Ferðamenn ekki til Nýja-Sjálands í bráð en Íslendingar horfa á ágúst Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. maí 2020 06:15 Þýskir ferðamenn lentu í vandræðum þegar þeir reyndu að komast frá Nýja-Sjálandi í byrjun apríl þegar faraldurinn var í hámarki í landinu. Kai Schwoerer/Getty Images Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð, en þjóðin er talin meðal þeirra sem náð hefur hvað mestu árangri í baráttunni við kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að horft sé til þess að Íslendingar geti tekið á móti gestum í lok ágúst. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á fjarfundi með áströlskum ráðherrum að það væri að líkindum „langt í það“ að land hennar opnaðist aftur fyrir ferðamönnum. Hún sagðist þó ekki vera mótfallinn hugmyndum um að Nýja-Sjáland og Ástralía myndu opna á frjálsa flutninga milli ríkjanna tveggja, en ríkin tvö skelltu landamærum sínum í lás í tengslum við yfirstandandi kórónuveirufaraldi. Norðurlöndin hugsa á svipuðum nótum Ardern lagði ríka áherslu á að hugmyndir um ferðafrelsi í Eyjaálfu væru á frumstigi „en hafa þó verið til umræðu vegna þeirra kosta sem þeim fylgja.“ Í þessu samhengi má nefna að fleiri ríki hafa viðrað sambærilegar hugmyndir, nærtækast er að nefna að Norðurlöndin í því samhengi. Aðspurð um hvað þetta muni þýða fyrir almenna ferðamenn sagði Ardern hins vegar að enn verði bið í að Nýsjálendingar bjóði þá aftur velkomna, án þess þó að nefna nánari tímasetningu í því samhengi. Ferðaþjónustan er meðal stærstu atvinnuvega landsins en næstum tíundi hver vinnandi Nýsjálendingur starfar í geiranum. Framámenn í þarlendri ferðaþjónustu höfðu vonast til að hægt yrða að opna landið fyrr í ljósi góðs árangurs í baráttunni við veiruna. Annan daginn í röð hefur ekkert nýtt smit greinst á Nýja-Sjáland, heildarfjöldi smita er innan við 1500 og 20 hafa látið lífið meðal þessarar fimm milljóna manna þjóðar. Þar var jafnframt létt á kórónuveiruhömlum í síðustu viku. Í Ástralíu, þar sem 25 milljónir búa, eru smitin næstum 7000 og andlátin 96. Að líkindum samevrópskar reglur Jóhannes Þór Skúlason segir í samtali við Morgunblaðið að vonir séu bundar við að ferðamenn geti komið hingað til lands síðsumars, jafnvel í lok ágúst. Verið sé að skoða þessi mál „mjög alvarlega“ innan stjórnkerfisins, Norðurlöndin og Mið-Evrópu kunni að opnast aftur næstu mánuði þó svo bið kunni að verða á að stærstu tveir markaðirnir, Bretland og Bandaríkin, teljist öruggir á ný. Þá kunni að verða settar samevrópskar reglur um móttöku ferðamanna við þessar aðstæður að sögn Jóhannesar; litlir hópar ferðist saman í litlu samneyti við aðra, að fólk taki próf fyrir eða eftir komu til landsins eða eitthvað á þeim nótum. Ferðamennska á Íslandi Ástralía Nýja-Sjáland Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Fleiri fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Sjá meira
Nýsjálendingar sjá ekki fram á á að landamæri ríkisins verði opnuð fyrir ferðamönnum í nánustu framtíð, en þjóðin er talin meðal þeirra sem náð hefur hvað mestu árangri í baráttunni við kórónuveiruna. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að horft sé til þess að Íslendingar geti tekið á móti gestum í lok ágúst. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, sagði á fjarfundi með áströlskum ráðherrum að það væri að líkindum „langt í það“ að land hennar opnaðist aftur fyrir ferðamönnum. Hún sagðist þó ekki vera mótfallinn hugmyndum um að Nýja-Sjáland og Ástralía myndu opna á frjálsa flutninga milli ríkjanna tveggja, en ríkin tvö skelltu landamærum sínum í lás í tengslum við yfirstandandi kórónuveirufaraldi. Norðurlöndin hugsa á svipuðum nótum Ardern lagði ríka áherslu á að hugmyndir um ferðafrelsi í Eyjaálfu væru á frumstigi „en hafa þó verið til umræðu vegna þeirra kosta sem þeim fylgja.“ Í þessu samhengi má nefna að fleiri ríki hafa viðrað sambærilegar hugmyndir, nærtækast er að nefna að Norðurlöndin í því samhengi. Aðspurð um hvað þetta muni þýða fyrir almenna ferðamenn sagði Ardern hins vegar að enn verði bið í að Nýsjálendingar bjóði þá aftur velkomna, án þess þó að nefna nánari tímasetningu í því samhengi. Ferðaþjónustan er meðal stærstu atvinnuvega landsins en næstum tíundi hver vinnandi Nýsjálendingur starfar í geiranum. Framámenn í þarlendri ferðaþjónustu höfðu vonast til að hægt yrða að opna landið fyrr í ljósi góðs árangurs í baráttunni við veiruna. Annan daginn í röð hefur ekkert nýtt smit greinst á Nýja-Sjáland, heildarfjöldi smita er innan við 1500 og 20 hafa látið lífið meðal þessarar fimm milljóna manna þjóðar. Þar var jafnframt létt á kórónuveiruhömlum í síðustu viku. Í Ástralíu, þar sem 25 milljónir búa, eru smitin næstum 7000 og andlátin 96. Að líkindum samevrópskar reglur Jóhannes Þór Skúlason segir í samtali við Morgunblaðið að vonir séu bundar við að ferðamenn geti komið hingað til lands síðsumars, jafnvel í lok ágúst. Verið sé að skoða þessi mál „mjög alvarlega“ innan stjórnkerfisins, Norðurlöndin og Mið-Evrópu kunni að opnast aftur næstu mánuði þó svo bið kunni að verða á að stærstu tveir markaðirnir, Bretland og Bandaríkin, teljist öruggir á ný. Þá kunni að verða settar samevrópskar reglur um móttöku ferðamanna við þessar aðstæður að sögn Jóhannesar; litlir hópar ferðist saman í litlu samneyti við aðra, að fólk taki próf fyrir eða eftir komu til landsins eða eitthvað á þeim nótum.
Ferðamennska á Íslandi Ástralía Nýja-Sjáland Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent „Þetta er beinlínis hryllingur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent „Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Fleiri fréttir RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Skotflaugar féllu á Kænugarð Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Óttast að átök verði að stóru stríði Neituðu að skrifa undir yfirlýsingu um gervigreind Sakar Tate-bræður um að þvinga sig til kynlífsvinnu Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Sjá meira