„Púðurtunnan“ Afríka ætti að „búa sig undir það versta“ Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2020 11:03 Maður sótthreinsar rútu í Kenía. Vísir/AP Yfirvöld Afríkuríkja ættu að búa sig undir það versta. Þó faraldur nýju kórónuveirunnar sé til tölulega nýbúinn að ná til heimsálfunnar er smitum farið að fjölga hratt og sérfræðingar segja að Afríka sé í slæmri stöðu þegar kemur að því að takast á við afleiðingar faraldursins og það eigi jafnvel við ríkustu þjóðirnar þar. „Ég held að Afríka ætti að vakna. Heimsálfan mín þarf að vakna,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, á blaðamannafundi í gær. Hann er frá Eþíópíu og sagði að Afríka ætti að búa sig undir það versta. Í dag var búið er að staðfesta 633 Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, í Afríku og ná þau til 33 ríkja. Minnst sautján hafa dáið og á undanförnum sólarhring tilkynntu Gambía, Máritanía og Sambía um fyrstu tilfellin. 633 confirmed #COVID19 cases in #Africa in 33 countries and 17 deaths. In past 24 hrs, The Gambia, Mauritius & Zambia have announced first cases. @WHO is supporting countries with surveillance, diagnostics & treatment. https://t.co/V0fkK8dYTg pic.twitter.com/5EP26IT3Yh— WHO African Region (@WHOAFRO) March 19, 2020 Sérfræðingar óttast að fátækt fólk í Afríku geti ekki tekið sér frí frá vinnu vegna smits og þar að auki er nokkuð um fátækrahverfi þar sem fólk býr mjög þétt og getur ekki farið í sóttkví heima hjá sér. AP fréttaveitan segir ástandið hvað verst í Suður-Afríku. Þar tvöfölduðust staðfest tilfelli á tveimur dögum en þau eru 116. Blaðamaður BBC heimsótti eitt fátækrahverfi í Jóhannesarborg og ræddi við heimamenn. Þau voru flest þeirrar skoðunar að þau hefðu nánast engar leiðir til að verjast veirunni, ef hún bærist þangað. Bara það að þvo sér um hendurnar reynist mörgum erfitt sem hafa ekki aðgang að vatni og sápu. Fangelsisrefsing fyrir að dreifa ósannindum Sérfræðingar sem BBC ræddi við líkja Afríku við púðurtunnu og segja gífurlega mikilvægt að sporna gegn dreifingu veirunnar þar. Yfirvöld Suður-Afríku virðast þó hafa lært af útbreiðslu veirunnar í Asíu og í Evrópu og hefur þeim verið hrósað fyrir viðbrögð gegn dreifingu hennar. Samkomubann hefur verið sett á, skólum hefur verið lokað og dregið hefur verið úr aðgengi erlendra aðila að landinu. Þá hafa lög verið sett sem segja til um að þeir sem dreifa ósannindum um faraldurinn og veiruna geta verið fangelsaðir í allt að hálft ár. Yfirvöld víða í Afríku hafa gripið til sambærilegra aðgerða, jafnvel þó að ekki sé búið að staðfesta tilfelli þar, eins og í Úganda. Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk með öndunar- og lungnavandamál í mestri hættu af COVID-19 Þeir sem eru með undirliggjandi öndunar- eða lungnavandamál eru í sérstökum áhættuhópi um að fá alvarleg einkenni af COVID-19-sjúkdómnum samkvæmt nýrri rannsókn. 18. mars 2020 23:28 Spánverjar loka hótelum og senda alla heim Yfirvöld Spánar hafa tekið þá ákvörðun að loka hótelum og öðrum gististöðum á landinu fyrir þriðjudaginn í næstu viku. 18. mars 2020 15:59 Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra til að styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins. 18. mars 2020 11:16 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Yfirvöld Afríkuríkja ættu að búa sig undir það versta. Þó faraldur nýju kórónuveirunnar sé til tölulega nýbúinn að ná til heimsálfunnar er smitum farið að fjölga hratt og sérfræðingar segja að Afríka sé í slæmri stöðu þegar kemur að því að