Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2020 18:47 Logi og Sigmundur eru formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna. Vísir/Einar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. Augljóst sé að þetta eina íslenska flugfélag sem sinnir millilandaflugi til og frá landinu megi ekki fara á hausinn. Þetta kom fram í máli þeirra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigmundur segist sammála því að eitthvað verði að gera svo Icelandair fari ekki í þrot, en staða félagsins er afar þröng um þessar mundir. „Ég held að stjórnvöld hljóti nú að gera sér grein fyrir því að það sé ekki valkostur að þetta félag hætti starfsemi. En hvað eru menn að gera til að bregðast við þessu? Mér finnst umræðan um Icelandair undanfarna daga svolítið áhyggjuefni vegna þess að ég fæ á tilfinninguna að stjórnvöld séu ekki tilbúin undir ólíkar sviðsmyndir og að grípa inn í eftir því hvernig hlutirnir þróast þar,“ segir Sigmundur. Á sama tíma hefur hann á tilfinningunni að Icelandair bíði þess nú að stjórnvöld taki fyrsta skrefið í stuðningi við flugfélagið. „Það þarf að fá stuðning frá hluthöfum, annað hvort verandi hluthöfum eða nýjum. Allir þessir hluthafar líta svo á að þeir geti ekki komið inn fyrr en ríkið er búið að sýna að það sé tilbúið til að standa með félaginu, og ríkið vill ekki standa með félaginu fyrr en það sér að hluthafarnir eru tilbúnir til þess.“ Sjá einnig: Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Sigmundur segist hafa trú á því að Íslendingum takist sem þjóð að standa saman í gegn um þessa óvenjulegu tíma. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn með það og Íslendingar hafa sýnt það í gegn um tíðina að þeir geta staðið vel saman í neyðarástandi. Við á þinginu munum halda áfram þeirri stefnu að samþykkja allt sem horfir til úrbóta sem kemur frá ríkisstjórninni og greiða fyrir því að það gangi sem hraðast fyrir sig,“ segir Sigmundur. Næstu mánuðir megi ekki vera sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að ríkið þurfi með einhverjum hætti að koma Icelandair til aðstoðar. „Ríkið þarf að vera skýrt í öllum sínum yfirlýsingum núna, vegna þess að það er auðvitað ekki hægt að fá aukið hlutafé ef að það er ekki vilyrði fyrir styrknum hinu megin frá.“ Hann segir einnig að ríkið þurfi að koma hreint fram með það með hvaða hætti það kemur að stuðningi við flugfélagið. „Ef við erum að tala um brjálæðislegar upphæðir, kannski meginhlutann af því sem verðmætið í þessu fyrirtæki er, þá verður ríkið að hugsa hvort það ætli að hjálpa þessu fyrirtæki og leyfa svo mönnum að borga sér arð á næstu árum, eða ætlar ríkið með einhverjum hætti að eignast það tímabundið og koma inn í það?“ spyr Logi. Við getum ekki leyft okkur það að næstu vikur og mánuðir verði sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins og stærstu fyrirtækin, en blákaldur og napur kapítalisminn fyrir fátækasta fólkið og venjulegt fólk í landinu. Hér að neðan má sjá Víglínuna í heild sinni. Icelandair Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. Augljóst sé að þetta eina íslenska flugfélag sem sinnir millilandaflugi til og frá landinu megi ekki fara á hausinn. Þetta kom fram í máli þeirra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigmundur segist sammála því að eitthvað verði að gera svo Icelandair fari ekki í þrot, en staða félagsins er afar þröng um þessar mundir. „Ég held að stjórnvöld hljóti nú að gera sér grein fyrir því að það sé ekki valkostur að þetta félag hætti starfsemi. En hvað eru menn að gera til að bregðast við þessu? Mér finnst umræðan um Icelandair undanfarna daga svolítið áhyggjuefni vegna þess að ég fæ á tilfinninguna að stjórnvöld séu ekki tilbúin undir ólíkar sviðsmyndir og að grípa inn í eftir því hvernig hlutirnir þróast þar,“ segir Sigmundur. Á sama tíma hefur hann á tilfinningunni að Icelandair bíði þess nú að stjórnvöld taki fyrsta skrefið í stuðningi við flugfélagið. „Það þarf að fá stuðning frá hluthöfum, annað hvort verandi hluthöfum eða nýjum. Allir þessir hluthafar líta svo á að þeir geti ekki komið inn fyrr en ríkið er búið að sýna að það sé tilbúið til að standa með félaginu, og ríkið vill ekki standa með félaginu fyrr en það sér að hluthafarnir eru tilbúnir til þess.“ Sjá einnig: Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Sigmundur segist hafa trú á því að Íslendingum takist sem þjóð að standa saman í gegn um þessa óvenjulegu tíma. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn með það og Íslendingar hafa sýnt það í gegn um tíðina að þeir geta staðið vel saman í neyðarástandi. Við á þinginu munum halda áfram þeirri stefnu að samþykkja allt sem horfir til úrbóta sem kemur frá ríkisstjórninni og greiða fyrir því að það gangi sem hraðast fyrir sig,“ segir Sigmundur. Næstu mánuðir megi ekki vera sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að ríkið þurfi með einhverjum hætti að koma Icelandair til aðstoðar. „Ríkið þarf að vera skýrt í öllum sínum yfirlýsingum núna, vegna þess að það er auðvitað ekki hægt að fá aukið hlutafé ef að það er ekki vilyrði fyrir styrknum hinu megin frá.“ Hann segir einnig að ríkið þurfi að koma hreint fram með það með hvaða hætti það kemur að stuðningi við flugfélagið. „Ef við erum að tala um brjálæðislegar upphæðir, kannski meginhlutann af því sem verðmætið í þessu fyrirtæki er, þá verður ríkið að hugsa hvort það ætli að hjálpa þessu fyrirtæki og leyfa svo mönnum að borga sér arð á næstu árum, eða ætlar ríkið með einhverjum hætti að eignast það tímabundið og koma inn í það?“ spyr Logi. Við getum ekki leyft okkur það að næstu vikur og mánuðir verði sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins og stærstu fyrirtækin, en blákaldur og napur kapítalisminn fyrir fátækasta fólkið og venjulegt fólk í landinu. Hér að neðan má sjá Víglínuna í heild sinni.
Icelandair Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira