Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Kjartan Kjartansson skrifar 1. maí 2020 17:50 Skjáskot úr viðtali Joe Biden í þættinum Morning Joe á MSNBC í morgun. Þar svaraði hann í fyrsta skipti fyrir ásakanir fyrrverandi starfsmanns um kynferðisárás. AP/MSNBC/Morning Joe Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. Tara Reade, fyrrverandi starfsmaður skrifstofu Biden þegar hann var öldungadeildarþingmaður Delaware, hefur sakað frambjóðandann um að hafa ráðist á sig kynferðislega fyrir 27 árum. Framboð Biden hefur hafnað ásökunum afdráttarlaust en þar til í dag hafði Biden ekki svarað þeim persónulega. „Þær eru ekki sannar. Þetta gerðist aldrei,“ fullyrti Biden í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun. Biden fylgdi yfirlýsingunni eftir með viðtali á sjónvarpsstöðinni MSNBC þar sem hann ítrekað að atvikið sem Reade hefur lýst hefði aldrei átt sér stað. Krafðist Biden þess að þjóðskjalasafn Bandaríkjanna birti gögn sem það kynni að hafa um kvörtun frá Reade undan meintu framferði hans. „Ef það var einhver slík kvörtun verða gögnin til staðar,“ sagði Biden í viðtalinu. Segist hafa lagt fram kvörtun sem finnst ekki Atvikið sem Reade hefur lýst á að hafa gerst í „hálfopinberu“ rými í húsakynnum Bandaríkjaþings árið 1993. Hún fullyrðir að Biden hafi þrýst henni upp að vegg, farið með hönd sína upp undir pilsið hennar og stungið fingrum upp í kynfæri hennar. Henni hafi svo síðar verið bolað úr starfi sínum. Reade hefur jafnframt fullyrt að hún hafi kvartað undan kynferðislegri áreitni, en ekki ofbeldi, þáverandi þingmannsins til starfsmannastjóra hans og til starfsmannaskrifstofu þingsins. Engin gögn hafa fundist um slíka kvörtun og Reade segist ekki eiga afrit af kvörtuninni. Þá hafa starfsmannastjórar Biden á þessum tíma hafnað því eindregið að Reade hafi rætt við þá um kynferðisárás. Í fyrra var Reade ein átta kvenna sem lýstu því að Biden hefði snert þær á hátt sem lét þeim líða óþægilega. Biden lofaði í kjölfarið að virða frekar persónulegt rými kvenna og fólks. Þá sagði Reade aðeins að Biden hefði snert hana á öxlunum og hálsinum. Hún setti fram ásökunina um kynferðislega árás í viðtali fyrr á þessu ári. Reade er eina konan sem hefur sakað Biden um kynferðislegt ofbeldi. Þegar Washington Post og New York Times rannsökuðu ásakanir hennar í vor fundu blöðin engar aðrar frásagnir eða ásakanir um að Biden hefði beitt konur kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Máli sínu til stuðnings hefur Reade bent á vini og fjölskyldu sem hún greindi frá árás eða áreitni Biden á sínum tíma eða síðar. Bróðir hennar staðfesti við Washington Post að hún hefði sagt honum frá áreitni Biden árið 1993. Skömmu síðar sendi hann blaðinu smáskilaboð þar sem hann sagðist nú muna eftir að Reade hefði sagt honum frá meintri kynferðisárás. Tveir vinir Reade, sem vildu ekki koma fram undir nafni, sögðu blaðinu að Reade hefði sagt þeim frá áreitni Biden á sínum tíma. Veit ekki hvað Reade gengur til Vaxandi þrýstingur hefur verið á Biden að bregðast persónulega við ásökunum Reade, bæði á meðal demókrata og repúblikana. Pólitískir andstæðingar Biden hafa sakað hann og demókrata um tvískinnung í málum þolenda kynferðisofbeldis. Í viðtalinu í morgun vildi Biden ekki velta vöngum yfir því hvað hann teldi Reade ganga til ef ásakanir hennar væru stoðlausar eins og hann heldur fram. „Ég ætla ekki að véfengja hvað henni gengur til. Ég skil það ekki,“ sagði Biden. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus. 15. apríl 2020 22:55 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. Tara Reade, fyrrverandi starfsmaður skrifstofu Biden þegar hann var öldungadeildarþingmaður Delaware, hefur sakað frambjóðandann um að hafa ráðist á sig kynferðislega fyrir 27 árum. Framboð Biden hefur hafnað ásökunum afdráttarlaust en þar til í dag hafði Biden ekki svarað þeim persónulega. „Þær eru ekki sannar. Þetta gerðist aldrei,“ fullyrti Biden í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun. Biden fylgdi yfirlýsingunni eftir með viðtali á sjónvarpsstöðinni MSNBC þar sem hann ítrekað að atvikið sem Reade hefur lýst hefði aldrei átt sér stað. Krafðist Biden þess að þjóðskjalasafn Bandaríkjanna birti gögn sem það kynni að hafa um kvörtun frá Reade undan meintu framferði hans. „Ef það var einhver slík kvörtun verða gögnin til staðar,“ sagði Biden í viðtalinu. Segist hafa lagt fram kvörtun sem finnst ekki Atvikið sem Reade hefur lýst á að hafa gerst í „hálfopinberu“ rými í húsakynnum Bandaríkjaþings árið 1993. Hún fullyrðir að Biden hafi þrýst henni upp að vegg, farið með hönd sína upp undir pilsið hennar og stungið fingrum upp í kynfæri hennar. Henni hafi svo síðar verið bolað úr starfi sínum. Reade hefur jafnframt fullyrt að hún hafi kvartað undan kynferðislegri áreitni, en ekki ofbeldi, þáverandi þingmannsins til starfsmannastjóra hans og til starfsmannaskrifstofu þingsins. Engin gögn hafa fundist um slíka kvörtun og Reade segist ekki eiga afrit af kvörtuninni. Þá hafa starfsmannastjórar Biden á þessum tíma hafnað því eindregið að Reade hafi rætt við þá um kynferðisárás. Í fyrra var Reade ein átta kvenna sem lýstu því að Biden hefði snert þær á hátt sem lét þeim líða óþægilega. Biden lofaði í kjölfarið að virða frekar persónulegt rými kvenna og fólks. Þá sagði Reade aðeins að Biden hefði snert hana á öxlunum og hálsinum. Hún setti fram ásökunina um kynferðislega árás í viðtali fyrr á þessu ári. Reade er eina konan sem hefur sakað Biden um kynferðislegt ofbeldi. Þegar Washington Post og New York Times rannsökuðu ásakanir hennar í vor fundu blöðin engar aðrar frásagnir eða ásakanir um að Biden hefði beitt konur kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Máli sínu til stuðnings hefur Reade bent á vini og fjölskyldu sem hún greindi frá árás eða áreitni Biden á sínum tíma eða síðar. Bróðir hennar staðfesti við Washington Post að hún hefði sagt honum frá áreitni Biden árið 1993. Skömmu síðar sendi hann blaðinu smáskilaboð þar sem hann sagðist nú muna eftir að Reade hefði sagt honum frá meintri kynferðisárás. Tveir vinir Reade, sem vildu ekki koma fram undir nafni, sögðu blaðinu að Reade hefði sagt þeim frá áreitni Biden á sínum tíma. Veit ekki hvað Reade gengur til Vaxandi þrýstingur hefur verið á Biden að bregðast persónulega við ásökunum Reade, bæði á meðal demókrata og repúblikana. Pólitískir andstæðingar Biden hafa sakað hann og demókrata um tvískinnung í málum þolenda kynferðisofbeldis. Í viðtalinu í morgun vildi Biden ekki velta vöngum yfir því hvað hann teldi Reade ganga til ef ásakanir hennar væru stoðlausar eins og hann heldur fram. „Ég ætla ekki að véfengja hvað henni gengur til. Ég skil það ekki,“ sagði Biden.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus. 15. apríl 2020 22:55 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus. 15. apríl 2020 22:55