim Yfirvöld Spánar hafa tekið þá ákvörðun að loka hótelum og öðrum gististöðum á landinu fyrir þriðjudaginn í næstu viku. 18. mars 2020 15:59
Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra til að styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins. 18. mars 2020 11:16
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent