Páfagarður hefur staðfest að páfinn sé ekki með kórónuveiruna. Páfinn og nánustu samstarfsmenn hans voru sendir í sýnatöku eftir að íbúi í sömu byggingu og páfinn býr í greindist með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum.
Þetta kemur fram á vef Reuters þar sem segir jafnframt að enginn af nánustu samstarfsmönnum páfans sé með kórónuveiruna.
Alls hafa sex tilfelli verið staðfest í Páfagarður og hafa 170 farið í sýnatöku. Einn þeirra sem reyndist vera með kórónuveiruna starfar í forsætisráðuneyti Páfagarðs og liggur nú á spítala í Róm.