Japanskur kaupahéðinn segist hafa gefið spilltum Ólympíunefndarmanni dýrar gjafir Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2020 11:17 Takahashi fékk meira greitt en nokkur annar frá nefndinni sem sá um boð Tókýó í leikana í ár. Hann var síðar skipaður í skipulagsnefnd leikanna. Vísir/EPA Fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó segir að hann hafi gefið fyrrverandi nefndarmanni í Alþjóðaólympíunefndinni gjafir eins og stafrænar myndavélar og úr til að sannfæra hann um að styðja Tókýó í valinu á gestgjafa leikanna. Nefndarmaðurinn er grunaður um mútuþægni. Haruyuki Takahashi, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá auglýsingastofunni Dentsu Inc og síðar fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó, fékk 8,2 milljónir dollara, jafnvirði tæpra 1,2 milljarða íslenskra króna í greiðslur frá nefndinni sem sá um boð Tókýó í leikana sem áttu að fara fram í ár. Enginn einstakur aðili fékk hærri greiðslu en hann frá nefndinni. Hann gefur ekki upp í hvað peningarnir fóru en segir þó að starf sitt hafi meðal annars falist í því að þrýsta á nefndarmenn í Alþjóðaólympíunefndinni um að veita Tókýó atkvæði sitt. Þeirra á meðal var Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Franskir saksóknarar hafa rannsakað Diack, sem er grunaður um mútuþægni, frá árinu 2015. Diack hefur meðal annars verið sakaður um að þiggja tvær milljónir dollara, jafnvirði um 284 milljóna króna, fyrir að greiða Ríó de Janeiro atkvæði sitt sem gestgjafa leikanna 2016. Hann hefur setið í stofufangelsi í Frakklandi frá því að ákærur voru lagðar fram gegn honum árið 2015. Diack neitar allri sök. Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, hefur verið sakaður um mútuþægni í tengslum við ákvarðanir um gestgjafa Ólympíuleika. Hann sat í Alþjóðaólympíunefndinni.Vísir/EPA „Maður fer ekki tómhentur“ Rannsóknin í Frakklandi beinist meðal annars að því hvort að japanska nefndin hafi greitt Diack 2,3 milljónir dollara, jafnvirði um 327 milljóna króna, í gegnum ráðgjafa í Singapúr til að kaupa stuðning Diack. Sonur hans er einnig til rannsóknar vegna gruns um að hann hafi tekið við fjármununum frá Singapúr og komið þeim áleiðis til föður síns. Takahashi segist hafa verið fenginn til að dekstra við áhrifamenn sem gætu hjálpað Tókýó að vinna kapphlaupið um leikana 2020. Í því skyni hafi hann gefið Diack ýmsa muni eins og myndavélar og úr. Reglur Alþjóðaólympíunefndarinnar heimiluðu gjafir til nefndarmanna fyrir valið á gestgjafa leikanna 2020 en engin ákvæði voru um hámarksupphæðir. „Þau eru ódýr. Maður fer ekki tómhentur, það gefur augaleið,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna um gjafirnar til Diack. Hann hafi hvatt Diack til að styðja boð Tókyó en Takahashi neitar að hafa greitt mútur. Það væri eðlilegt að hans mati að gefa mikilvægum embættismönnum eins og Diack gjafir til að stuðla að góðum tengslum. Ekkert hafi verið óeðlilegt við greiðslurnar sem hann fékk frá Tókýónefndinni eða við hvernig hann ráðstafaði fénu. Daginn áður en ólympíunefndin greiddi atkvæði um gestgjafa leikanna 2020 árið 2013 sagði Diack, sem er frá Senegal, fulltrúum Afríkuríkja að hann hygðist greiða Tókýó atkvæði sitt þar sem það væri verðskuldað, að sögn lögmanns Diack. Hann hafi hins vegar ekki skipað neinum hvernig þeir ættu að verja atkvæði sínu. Undirbúningur Ólympíuleikanna, sem nú hefur verið frestað vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, hefur kostað Japan um þrettán milljarða dollara, jafnvirði um 1.847 milljarða íslenskra króna. Nefndin sem hafði umsjón með boði Tókýó í leikana var að mestu fjármögnuð af japönskum fyrirtækjum. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar Japan Senegal Tengdar fréttir Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ólympíuleikunum í Tókýó verður frestað til 2021 Ólympíuleikarnir 2020 breytast í dag í Ólympíuleikanna 2021 eftir að Japanir létu loksins undan pressunni. IOC hefur staðfest þessar fréttir. 