takast á við afleiðingar faraldursins og það eigi jafnvel við ríkustu þjóðirnar þar. „Ég held að Afríka ætti að vakna. Heimsálfan mín þarf að vakna,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, á blaðamannafundi í gær. Hann er frá Eþíópíu og sagði að Afríka ætti að búa sig undir það versta. Í dag var búið er að staðfesta 633 Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, í Afríku og ná þau til 33 ríkja. Minnst sautján hafa dáið og á undanförnum sólarhring tilkynntu Gambía, Máritanía og Sambía um fyrstu tilfellin. 633 confirmed #COVID19 cases in #Africa in 33 countries and 17 deaths. In past 24 hrs, The Gambia, Mauritius & Zambia have announced first cases. @WHO is supporting countries with surveillance, diagnostics & treatment. https://t.co/V0fkK8dYTg pic.twitter.com/5EP26IT3Yh— WHO African Region (@WHOAFRO) March 19, 2020 Sérfræðingar óttast að fátækt fólk í Afríku geti ekki tekið sér frí frá vinnu vegna smits og þar að auki er nokkuð um fátækrahverfi þar sem fólk býr mjög þétt og getur ekki farið í sóttkví heima hjá sér. AP fréttaveitan segir ástandið hvað verst í Suður-Afríku. Þar tvöfölduðust staðfest tilfelli á tveimur dögum en þau eru 116. Blaðamaður BBC heimsótti eitt fátækrahverfi í Jóhannesarborg og ræddi við heimamenn. Þau voru flest þeirrar skoðunar að þau hefðu nánast engar leiðir til að verjast veirunni, ef hún bærist þangað. Bara það að þvo sér um hendurnar reynist mörgum erfitt sem hafa ekki aðgang að vatni og sápu. Fangelsisrefsing fyrir að dreifa ósannindum Sérfræðingar sem BBC ræddi við líkja Afríku við púðurtunnu og segja gífurlega mikilvægt að sporna gegn dreifingu veirunnar þar. Yfirvöld Suður-Afríku virðast þó hafa lært af útbreiðslu veirunnar í Asíu og í Evrópu og hefur þeim verið hrósað fyrir viðbrögð gegn dreifingu hennar. Samkomubann hefur verið sett á, skólum hefur verið lokað og dregið hefur verið úr aðgengi erlendra aðila að landinu. Þá hafa lög verið sett sem segja til um að þeir sem dreifa ósannindum um faraldurinn og veiruna geta verið fangelsaðir í allt að hálft ár. Yfirvöld víða í Afríku hafa gripið til sambærilegra aðgerða, jafnvel þó að ekki sé búið að staðfesta tilfelli þar, eins og í Úganda.
Suður-Afríka Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólk með öndunar- og lungnavandamál í mestri hættu af COVID-19 Þeir sem eru með undirliggjandi öndunar- eða lungnavandamál eru í sérstökum áhættuhópi um að fá alvarleg einkenni af COVID-19-sjúkdómnum samkvæmt nýrri rannsókn. 18. mars 2020 23:28 Spánverjar loka hótelum og senda alla heim Yfirvöld Spánar hafa tekið þá ákvörðun að loka hótelum og öðrum gististöðum á landinu fyrir þriðjudaginn í næstu viku. 18. mars 2020 15:59 Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra til að styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins. 18. mars 2020 11:16 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Fólk með öndunar- og lungnavandamál í mestri hættu af COVID-19 Þeir sem eru með undirliggjandi öndunar- eða lungnavandamál eru í sérstökum áhættuhópi um að fá alvarleg einkenni af COVID-19-sjúkdómnum samkvæmt nýrri rannsókn. 18. mars 2020 23:28
Spánverjar loka hótelum og senda alla heim Yfirvöld Spánar hafa tekið þá ákvörðun að loka hótelum og öðrum gististöðum á landinu fyrir þriðjudaginn í næstu viku. 18. mars 2020 15:59
Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Yfirvöld Ítalíu hafa ákveðið að fella niður lokapróf læknanema og útskrifa þá án þeirra til að styrkja stoðir heilbrigðiskerfisins. 18. mars 2020 11:16