Skáldið sem sló í gegn Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2021 10:57 Amanda Gorman á innsetningarathöfninni í gær. AP/Patrick Semansky Skáldið unga, Amanda Gorman, baslaði við að klára ljóðið „The Hill We Climb“, eða Hæðin sem við klífum, fyrir um tveimur vikum síðan. Hún hafði nýverið fengið tímamótaverkefni og óttaðist að valda því ekki. Sá ótti hennar reyndist ekki á rökum reistur. Gorman var alin upp í Los Angeles og fékk hún fljótt mikinn áhuga á ljóðum. Hún er 22 ára gömul, varð í gær yngsta manneskjan til að lesa ljóð á innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna og hefur ljóð hennar og frammistaða vakið gífurlega lukku. Meðal annarra ljóðskálda sem hafa tekið þátt í eru Robert Frost og Maya Angelou. Hlusta má á flutning Gorman hér að neðan. Gorman fékk boð um að flytja ljóð á athöfninni í síðasta mánuði og komst að því að Jill Biden, forsetafrú, hefði heyrt hana flytja ljóð í fyrra og stungið upp á því að hún tæki þátt í athöfninni. Í samtali við New York Times segir Gorman að verkefninu hafi ekki fylgt skilyrði. Hún hefði fengið að skrifa það sem hún vildi. Hún segist hafi samið ljóðið yfir margra daga tímabil og bætt línum við hér og þar. Eftir þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember, vakti hún langt fram á nótt og kláraði ljóðið. Þá bætti hún sérstaklega við kafla um „öfl sem vilji sundra þjóðinni frekar en að deila henni“. Hún segist ekki hafa viljað hunsa það sem Bandaríkjamenn hafi upplifað á undanförnum vikum og jafnvel árum en hafi viljað nota orð sín til að ímynda sér leið til að koma þjóðinni saman. Eins og áður segir vakti Gorman mikla athygli. Fylgjendum hennar á Instagram hefur til að mynda fjölgað úr nokkrum tugum þúsunda í rúmar tvær milljónir. Þá bárust henni kveðjur og hrós úr ýmsum áttum. Meðal ananrs bárust þær frá Barack Obama, fyrrverandi forseta, Opruh Winfrey og Lin Manuel Miranda. On a day for the history books, @TheAmandaGorman delivered a poem that more than met the moment. Young people like her are proof that "there is always light, if only we're brave enough to see it; if only we're brave enough to be it." pic.twitter.com/mbywtvjtEH— Barack Obama (@BarackObama) January 20, 2021 I have never been prouder to see another young woman rise! Brava Brava, @TheAmandaGorman! Maya Angelou is cheering and so am I. pic.twitter.com/I5HLE0qbPs— Oprah Winfrey (@Oprah) January 20, 2021 YES @TheAmandaGorman!!! -LMM— Lin-Manuel Miranda (@Lin_Manuel) January 20, 2021 Bandaríkin Joe Biden Ljóðlist Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Gorman var alin upp í Los Angeles og fékk hún fljótt mikinn áhuga á ljóðum. Hún er 22 ára gömul, varð í gær yngsta manneskjan til að lesa ljóð á innsetningarathöfn forseta Bandaríkjanna og hefur ljóð hennar og frammistaða vakið gífurlega lukku. Meðal annarra ljóðskálda sem hafa tekið þátt í eru Robert Frost og Maya Angelou. Hlusta má á flutning Gorman hér að neðan. Gorman fékk boð um að flytja ljóð á athöfninni í síðasta mánuði og komst að því að Jill Biden, forsetafrú, hefði heyrt hana flytja ljóð í fyrra og stungið upp á því að hún tæki þátt í athöfninni. Í samtali við New York Times segir Gorman að verkefninu hafi ekki fylgt skilyrði. Hún hefði fengið að skrifa það sem hún vildi. Hún segist hafi samið ljóðið yfir margra daga tímabil og bætt línum við hér og þar. Eftir þann 6. janúar, þegar stuðningsmenn Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, ruddu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember, vakti hún langt fram á nótt og kláraði ljóðið. Þá bætti hún sérstaklega við kafla um „öfl sem vilji sundra þjóðinni frekar en að deila henni“. Hún segist ekki hafa viljað hunsa það sem Bandaríkjamenn hafi upplifað á undanförnum vikum og jafnvel árum en hafi viljað nota orð sín til að ímynda sér leið til að koma þjóðinni saman. Eins og áður segir vakti Gorman mikla athygli. Fylgjendum hennar á Instagram hefur til að mynda fjölgað úr nokkrum tugum þúsunda í rúmar tvær milljónir. Þá bárust henni kveðjur og hrós úr ýmsum áttum. Meðal ananrs bárust þær frá Barack Obama, fyrrverandi forseta, Opruh Winfrey og Lin Manuel Miranda. On a day for the history books, @TheAmandaGorman delivered a poem that more than met the moment. Young people like her are proof that "there is always light, if only we're brave enough to see it; if only we're brave enough to be it." pic.twitter.com/mbywtvjtEH— Barack Obama (@BarackObama) January 20, 2021 I have never been prouder to see another young woman rise! Brava Brava, @TheAmandaGorman! Maya Angelou is cheering and so am I. pic.twitter.com/I5HLE0qbPs— Oprah Winfrey (@Oprah) January 20, 2021 YES @TheAmandaGorman!!! -LMM— Lin-Manuel Miranda (@Lin_Manuel) January 20, 2021
Bandaríkin Joe Biden Ljóðlist Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira