Íbúum Suður-Kóreu fækkar í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2021 11:36 Fæðingartíðni í Suður-Kóreu er mjög lág og lífslíkur miklar. AP/Ahn Young-joon Íbúum Suður-Kóreu fækkaði í fyrra þar sem fleiri dóu en fæddust. Er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í landinu í manna minnum og yfirvöld segja bæi í fátækari héruðum Suður-Kóreu standa frammi fyrir útrýmingu. Alls fækkaði Kóreumönnum um 20.838 á milli ára og eru íbúar landsins nú 51.829.023 talsins. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni fækkaði fæðingum um rúm tíu prósent á milli ára. Um það bil 8,64 milljónir manna eru á sextugsaldri í Suður-Kóreu, eða um 16,7 prósent allra íbúa og er það stærsti hópurinn. Heilt yfir er um fjórðungur íbúa landsins meira en 60 ára gamall. Suður-Kórea er tólft stærsta hagkerfi heimsins. Þar eru lífslíkur með þeim hæstu í heiminum en fæðingatíðni með þeim lægstu. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar er það ávísun á efnahagsvandræði til lengri tíma. Þrátt fyrir að hið opinbera hafi varið miklu púðri í að reyna að auka fæðingatíðni í Suður-Kóreu á undanförnum árum hefur það ekki skilað árangri. Búst er við því að íbúar landsins verði einungis 39 milljónir árið 2067 og að þá verði meðalaldur um 62 ár. Sérfræðingar sem blaðamenn fréttaveitunnar ræddu við segja kostnað við að ala upp barn vera himinháan í Suður-Kóreu og það sama megi segja um fasteignaverð. Þar að auki er samkeppni gífurlega mikil í samfélaginu og reynist fólki erfitt að komast í hálaunastörf. Mikið álag á mæðrum varðandi heimilishald og vinnu spili einig inn í. Suður-Kórea Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Alls fækkaði Kóreumönnum um 20.838 á milli ára og eru íbúar landsins nú 51.829.023 talsins. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni fækkaði fæðingum um rúm tíu prósent á milli ára. Um það bil 8,64 milljónir manna eru á sextugsaldri í Suður-Kóreu, eða um 16,7 prósent allra íbúa og er það stærsti hópurinn. Heilt yfir er um fjórðungur íbúa landsins meira en 60 ára gamall. Suður-Kórea er tólft stærsta hagkerfi heimsins. Þar eru lífslíkur með þeim hæstu í heiminum en fæðingatíðni með þeim lægstu. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar er það ávísun á efnahagsvandræði til lengri tíma. Þrátt fyrir að hið opinbera hafi varið miklu púðri í að reyna að auka fæðingatíðni í Suður-Kóreu á undanförnum árum hefur það ekki skilað árangri. Búst er við því að íbúar landsins verði einungis 39 milljónir árið 2067 og að þá verði meðalaldur um 62 ár. Sérfræðingar sem blaðamenn fréttaveitunnar ræddu við segja kostnað við að ala upp barn vera himinháan í Suður-Kóreu og það sama megi segja um fasteignaverð. Þar að auki er samkeppni gífurlega mikil í samfélaginu og reynist fólki erfitt að komast í hálaunastörf. Mikið álag á mæðrum varðandi heimilishald og vinnu spili einig inn í.
Suður-Kórea Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira