Assange neitað um lausn gegn tryggingu Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 15:35 Assange á meðan á réttarhöldum stóð vegna mögulegs framsals hans til Svíþjóðar árið 2011. Þegar hann gekk laus gegn tryggingu árið 2012 flúði hann í ekvadorska sendiráðið í Lundúnum til að komast hjá framsali og hafðist þar við næstu sjö árin. Vísir/EPA Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. Réttarhöld standa yfir um hvort að framselja eigi Assange til Bandaríkjanna þar sem hann er ákærður fyrir brot á njósnalögum og samsæri um tölvuinnbrot í tengslum við uppljóstranir Wikileaks upp úr bandarískum leyniskjölum árið 2010. Assange er haldið í Belmarsh-fangelsinu í Lundúnum þar sem lögmenn hans og málsvarar halda því við að hann búi við illan kost. Edward Fitzgerald, einn lögmanna hans, sagði dómstólnum að Assange hefði í fjórgang fengið öndunarfærasýkingar þegar hann hafðist við í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum í sjö ár. Fitzgerald sagði að Assange glímdi einnig við hjartavandamál sem settu hann í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar. „Áherslan er ekki á flótta heldur á að halda lífi,“ sagði Fitzgerald sem fullyrti að ekki væri alvarleg hætta á að Assange reyndi að flýja landið. Veiktist hann aftur á móti í fangelsi gæti hann látið lífið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Faraldurinn ekki ástæða til að sleppa Assange Dómarinn í málinu, Vanessa Baraitser, gaf lítið fyrir þau rök og benti á að Assange hefði sjálfur lýst því yfir að hann myndi frekar stytta sér aldur en að láta framselja sig til Bandaríkjanna. Kórónuveiruheimsfaraldurinn væri ekki í sjálfu sér ástæða til að láta Assange lausan eins og sakir standa. Taldi Baraitser framferði Assange í gegnum tíðina sýna hversu langt hann væri tilbúinn að ganga til að koma sér undan framsalsmeðferð. Veruleg ástæða væri til að ætla að hann gæti aftur reynt að láta sig hverfa yrði hann látinn laus úr fangelsi. Assange hlaut lausn gegn tryggingu á Bretland á meðan fjallað var um framsalskröfu sænskra yfirvalda vegna rannsóknar á meintum kynferðisbrotum hans þar. Hann rauf skilmála lausnar sinnar þá með því að flýja í ekvadorska sendiráðið þar sem hann fékk pólitískt hæli. Þar dvaldi Assange í sjö ár, allt þar til í fyrra þegar ekvadorsk stjórnvöld afturkölluðu hælisveitinguna og vísuðu honum úr sendiráðinu. Fitzgerald hélt því á móti fram að Assange ætti kærustu sem hefði búið í Bretlandi í tuttugu ár og að saman ættu þau börn. Hann gæti búið með henni yrði hann látinn laus gegn tryggingu. Fullyrti lögmaðurinn að aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar í Belmarsh-fangelsinu þýddu að lögmenn Assange gætu ekki rætt við hann til að undirbúa málsvörn hans. Fulltrúi bandarískra stjórnvalda sagði að mikil hætta væri á að Assange reyndi að flýja aftur til að forðast framsal. „Herra Assange telur sig yfir lögin hafinn,“ sagði Clair Dobbin, lögmaður Bandaríkjastjórnar. WikiLeaks Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Dómstóll hafnaði kröfu lögmanna Julians Assange, stofnanda Wikileaks, um að hann verði látinn laus gegn tryggingu í dag. Lögmennirnir héldu því fram að sleppa bæri Asssange vegna þess að hann væri í sérstakri hættu af kórónuveirunni. Réttarhöld standa yfir um hvort að framselja eigi Assange til Bandaríkjanna þar sem hann er ákærður fyrir brot á njósnalögum og samsæri um tölvuinnbrot í tengslum við uppljóstranir Wikileaks upp úr bandarískum leyniskjölum árið 2010. Assange er haldið í Belmarsh-fangelsinu í Lundúnum þar sem lögmenn hans og málsvarar halda því við að hann búi við illan kost. Edward Fitzgerald, einn lögmanna hans, sagði dómstólnum að Assange hefði í fjórgang fengið öndunarfærasýkingar þegar hann hafðist við í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum í sjö ár. Fitzgerald sagði að Assange glímdi einnig við hjartavandamál sem settu hann í áhættuhóp vegna kórónuveirunnar. „Áherslan er ekki á flótta heldur á að halda lífi,“ sagði Fitzgerald sem fullyrti að ekki væri alvarleg hætta á að Assange reyndi að flýja landið. Veiktist hann aftur á móti í fangelsi gæti hann látið lífið, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Faraldurinn ekki ástæða til að sleppa Assange Dómarinn í málinu, Vanessa Baraitser, gaf lítið fyrir þau rök og benti á að Assange hefði sjálfur lýst því yfir að hann myndi frekar stytta sér aldur en að láta framselja sig til Bandaríkjanna. Kórónuveiruheimsfaraldurinn væri ekki í sjálfu sér ástæða til að láta Assange lausan eins og sakir standa. Taldi Baraitser framferði Assange í gegnum tíðina sýna hversu langt hann væri tilbúinn að ganga til að koma sér undan framsalsmeðferð. Veruleg ástæða væri til að ætla að hann gæti aftur reynt að láta sig hverfa yrði hann látinn laus úr fangelsi. Assange hlaut lausn gegn tryggingu á Bretland á meðan fjallað var um framsalskröfu sænskra yfirvalda vegna rannsóknar á meintum kynferðisbrotum hans þar. Hann rauf skilmála lausnar sinnar þá með því að flýja í ekvadorska sendiráðið þar sem hann fékk pólitískt hæli. Þar dvaldi Assange í sjö ár, allt þar til í fyrra þegar ekvadorsk stjórnvöld afturkölluðu hælisveitinguna og vísuðu honum úr sendiráðinu. Fitzgerald hélt því á móti fram að Assange ætti kærustu sem hefði búið í Bretlandi í tuttugu ár og að saman ættu þau börn. Hann gæti búið með henni yrði hann látinn laus gegn tryggingu. Fullyrti lögmaðurinn að aðgerðir til að hefta útbreiðslu veirunnar í Belmarsh-fangelsinu þýddu að lögmenn Assange gætu ekki rætt við hann til að undirbúa málsvörn hans. Fulltrúi bandarískra stjórnvalda sagði að mikil hætta væri á að Assange reyndi að flýja aftur til að forðast framsal. „Herra Assange telur sig yfir lögin hafinn,“ sagði Clair Dobbin, lögmaður Bandaríkjastjórnar.
WikiLeaks Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04
Assange sakaður um að hafa sett líf fólks í hættu Tekist er á um hvort framselja beri stofnanda Wikileaks til Bandaríkjanna fyrir dómi í Bretlandi í morgun. 24. febrúar 2020 13:42