Hæstiréttur skikkar konur til að mæta á staðinn til að sækja þungunarrofslyf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. janúar 2021 23:03 Dómurinn var klofinn í afstöðu sinni en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur fyrir mál er varðar þungunarrof síðan Amy Coney Barrett var skipuð við réttinn. Hæstiréttur Bandaríkjanna ákvað í gær að skikka konur aftur til að mæta sjálfar á heilbrigðisstofnun eða í lyfjaverslun til að fá afhent lyf sem notað er til að framkvæma þungunarrof. Alríkisdómari hafði fellt regluna úr gildi vegna Covid-19 faraldursins og taldi yfirvöldum ekki stætt á því að krefjast þess að konur hættu heilsu sinni til að eiga kost á þungunarrofi. Um er að ræða fyrsta úrskurð Hæstaréttar í máli er varðar þungunarrof síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti skipaði Amy Coney Barrett dómara við réttinn. Þrír dómarar skiluðu séráliti. Reglan sem um ræðir var sett af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA) en dómarinn Theodore D. Chuang í Maryland komst að þeirri niðurstöðu að það að gera þá kröfu til kvenna að þær sæktu sjálfar lyfið á meðan Covid-19 faraldurinn geisaði væri óþarfa hindrun við að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þungunarrofs. Þar sem það voru landssamtök fæðinga- og kvensjúkdómalækna (ACOG) sem sóttu málið fyrir hönd skjólstæðinga sinna, úrskurðaði dómarinn að ákvörðun hans skyldi gilda á landsvísu, en félagar í ACOG telja 90 prósent allra starfandi sérfræðinga á þessu sviði. Ósammála um meginatriði málsins Í Bandaríkjunum er þungunarrof með lyfjagjöf heimilt fyrstu tíu vikur meðgöngu. Til að framkalla þungunarrof þarf kona fyrst að taka lyfið mifepristone og svo misoprostol 24 til 48 klukkustundum síðar. Misoprostol er hægt að nálgast í öllum lyfjaverslunum, einnig á netinu, en á meðan úrskurður Chuang var í gildi gátu konur einnig fengið mifepristone sent heim í stað þess að mæta á staðinn og fylla út pappíra. John G. Roberts, forseti Hæstaréttar, sagði í dómsorðinu að málið snérist ekki um það hvort verið væri að skerða rétt kvenna heldur um það hvort það hefði verið rétt af alríkisdómara að grípa inn í ákvörðun stofnunar á borð við FDA, sem bæri pólitíska ábyrgð og hefði getu og sérfræðikunnáttu til að taka lýðheilsulegar ákvarðanir. Minnihlutinn var hins vegar ósammála og sagði kröfuna um að konur sæktu sjálfar lyfin í heimsfaraldri taka þungunarrof út fyrir sviga og að um væri að ræða ónauðsynlegar og órökréttar byrðar á herðum kvenna sem veldu að iðka rétt sinn til að velja. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Donald Trump Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Um er að ræða fyrsta úrskurð Hæstaréttar í máli er varðar þungunarrof síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti skipaði Amy Coney Barrett dómara við réttinn. Þrír dómarar skiluðu séráliti. Reglan sem um ræðir var sett af bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA) en dómarinn Theodore D. Chuang í Maryland komst að þeirri niðurstöðu að það að gera þá kröfu til kvenna að þær sæktu sjálfar lyfið á meðan Covid-19 faraldurinn geisaði væri óþarfa hindrun við að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þungunarrofs. Þar sem það voru landssamtök fæðinga- og kvensjúkdómalækna (ACOG) sem sóttu málið fyrir hönd skjólstæðinga sinna, úrskurðaði dómarinn að ákvörðun hans skyldi gilda á landsvísu, en félagar í ACOG telja 90 prósent allra starfandi sérfræðinga á þessu sviði. Ósammála um meginatriði málsins Í Bandaríkjunum er þungunarrof með lyfjagjöf heimilt fyrstu tíu vikur meðgöngu. Til að framkalla þungunarrof þarf kona fyrst að taka lyfið mifepristone og svo misoprostol 24 til 48 klukkustundum síðar. Misoprostol er hægt að nálgast í öllum lyfjaverslunum, einnig á netinu, en á meðan úrskurður Chuang var í gildi gátu konur einnig fengið mifepristone sent heim í stað þess að mæta á staðinn og fylla út pappíra. John G. Roberts, forseti Hæstaréttar, sagði í dómsorðinu að málið snérist ekki um það hvort verið væri að skerða rétt kvenna heldur um það hvort það hefði verið rétt af alríkisdómara að grípa inn í ákvörðun stofnunar á borð við FDA, sem bæri pólitíska ábyrgð og hefði getu og sérfræðikunnáttu til að taka lýðheilsulegar ákvarðanir. Minnihlutinn var hins vegar ósammála og sagði kröfuna um að konur sæktu sjálfar lyfin í heimsfaraldri taka þungunarrof út fyrir sviga og að um væri að ræða ónauðsynlegar og órökréttar byrðar á herðum kvenna sem veldu að iðka rétt sinn til að velja.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Donald Trump Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira