Hvernig getur þú gert hverfið þitt skemmtilegra? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar 13. janúar 2021 07:31 20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. Hverfið mitt var sett á fót til að gefa íbúum í Reykjavík færi á að taka á lýðræðislegan hátt þátt í að móta hverfin sín. Eftir að verkefnið hófst hefur það vakið athygli bæði hérlendis og erlendis fyrir þá nýstárlegu leið sem farin er til að gefa íbúum hverfanna tækifæri til að koma að ákvarðanatöku í sínu nærsamfélagi. Verkefnið hefur gefist vel og á þeim níu árum sem það hefur verið í gangi hafa 787 hugmyndir orðið að veruleika í öllum hverfum Reykjavíkurborgar. Þessar 787 hugmyndir hafa komið frá íbúum borgarinnar og verið kosnar til framkvæmda af íbúunum. Verkefnið snýst um að íbúar setja inn hugmyndir sem eru svo útfærðar af sérfræðingum Reykjavíkurborgar. Að því loknu er efnt til kosninga þar sem íbúar í hverfum borgarinnar geta valið hvaða hugmyndir þeir vilja að verði framkvæmdar. Með þessu móti geta íbúar Reykjavíkur með beinum hætti haft áhrif á mótun síns hverfis. Íbúar hverfanna vita oft betur en stjórnmálafólk eða stjórnsýsla borgarinnar hvað gæti gert hverfið þeirra enn betra. Það hefur sýnt sig að þegar borgarbúar fá að hafa áhrif á nærumhverfi sitt verða hverfin betri og þegar litið er um öxl þá eru ótal skemmtileg verkefni sem hafa sannarlega sett svip sinn á hverfin í Reykjavík. Í Árbæinn er kominn kaldur pottur í Árbæjarlaugina. Í Breiðholtinu var sett upp hreysti- og klifursvæði nálægt Breiðholtslaug. Í Grafarholti og Úlfarsárdal er kominn mini-golfvöllur í Leirdal. Í Grafarvoginn er kominn ærslabelgur við Gufunesbæ. Í Háaleiti og Bústöðum var sett upp útiæfingasvæði við Víkingsheimilið. Í Hlíðunum var reistur klifursteinn á Klambratúni. Á Kjalarnesi var sett upp aparóla í Grundarhverfi. Í Laugardalinn er kominn frisbígolfvöllur. Í Miðborginni var bekkjum fjölgað og bætt við gróður í Hljómskálagarðinum. Í Vesturbænum var sett upp há róla við Ægissíðuna. Hugmyndirnar eiga ekki að snúast um að laga eitthvað gamalt heldur skapa eitthvað nýtt. Hvaða hugmynd vilt þú að verði að veruleika í þínu hverfi í þetta sinn? Sendu inn þína hugmynd á Hverfidmitt.is, segðu nágrönnum þínum frá hugmyndinni og deildu henni með íbúum hverfisins. Þín hugmynd gæti verið kosin og orðið að veruleika. Þú hefur til miðnættis þann 20. janúar næstkomandi. Höfundur er verkefnisstjóri á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
20. janúar er stór dagur. Já, við erum að hugsa um það sama. Þetta er síðasti dagur hugmyndasöfnunarinnar fyrir Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg. Hverfið mitt var sett á fót til að gefa íbúum í Reykjavík færi á að taka á lýðræðislegan hátt þátt í að móta hverfin sín. Eftir að verkefnið hófst hefur það vakið athygli bæði hérlendis og erlendis fyrir þá nýstárlegu leið sem farin er til að gefa íbúum hverfanna tækifæri til að koma að ákvarðanatöku í sínu nærsamfélagi. Verkefnið hefur gefist vel og á þeim níu árum sem það hefur verið í gangi hafa 787 hugmyndir orðið að veruleika í öllum hverfum Reykjavíkurborgar. Þessar 787 hugmyndir hafa komið frá íbúum borgarinnar og verið kosnar til framkvæmda af íbúunum. Verkefnið snýst um að íbúar setja inn hugmyndir sem eru svo útfærðar af sérfræðingum Reykjavíkurborgar. Að því loknu er efnt til kosninga þar sem íbúar í hverfum borgarinnar geta valið hvaða hugmyndir þeir vilja að verði framkvæmdar. Með þessu móti geta íbúar Reykjavíkur með beinum hætti haft áhrif á mótun síns hverfis. Íbúar hverfanna vita oft betur en stjórnmálafólk eða stjórnsýsla borgarinnar hvað gæti gert hverfið þeirra enn betra. Það hefur sýnt sig að þegar borgarbúar fá að hafa áhrif á nærumhverfi sitt verða hverfin betri og þegar litið er um öxl þá eru ótal skemmtileg verkefni sem hafa sannarlega sett svip sinn á hverfin í Reykjavík. Í Árbæinn er kominn kaldur pottur í Árbæjarlaugina. Í Breiðholtinu var sett upp hreysti- og klifursvæði nálægt Breiðholtslaug. Í Grafarholti og Úlfarsárdal er kominn mini-golfvöllur í Leirdal. Í Grafarvoginn er kominn ærslabelgur við Gufunesbæ. Í Háaleiti og Bústöðum var sett upp útiæfingasvæði við Víkingsheimilið. Í Hlíðunum var reistur klifursteinn á Klambratúni. Á Kjalarnesi var sett upp aparóla í Grundarhverfi. Í Laugardalinn er kominn frisbígolfvöllur. Í Miðborginni var bekkjum fjölgað og bætt við gróður í Hljómskálagarðinum. Í Vesturbænum var sett upp há róla við Ægissíðuna. Hugmyndirnar eiga ekki að snúast um að laga eitthvað gamalt heldur skapa eitthvað nýtt. Hvaða hugmynd vilt þú að verði að veruleika í þínu hverfi í þetta sinn? Sendu inn þína hugmynd á Hverfidmitt.is, segðu nágrönnum þínum frá hugmyndinni og deildu henni með íbúum hverfisins. Þín hugmynd gæti verið kosin og orðið að veruleika. Þú hefur til miðnættis þann 20. janúar næstkomandi. Höfundur er verkefnisstjóri á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar