Tengja sjö smit við umdeildar kosningar í Wisconsin Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 11:13 Kjósendur bíða í röð eftir að fá að kjósa í framhaldsskóla í Milwaukee í Wisconsin 7. apríl. Skortur á starfsmönnum kjörstjórnar þýddi að kjörstöðum var fækkað úr tæplega 200 niður í aðeins fimm fyrir alla borgina. Vísir/EPA Að minnsta kosti sjö manns eru taldir hafa smitast af nýju afbrigði kórónuveiru þegar þeir tóku þátt í forvalskosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum 7. apríl. Ríkisstjóri Wisconsin vildi fresta kosningunum líkt og önnur ríki gerðu en hæstiréttur ríkisins og Bandaríkjanna úrskurðuðu að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Sex þeirra smituðu eru kjósendur og einn starfsmaður kjörstjórnar í Milwaukee, stærstu borg Wisconsin. Heilbrigðisyfirvöld í borginni segja að þeim sem smituðust í kosningunum gæti enn fjölgað þar sem meðgöngutími Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, er fjórtán dagar. Langar raðir mynduðust í Milwaukee á kjördag þar sem kjörstöðum var fækkað úr tæplega tvö hundruð í fimm vegna faraldursins. Kosið var í forvali Demókrataflokksins og um dómara í hæstarétt ríkisins. Tony Evers, ríkisstjóri Wiscinson og demókrati, lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldursins 12. mars. Hann reyndi að fresta kosningunum eins og önnur ríki hafa gert eða að láta þær fara alfarið fram með póstatkvæðum. Ríkisþingið, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, lagðist gegn því. Hæstiréttur Wisconsin, þar sem íhaldsmenn sitja í meirihluta, úrskurðaði að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Hæstiréttur Bandaríkjanna, þar sem íhaldsmenn eru einnig í meirihluta, úrskurðaði svo að ekki mætti framlengja frest fyrir utankjörfundaratkvæði að skila sér. Sú ákvörðun sætti harðri gagnrýni og voru repúblikanar og dómstóllinn sakaður um að neyða íbúa Wisconsin til þess að velja á milli lífs síns og heilsu annars vegar og þess að nýta sér kosningarétt sinn hins vegar. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lagt til að liðkað verði til fyrir póstkosningu og utankjörfundaratkvæðagreiðslu í aðdraganda forsetakosninga sem fara fram í nóvember. Donald Trump forseti og repúblikanar eru andsnúnir slíkum hugmyndum en þeir telja slíkar ráðstafanir geta komið niðri á flokknum í kosningunum. Trump hefur haldið því fram að póstkosningar séu „stórhættulegar“ vegna kosningasvindls. Sjálfur hefur hann þó viðurkennt að hafa greitt utankjörfundaratkvæði með pósti í forvali Repúblikanaflokksins á Flórída, þar sem hann er skráður með heimilisfesti, í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan hefur eftir kosningasérfræðingum að svindl sé algengara í póstkosningum en hefðbundnum en kosningasvindl sé engu að síður afar fátítt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir 80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. 14. apríl 2020 12:35 Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. 7. apríl 2020 13:25 Hæstiréttur Wisconsin hafnaði frestun forvals Demókrata Forval Demókrataflokksins í Wisconsin-ríki fyrir forsetakosningarnar í nóvember mun fara fram á morgun, þrátt fyrir tilraunir ríkisstjóra og frambjóðanda til þess að því frestað vegna kórónuveirunnar. AP greinir frá. 6. apríl 2020 22:36 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Að minnsta kosti sjö manns eru taldir hafa smitast af nýju afbrigði kórónuveiru þegar þeir tóku þátt í forvalskosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum 7. apríl. Ríkisstjóri Wisconsin vildi fresta kosningunum líkt og önnur ríki gerðu en hæstiréttur ríkisins og Bandaríkjanna úrskurðuðu að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Sex þeirra smituðu eru kjósendur og einn starfsmaður kjörstjórnar í Milwaukee, stærstu borg Wisconsin. Heilbrigðisyfirvöld í borginni segja að þeim sem smituðust í kosningunum gæti enn fjölgað þar sem meðgöngutími Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, er fjórtán dagar. Langar raðir mynduðust í Milwaukee á kjördag þar sem kjörstöðum var fækkað úr tæplega tvö hundruð í fimm vegna faraldursins. Kosið var í forvali Demókrataflokksins og um dómara í hæstarétt ríkisins. Tony Evers, ríkisstjóri Wiscinson og demókrati, lýsti yfir neyðarástandi vegna faraldursins 12. mars. Hann reyndi að fresta kosningunum eins og önnur ríki hafa gert eða að láta þær fara alfarið fram með póstatkvæðum. Ríkisþingið, þar sem repúblikanar ráða ríkjum, lagðist gegn því. Hæstiréttur Wisconsin, þar sem íhaldsmenn sitja í meirihluta, úrskurðaði að kosningarnar skyldu fara fram með hefðbundnu sniði. Hæstiréttur Bandaríkjanna, þar sem íhaldsmenn eru einnig í meirihluta, úrskurðaði svo að ekki mætti framlengja frest fyrir utankjörfundaratkvæði að skila sér. Sú ákvörðun sætti harðri gagnrýni og voru repúblikanar og dómstóllinn sakaður um að neyða íbúa Wisconsin til þess að velja á milli lífs síns og heilsu annars vegar og þess að nýta sér kosningarétt sinn hins vegar. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa lagt til að liðkað verði til fyrir póstkosningu og utankjörfundaratkvæðagreiðslu í aðdraganda forsetakosninga sem fara fram í nóvember. Donald Trump forseti og repúblikanar eru andsnúnir slíkum hugmyndum en þeir telja slíkar ráðstafanir geta komið niðri á flokknum í kosningunum. Trump hefur haldið því fram að póstkosningar séu „stórhættulegar“ vegna kosningasvindls. Sjálfur hefur hann þó viðurkennt að hafa greitt utankjörfundaratkvæði með pósti í forvali Repúblikanaflokksins á Flórída, þar sem hann er skráður með heimilisfesti, í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan hefur eftir kosningasérfræðingum að svindl sé algengara í póstkosningum en hefðbundnum en kosningasvindl sé engu að síður afar fátítt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir 80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. 14. apríl 2020 12:35 Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. 7. apríl 2020 13:25 Hæstiréttur Wisconsin hafnaði frestun forvals Demókrata Forval Demókrataflokksins í Wisconsin-ríki fyrir forsetakosningarnar í nóvember mun fara fram á morgun, þrátt fyrir tilraunir ríkisstjóra og frambjóðanda til þess að því frestað vegna kórónuveirunnar. AP greinir frá. 6. apríl 2020 22:36 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
80 prósent greiddu atkvæði utan kjörfundar Útlit er fyrir að met hafi verið sett varðandi fjölda utankjörfundaratkvæða í umdeildum kosningum í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðustu viku. 14. apríl 2020 12:35
Repúblikanar í Wisconsin telja sig hagnast á faraldrinum Þrátt fyrir að kosningum hafi verið frestað í fjölmörgum ríkjum Bandaríkjanna vegna nýju kórónuveirunnar, munu mjög umdeildar kosningar fara fram í Wisconsin í dag. 7. apríl 2020 13:25
Hæstiréttur Wisconsin hafnaði frestun forvals Demókrata Forval Demókrataflokksins í Wisconsin-ríki fyrir forsetakosningarnar í nóvember mun fara fram á morgun, þrátt fyrir tilraunir ríkisstjóra og frambjóðanda til þess að því frestað vegna kórónuveirunnar. AP greinir frá. 6. apríl 2020 22:36