24. mars 2020 12:33 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó segir að hann hafi gefið fyrrverandi nefndarmanni í Alþjóðaólympíunefndinni gjafir eins og stafrænar myndavélar og úr til að sannfæra hann um að styðja Tókýó í valinu á gestgjafa leikanna. Nefndarmaðurinn er grunaður um mútuþægni. Haruyuki Takahashi, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá auglýsingastofunni Dentsu Inc og síðar fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó, fékk 8,2 milljónir dollara, jafnvirði tæpra 1,2 milljarða íslenskra króna í greiðslur frá nefndinni sem sá um boð Tókýó í leikana sem áttu að fara fram í ár. Enginn einstakur aðili fékk hærri greiðslu en hann frá nefndinni. Hann gefur ekki upp í hvað peningarnir fóru en segir þó að starf sitt hafi meðal annars falist í því að þrýsta á nefndarmenn í Alþjóðaólympíunefndinni um að veita Tókýó atkvæði sitt. Þeirra á meðal var Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Franskir saksóknarar hafa rannsakað Diack, sem er grunaður um mútuþægni, frá árinu 2015. Diack hefur meðal annars verið sakaður um að þiggja tvær milljónir dollara, jafnvirði um 284 milljóna króna, fyrir að greiða Ríó de Janeiro atkvæði sitt sem gestgjafa leikanna 2016. Hann hefur setið í stofufangelsi í Frakklandi frá því að ákærur voru lagðar fram gegn honum árið 2015. Diack neitar allri sök. Lamine Diack, fyrrverandi forseti Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins, hefur verið sakaður um mútuþægni í tengslum við ákvarðanir um gestgjafa Ólympíuleika. Hann sat í Alþjóðaólympíunefndinni.Vísir/EPA „Maður fer ekki tómhentur“ Rannsóknin í Frakklandi beinist meðal annars að því hvort að japanska nefndin hafi greitt Diack 2,3 milljónir dollara, jafnvirði um 327 milljóna króna, í gegnum ráðgjafa í Singapúr til að kaupa stuðning Diack. Sonur hans er einnig til rannsóknar vegna gruns um að hann hafi tekið við fjármununum frá Singapúr og komið þeim áleiðis til föður síns. Takahashi segist hafa verið fenginn til að dekstra við áhrifamenn sem gætu hjálpað Tókýó að vinna kapphlaupið um leikana 2020. Í því skyni hafi hann gefið Diack ýmsa muni eins og myndavélar og úr. Reglur Alþjóðaólympíunefndarinnar heimiluðu gjafir til nefndarmanna fyrir valið á gestgjafa leikanna 2020 en engin ákvæði voru um hámarksupphæðir. „Þau eru ódýr. Maður fer ekki tómhentur, það gefur augaleið,“ segir hann við Reuters-fréttastofuna um gjafirnar til Diack. Hann hafi hvatt Diack til að styðja boð Tókyó en Takahashi neitar að hafa greitt mútur. Það væri eðlilegt að hans mati að gefa mikilvægum embættismönnum eins og Diack gjafir til að stuðla að góðum tengslum. Ekkert hafi verið óeðlilegt við greiðslurnar sem hann fékk frá Tókýónefndinni eða við hvernig hann ráðstafaði fénu. Daginn áður en ólympíunefndin greiddi atkvæði um gestgjafa leikanna 2020 árið 2013 sagði Diack, sem er frá Senegal, fulltrúum Afríkuríkja að hann hygðist greiða Tókýó atkvæði sitt þar sem það væri verðskuldað, að sögn lögmanns Diack. Hann hafi hins vegar ekki skipað neinum hvernig þeir ættu að verja atkvæði sínu. Undirbúningur Ólympíuleikanna, sem nú hefur verið frestað vegna kórónuveiruheimsfaraldursins, hefur kostað Japan um þrettán milljarða dollara, jafnvirði um 1.847 milljarða íslenskra króna. Nefndin sem hafði umsjón með boði Tókýó í leikana var að mestu fjármögnuð af japönskum fyrirtækjum.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Ólympíuleikar Japan Senegal Tengdar fréttir Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ólympíuleikunum í Tókýó verður frestað til 2021 Ólympíuleikarnir 2020 breytast í dag í Ólympíuleikanna 2021 eftir að Japanir létu loksins undan pressunni. IOC hefur staðfest þessar fréttir. 24. mars 2020 12:33 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15
Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15
Ólympíuleikunum í Tókýó verður frestað til 2021 Ólympíuleikarnir 2020 breytast í dag í Ólympíuleikanna 2021 eftir að Japanir létu loksins undan pressunni. IOC hefur staðfest þessar fréttir. 24. mars 2020 12:33