Segja veirunni útrýmt á Nýja-Sjálandi Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2020 10:30 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, fyrr í þessu mánuði. AP/Mark Mitchell Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. Innan við tíu ný tilfelli hafa greinst á Nýja-Sjálandi undanfarna daga. Yfirvöld vara þó við að almenningur fagni of snemma því fleiri tilfelli geti haldið áfram að koma upp. Innan við 1.500 smit hafa greinst í landinu og nítján hafa látist. Ardern segir ekkert umfangsmikið ógreint samfélagssmit í landinu. „Við höfum unnið þá baráttu,“ sagði forsætisráðherrann á daglegum upplýsingafundi stjórnvalda. Við upphaf faraldursins greip ríkisstjórn Ardern til einna ströngustu ferða- og samfélagslegu takmarkana til að hefta útbreiðslu faraldursins í heiminum. Landamærunum var lokað og allir þeir sem komu til landsins voru sendir í sóttkví. Samhliða var útgöngubann sett á ásamt umfangsmiklum skimunum og smitrakningu. Þurfa áfram að halda sig heima Frá og með morgundeginum verður leyft að opna sum fyrirtæki sem eru ekki skilgreind með mikilvæga starfsemi. Heilsugæsla og skólahald getur hafist aftur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flestir Nýsjálendingar þurfa eftir sem áður að halda sig heima og forðast samneyti við annað fólk. „Við erum að opna hagkerfið en við erum ekki að opna félagslíf fólks,“ sagði Ardern. Eftir að slakað verður á útgöngubanninu á morgun fá veitingastaðir að bjóða upp á viðskiptavinir taki mat með sér heim. Landsmönnum er áfram ráðlagt að halda sig í litlum hópi nánustu ættingja og vina og gæta að tveggja metra fjarlægðarreglu. Fjöldasamkomur verða áfram bannaðar, verslunarsmiðstöðvar verða áfram lokaðar, flest börn verða áfram heima og landamærin verða enn lokuð. Ardern segir að spálíkön hafi bent til þess að allt að þúsund smit hefðu getað greinst á dag hefði ekki verið gripið til aðgerða svo snemma. Sérfræðingar segja að staðsetning Nýja-Sjálands, fjarri öðrum ríkjum, hafi gert stjórnvöldum þar auðvelt að loka landamærum og hefta útbreiðslu veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Lækkar eigin laun um fimmtung Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við mun laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. 15. apríl 2020 10:22 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Samfélagssmit á Nýja-Sjálandi hafa nærri því stöðvast og segir Jacinda Ardern, forsætisráðherra, að kórónuveirunni hafi verið útrýmt þar eins og sakir standa. Slakað verður á sumum þeirra samfélagslega takmarkana sem var komið á til að hefta útbreiðslu veirunnar á morgun. Innan við tíu ný tilfelli hafa greinst á Nýja-Sjálandi undanfarna daga. Yfirvöld vara þó við að almenningur fagni of snemma því fleiri tilfelli geti haldið áfram að koma upp. Innan við 1.500 smit hafa greinst í landinu og nítján hafa látist. Ardern segir ekkert umfangsmikið ógreint samfélagssmit í landinu. „Við höfum unnið þá baráttu,“ sagði forsætisráðherrann á daglegum upplýsingafundi stjórnvalda. Við upphaf faraldursins greip ríkisstjórn Ardern til einna ströngustu ferða- og samfélagslegu takmarkana til að hefta útbreiðslu faraldursins í heiminum. Landamærunum var lokað og allir þeir sem komu til landsins voru sendir í sóttkví. Samhliða var útgöngubann sett á ásamt umfangsmiklum skimunum og smitrakningu. Þurfa áfram að halda sig heima Frá og með morgundeginum verður leyft að opna sum fyrirtæki sem eru ekki skilgreind með mikilvæga starfsemi. Heilsugæsla og skólahald getur hafist aftur, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flestir Nýsjálendingar þurfa eftir sem áður að halda sig heima og forðast samneyti við annað fólk. „Við erum að opna hagkerfið en við erum ekki að opna félagslíf fólks,“ sagði Ardern. Eftir að slakað verður á útgöngubanninu á morgun fá veitingastaðir að bjóða upp á viðskiptavinir taki mat með sér heim. Landsmönnum er áfram ráðlagt að halda sig í litlum hópi nánustu ættingja og vina og gæta að tveggja metra fjarlægðarreglu. Fjöldasamkomur verða áfram bannaðar, verslunarsmiðstöðvar verða áfram lokaðar, flest börn verða áfram heima og landamærin verða enn lokuð. Ardern segir að spálíkön hafi bent til þess að allt að þúsund smit hefðu getað greinst á dag hefði ekki verið gripið til aðgerða svo snemma. Sérfræðingar segja að staðsetning Nýja-Sjálands, fjarri öðrum ríkjum, hafi gert stjórnvöldum þar auðvelt að loka landamærum og hefta útbreiðslu veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Lækkar eigin laun um fimmtung Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við mun laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. 15. apríl 2020 10:22 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Lækkar eigin laun um fimmtung Laun ráðherra í ríkisstjórn Nýja-Sjálands verða lækkuð um 20 prósent. Hið sama mun eiga við mun laun forstjóra 34 ríkisstofnanna. 15. apríl 2020 10:22