Sammála um að ríkið þurfi að koma Icelandair til aðstoðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2020 18:47 Logi og Sigmundur eru formenn tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna. Vísir/Einar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. Augljóst sé að þetta eina íslenska flugfélag sem sinnir millilandaflugi til og frá landinu megi ekki fara á hausinn. Þetta kom fram í máli þeirra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigmundur segist sammála því að eitthvað verði að gera svo Icelandair fari ekki í þrot, en staða félagsins er afar þröng um þessar mundir. „Ég held að stjórnvöld hljóti nú að gera sér grein fyrir því að það sé ekki valkostur að þetta félag hætti starfsemi. En hvað eru menn að gera til að bregðast við þessu? Mér finnst umræðan um Icelandair undanfarna daga svolítið áhyggjuefni vegna þess að ég fæ á tilfinninguna að stjórnvöld séu ekki tilbúin undir ólíkar sviðsmyndir og að grípa inn í eftir því hvernig hlutirnir þróast þar,“ segir Sigmundur. Á sama tíma hefur hann á tilfinningunni að Icelandair bíði þess nú að stjórnvöld taki fyrsta skrefið í stuðningi við flugfélagið. „Það þarf að fá stuðning frá hluthöfum, annað hvort verandi hluthöfum eða nýjum. Allir þessir hluthafar líta svo á að þeir geti ekki komið inn fyrr en ríkið er búið að sýna að það sé tilbúið til að standa með félaginu, og ríkið vill ekki standa með félaginu fyrr en það sér að hluthafarnir eru tilbúnir til þess.“ Sjá einnig: Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Sigmundur segist hafa trú á því að Íslendingum takist sem þjóð að standa saman í gegn um þessa óvenjulegu tíma. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn með það og Íslendingar hafa sýnt það í gegn um tíðina að þeir geta staðið vel saman í neyðarástandi. Við á þinginu munum halda áfram þeirri stefnu að samþykkja allt sem horfir til úrbóta sem kemur frá ríkisstjórninni og greiða fyrir því að það gangi sem hraðast fyrir sig,“ segir Sigmundur. Næstu mánuðir megi ekki vera sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að ríkið þurfi með einhverjum hætti að koma Icelandair til aðstoðar. „Ríkið þarf að vera skýrt í öllum sínum yfirlýsingum núna, vegna þess að það er auðvitað ekki hægt að fá aukið hlutafé ef að það er ekki vilyrði fyrir styrknum hinu megin frá.“ Hann segir einnig að ríkið þurfi að koma hreint fram með það með hvaða hætti það kemur að stuðningi við flugfélagið. „Ef við erum að tala um brjálæðislegar upphæðir, kannski meginhlutann af því sem verðmætið í þessu fyrirtæki er, þá verður ríkið að hugsa hvort það ætli að hjálpa þessu fyrirtæki og leyfa svo mönnum að borga sér arð á næstu árum, eða ætlar ríkið með einhverjum hætti að eignast það tímabundið og koma inn í það?“ spyr Logi. Við getum ekki leyft okkur það að næstu vikur og mánuðir verði sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins og stærstu fyrirtækin, en blákaldur og napur kapítalisminn fyrir fátækasta fólkið og venjulegt fólk í landinu. Hér að neðan má sjá Víglínuna í heild sinni. Icelandair Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telja báðir að ríkisstjórnin eigi að hafa frumkvæði að því að lýsa því yfir að stjórnvöld muni koma Icelandair til aðstoðar. Augljóst sé að þetta eina íslenska flugfélag sem sinnir millilandaflugi til og frá landinu megi ekki fara á hausinn. Þetta kom fram í máli þeirra í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigmundur segist sammála því að eitthvað verði að gera svo Icelandair fari ekki í þrot, en staða félagsins er afar þröng um þessar mundir. „Ég held að stjórnvöld hljóti nú að gera sér grein fyrir því að það sé ekki valkostur að þetta félag hætti starfsemi. En hvað eru menn að gera til að bregðast við þessu? Mér finnst umræðan um Icelandair undanfarna daga svolítið áhyggjuefni vegna þess að ég fæ á tilfinninguna að stjórnvöld séu ekki tilbúin undir ólíkar sviðsmyndir og að grípa inn í eftir því hvernig hlutirnir þróast þar,“ segir Sigmundur. Á sama tíma hefur hann á tilfinningunni að Icelandair bíði þess nú að stjórnvöld taki fyrsta skrefið í stuðningi við flugfélagið. „Það þarf að fá stuðning frá hluthöfum, annað hvort verandi hluthöfum eða nýjum. Allir þessir hluthafar líta svo á að þeir geti ekki komið inn fyrr en ríkið er búið að sýna að það sé tilbúið til að standa með félaginu, og ríkið vill ekki standa með félaginu fyrr en það sér að hluthafarnir eru tilbúnir til þess.“ Sjá einnig: Fjöldauppsagnir hjá Icelandair eftir helgi Sigmundur segist hafa trú á því að Íslendingum takist sem þjóð að standa saman í gegn um þessa óvenjulegu tíma. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn með það og Íslendingar hafa sýnt það í gegn um tíðina að þeir geta staðið vel saman í neyðarástandi. Við á þinginu munum halda áfram þeirri stefnu að samþykkja allt sem horfir til úrbóta sem kemur frá ríkisstjórninni og greiða fyrir því að það gangi sem hraðast fyrir sig,“ segir Sigmundur. Næstu mánuðir megi ekki vera sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur að ríkið þurfi með einhverjum hætti að koma Icelandair til aðstoðar. „Ríkið þarf að vera skýrt í öllum sínum yfirlýsingum núna, vegna þess að það er auðvitað ekki hægt að fá aukið hlutafé ef að það er ekki vilyrði fyrir styrknum hinu megin frá.“ Hann segir einnig að ríkið þurfi að koma hreint fram með það með hvaða hætti það kemur að stuðningi við flugfélagið. „Ef við erum að tala um brjálæðislegar upphæðir, kannski meginhlutann af því sem verðmætið í þessu fyrirtæki er, þá verður ríkið að hugsa hvort það ætli að hjálpa þessu fyrirtæki og leyfa svo mönnum að borga sér arð á næstu árum, eða ætlar ríkið með einhverjum hætti að eignast það tímabundið og koma inn í það?“ spyr Logi. Við getum ekki leyft okkur það að næstu vikur og mánuðir verði sósíalismi fyrir ríkasta fólk landsins og stærstu fyrirtækin, en blákaldur og napur kapítalisminn fyrir fátækasta fólkið og venjulegt fólk í landinu. Hér að neðan má sjá Víglínuna í heild sinni.
Icelandair Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira