Samkvæmt New York Times telur forskot Ossoff á andstæðinginn David Perdue 27.075 atkvæði. Þetta er naumt, aðeins um 0,6 prósent munur, en ef tölurnar eru réttar getur Perdue ekki krafist endurtalningar þar sem munurinn þarf að vera 0,5 prósent eða minna.

Fyrr í dag var greint frá því að demókratinn Raphael Warnock hefði haft betur en repúblikaninn Kelly Loeffler en sigur flokksbræðranna þýðir að báðir flokkar hafa tryggt sér 50 sæti í öldungadeildinni.
Það nægir demókrötum til að ráða lögum og lofum, þar sem varaforsetinn Kamala Harris mun fara með úrslitaatkvæðið.
Thank you for your call, Mr. President-Elect.
— Jon Ossoff (@ossoff) January 6, 2021
I’m looking forward to working with you to get financial relief directly to the people, beat COVID-19, and build a healthier, more prosperous, more just America for all. https://t.co/uiVwoKKnj1