Getur Fylkir blandað sér í toppbaráttuna í sumar? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2020 15:00 Tekst Fylki að blanda sér í toppbaráttu Pepsi Max deildarinnar í sumar? Vísir/Daníel Kemur Fylkir á óvart í Pepsi Max deild kvenna í sumar? Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið geti hafist af fullum krafti hér heima fyrir þá er spennan mikil. Það var farið í saumana á því nýverið hvort „nýi skólinn“ gæti stuggað við þeim „gamla“ í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. Nú er spurningin hvað gerist kvennamegin en Fylkisstúlkur virðast til alls líklegar. Allavega ef eitthvað er að marka veturinn, sem reynist reyndar oft ekki vera. Á síðustu leiktíð voru Íslandsmeistarar Vals og Breiðablik sér á báti í Pepsi Max deild kvenna. Fóru þau taplaus í gegnum tímabilið og gerðu jafntefli í báðum sínum leikjum en það sem felldi Blika var markalaust jafntefli gegn Þór/KA í Kópavogi. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning Íslands, lagði skóna á hilluna eftir að tímabilinu lauk og þar með ljóst að Valur mætir ekki með jafn sterkt lið til leiks næsta sumar enda Margrét Lára einn albesti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Ef miða má við úrslit vetrarins, sem þó hafa oftar en ekki ekkert að segja um útkomu sumarsins, þá má reikna með að Fylkir láti að sér kveða þegar deildin fer loks af stað. Liðið endaði í 6. sæti á síðustu leiktíð og árið þar áður voru þær í 1. deild. Þá misstu þær einn sinn sterkasta leikmann, Ídu Marín Hermannsdóttur, til Vals í vetur en það hefur ekki komið að sök. Fylkir vann alla sjö mótsleiki sína á undirbúningstímabilinu og urðu þar með Reykjavíkurmeistarar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það sem meira er þá fékk liðið aðeins á sig eitt mark í þeim leikjum. Þær skoruðu hins vegar 22 mörk. Cecilía Rán Rúnarsdóttur á eflaust sinn þátt í því. Þessi ungi og efnilegi markvörður er fædd árið 2003 en var sem áður í lykilhlutverki hjá Fylki á síðustu leiktíð. Að kalla hana efnilega er í raun hálfgerð móðgun þar sem hún er nú þegar mögulega besti markvörður Pepsi Max deildarinnar. Sjá einnig: Cecilía bætir met Þóru í dag Stefanía Ragnarsdóttir kom á láni frá Val á síðustu leiktíð en skipti alfarið yfir í vetur. Skoraði hún fimm mörk fyrir Fylki í vetur. Þar á eftir komu þær Marija Radojicic og Bryndís Arna Níelsdóttir með þrjú mör hvor. Þurfa Fylkis konur að fylla upp í markafjölda Ídu Marínar sem skoraði sjö deildarmörk síðasta sumar. Topplið Breiðabliks og Vals eru þó enn ógnarsterk og fóru Blikar til að mynda tauplausir í gegnum veturinn. Þá hefur KR verið að styrkja sig og geta Katrín Ásbjörnsdóttir og Katrín Ómarsdóttir veitt öllum liðum deildarinnar skráveifu. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Sjá meira
Kemur Fylkir á óvart í Pepsi Max deild kvenna í sumar? Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið geti hafist af fullum krafti hér heima fyrir þá er spennan mikil. Það var farið í saumana á því nýverið hvort „nýi skólinn“ gæti stuggað við þeim „gamla“ í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í sumar. Nú er spurningin hvað gerist kvennamegin en Fylkisstúlkur virðast til alls líklegar. Allavega ef eitthvað er að marka veturinn, sem reynist reyndar oft ekki vera. Á síðustu leiktíð voru Íslandsmeistarar Vals og Breiðablik sér á báti í Pepsi Max deild kvenna. Fóru þau taplaus í gegnum tímabilið og gerðu jafntefli í báðum sínum leikjum en það sem felldi Blika var markalaust jafntefli gegn Þór/KA í Kópavogi. Margrét Lára Viðarsdóttir, markadrottning Íslands, lagði skóna á hilluna eftir að tímabilinu lauk og þar með ljóst að Valur mætir ekki með jafn sterkt lið til leiks næsta sumar enda Margrét Lára einn albesti knattspyrnumaður sem Ísland hefur alið. Ef miða má við úrslit vetrarins, sem þó hafa oftar en ekki ekkert að segja um útkomu sumarsins, þá má reikna með að Fylkir láti að sér kveða þegar deildin fer loks af stað. Liðið endaði í 6. sæti á síðustu leiktíð og árið þar áður voru þær í 1. deild. Þá misstu þær einn sinn sterkasta leikmann, Ídu Marín Hermannsdóttur, til Vals í vetur en það hefur ekki komið að sök. Fylkir vann alla sjö mótsleiki sína á undirbúningstímabilinu og urðu þar með Reykjavíkurmeistarar í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það sem meira er þá fékk liðið aðeins á sig eitt mark í þeim leikjum. Þær skoruðu hins vegar 22 mörk. Cecilía Rán Rúnarsdóttur á eflaust sinn þátt í því. Þessi ungi og efnilegi markvörður er fædd árið 2003 en var sem áður í lykilhlutverki hjá Fylki á síðustu leiktíð. Að kalla hana efnilega er í raun hálfgerð móðgun þar sem hún er nú þegar mögulega besti markvörður Pepsi Max deildarinnar. Sjá einnig: Cecilía bætir met Þóru í dag Stefanía Ragnarsdóttir kom á láni frá Val á síðustu leiktíð en skipti alfarið yfir í vetur. Skoraði hún fimm mörk fyrir Fylki í vetur. Þar á eftir komu þær Marija Radojicic og Bryndís Arna Níelsdóttir með þrjú mör hvor. Þurfa Fylkis konur að fylla upp í markafjölda Ídu Marínar sem skoraði sjö deildarmörk síðasta sumar. Topplið Breiðabliks og Vals eru þó enn ógnarsterk og fóru Blikar til að mynda tauplausir í gegnum veturinn. Þá hefur KR verið að styrkja sig og geta Katrín Ásbjörnsdóttir og Katrín Ómarsdóttir veitt öllum liðum deildarinnar skráveifu.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Íslenski boltinn Fylkir Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó