Framkvæmdastjóri Breiðabliks blæs á sögusagnir um æfingar innan félagsins Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2020 18:01 Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla. vísir/bára Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að það sé ekki rétt að innan veggja félagsins fari fram skipulagðar æfingar. Þetta segir hann í samtali við Fótbolti.net. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greindi frá því í dag að lögreglan hefði fengið tilkynningar um að nokkur félög á landinu séu með skipulagðar æfingar þrátt fyrir að ÍSÍ hafi gefið út svokallað æfingabann á dögunum. Víðir nefndi ekki hvaða félög um ræðir en Fótbolti.net barst ábendingar um að Breiðablik ætti í hlut. Þar hefði meistaraflokkur félagsins í fótbolta átt að hafa æft í hópum sem og yngri iðkendum hafi verið boðið upp á markvarðaæfingar. Eysteinn segir þetta af og frá. „Engar skipulagðar æfingar eru á vegum deilda Breiðabliks og liggur allt starf niðri. Hins vegar eru iðkendur í deildum hvattir til að sinna sínum heimaæfingum og einstaklingsprógrammi sem þjálfarar hafa útbúið enda mikilvægt að halda áfram að stunda holla og góða hreyfingu eins og aðilar hafa hvatt til," segir Eysteinn. „Margir hafa nýtt sér gervigrasvelli og sparkvelli bæjarins fyrir þessar heimaæfingar og mætt þangað ásamt foreldrum og jafnvel vinum og félögum." Eins og í fleiri félögum hefur Kópavogsbær nú ákveðið að skella í lás á knattvöllum bæjarins vegna þess hve margir safnist saman á völlunum. „Hins vegar er nú þannig komið fyrir að fjöldi iðkenda sem sækir á þessa velli er orðinn það mikill að bærinn hefur ákveðið að loka þessum völlum fyrir almenningi þar sem því verður við komið og ítreka tilmæli almannavarna og sóttvarnarlæknis. Við hjá Breiðabliki tökum þessu ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu mjög alvarlega og fylgjum þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið út. Þá skal það einnig tekið fram að Breiðablik hefur enga aðvörun fengið frá yfirvöldum," sagði Eysteinn. Arnar Sveinn Geirsson, einn leikmaður Breiðabliks, greindi svo frá því á Twitter-síðu sinni að leikmenn liðsins hlaupi saman fjórir og fjórir en virði allar takmarkanir sem hafa verið settar fram. Það er alrangt. Við hittumst fjórir og fjórir saman og hlaupum og virðum 2 m reglu. Það hefur verið þannig síðan æfingabannið kom. Það er ekki bannað skv reglunum að hlaupa úti saman í litlum hópum. Þannig heimildirnar þínar lugu að þér, myndi finna mér nýja heimildarmenn.— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) March 29, 2020 Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira
Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir að það sé ekki rétt að innan veggja félagsins fari fram skipulagðar æfingar. Þetta segir hann í samtali við Fótbolti.net. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, greindi frá því í dag að lögreglan hefði fengið tilkynningar um að nokkur félög á landinu séu með skipulagðar æfingar þrátt fyrir að ÍSÍ hafi gefið út svokallað æfingabann á dögunum. Víðir nefndi ekki hvaða félög um ræðir en Fótbolti.net barst ábendingar um að Breiðablik ætti í hlut. Þar hefði meistaraflokkur félagsins í fótbolta átt að hafa æft í hópum sem og yngri iðkendum hafi verið boðið upp á markvarðaæfingar. Eysteinn segir þetta af og frá. „Engar skipulagðar æfingar eru á vegum deilda Breiðabliks og liggur allt starf niðri. Hins vegar eru iðkendur í deildum hvattir til að sinna sínum heimaæfingum og einstaklingsprógrammi sem þjálfarar hafa útbúið enda mikilvægt að halda áfram að stunda holla og góða hreyfingu eins og aðilar hafa hvatt til," segir Eysteinn. „Margir hafa nýtt sér gervigrasvelli og sparkvelli bæjarins fyrir þessar heimaæfingar og mætt þangað ásamt foreldrum og jafnvel vinum og félögum." Eins og í fleiri félögum hefur Kópavogsbær nú ákveðið að skella í lás á knattvöllum bæjarins vegna þess hve margir safnist saman á völlunum. „Hins vegar er nú þannig komið fyrir að fjöldi iðkenda sem sækir á þessa velli er orðinn það mikill að bærinn hefur ákveðið að loka þessum völlum fyrir almenningi þar sem því verður við komið og ítreka tilmæli almannavarna og sóttvarnarlæknis. Við hjá Breiðabliki tökum þessu ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu mjög alvarlega og fylgjum þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið út. Þá skal það einnig tekið fram að Breiðablik hefur enga aðvörun fengið frá yfirvöldum," sagði Eysteinn. Arnar Sveinn Geirsson, einn leikmaður Breiðabliks, greindi svo frá því á Twitter-síðu sinni að leikmenn liðsins hlaupi saman fjórir og fjórir en virði allar takmarkanir sem hafa verið settar fram. Það er alrangt. Við hittumst fjórir og fjórir saman og hlaupum og virðum 2 m reglu. Það hefur verið þannig síðan æfingabannið kom. Það er ekki bannað skv reglunum að hlaupa úti saman í litlum hópum. Þannig heimildirnar þínar lugu að þér, myndi finna mér nýja heimildarmenn.— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) March 29, 2020
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Sjá meira