Fleiri hundruð mótmælendur handteknir víða um Evrópu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. janúar 2021 22:23 Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Brussel í dag. Getty/Dursun Aydemir/Anadolu Agency Nokkur hundruð mótmælendur hafa verið handteknir í Evrópsku borgunum Brussel, Búdapest og Vín þar sem hörðum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið mótmælt. Í austurrísku höfuðborginni Vín hefur hópur fólks úr röðum ný-nasista til að mynda komið saman til mótmæla. Í Brussel hafa fleiri en þrjú hundruð verið handtekin í kvöld eftir mótmæli sem fram fóru í miðborginni. Fólkið mun hafa verið handtekið þegar lögregla reyndi að leysa upp mótmælin við aðallestarstöð belgísku borgarinnar og í Mont des Art hverfinu í dag. Enginn hefur þó verið kærður enn sem komið er að því er segir í frétt Politico. Meðal mótmælenda í Brussel voru svokallaðir gulvestungar og fótboltabullur að því er miðillinn Bruzz greinir frá. Mótmælunum mun hafa verið lokið um klukkan þrjú síðdegis í dag að staðartíma. Frá mótmælum í belgísku borginni Brussel í dag. (Photo by Getty/Dursun Aydemir/Anadolu Agency Fyrir helgi hafði beiðni mótmælenda um leyfi til að mótmæla verið synjað af yfirvöldum á þeim forsendum að það hefði í för með sér of mikla smithættu. Belgía hefur orðið illa úti í faraldrinum þar sem dánartíðni var á tímabili með þeirri hæstu í heiminum en afar strangar reglur eru enn í gildi í landinu og voru ferðatakmarkanir hertar enn frekar í síðustu viku. Í nágrannaríkinu Hollandi hafa mótmælendur einnig komið saman til mótmæla en í síðustu viku brutust út töluverðar óeirðir þegar mótmælendur gengu langt í aðgerðum sínum til að mótmæla ströngum sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda. Í dag kom fólk aftur á móti saman til friðsælla mótmæla í Apeldoorn og fóru mótmælin fram undir slagorðinu „drekkum kaffi saman,“ að því er Guardian segir frá. Í Amsterdam braut lögregla upp ósamþykkt mótmæli, sem þó fóru að mestu friðsamlega fram. Einnig er mótmælt í Vín. Getty/Askin Kiyagan/Anadolu Agency Um fimm þúsund mótmælendur hundsuðu bann við mótmælagöngu í Vín og komu saman til að mótmæla útgöngubanni og öðrum ströngum aðgerðum stjórnvalda. Mótmælagangan var skipulögð af öfga-hægriflokknum FPO og virti fjöldi mótmælenda tilmæli yfirvalda að vettugi, til að mynda hvað varðar reglur um grímunotkun og fjarlægðarmörk manna á milli. Glæpagengi og ofbeldisfullur hópur ný-nasista eru sagðir hafa verið meðal mótmælenda, sem neituðu að leysa upp mótmælin og stöðvuðu umferð þegar hópurinn lagði leið sína í átt að þinghúsinu í Vín. Lögreglan hafði afskipti af mótmælendum og voru nokkrir þeirra handteknir. Ungverjar hafa einnig mótmælt í Búdapest um helgina. Getty/Arpad Kurucz/Anadolu Agency Þá hefur lögreglan einnig skorist í leikinn í ungversku höfuðborginni Búdapest þar sem mótmælendur voru að stórum hluta úr röðum starfsfólks í þjónustustörfum sem hefur orðið illa úti vegna þeirra áhrifa sem harðar sóttvarnaaðgerðir hafa haft á vinnustaði þeirra. Þar hafa mótmælendur hvatt til borgaralegrar óhlýðni og þess krafist að slakað verði á aðgerðum. Belgía Holland Ungverjaland Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Í Brussel hafa fleiri en þrjú hundruð verið handtekin í kvöld eftir mótmæli sem fram fóru í miðborginni. Fólkið mun hafa verið handtekið þegar lögregla reyndi að leysa upp mótmælin við aðallestarstöð belgísku borgarinnar og í Mont des Art hverfinu í dag. Enginn hefur þó verið kærður enn sem komið er að því er segir í frétt Politico. Meðal mótmælenda í Brussel voru svokallaðir gulvestungar og fótboltabullur að því er miðillinn Bruzz greinir frá. Mótmælunum mun hafa verið lokið um klukkan þrjú síðdegis í dag að staðartíma. Frá mótmælum í belgísku borginni Brussel í dag. (Photo by Getty/Dursun Aydemir/Anadolu Agency Fyrir helgi hafði beiðni mótmælenda um leyfi til að mótmæla verið synjað af yfirvöldum á þeim forsendum að það hefði í för með sér of mikla smithættu. Belgía hefur orðið illa úti í faraldrinum þar sem dánartíðni var á tímabili með þeirri hæstu í heiminum en afar strangar reglur eru enn í gildi í landinu og voru ferðatakmarkanir hertar enn frekar í síðustu viku. Í nágrannaríkinu Hollandi hafa mótmælendur einnig komið saman til mótmæla en í síðustu viku brutust út töluverðar óeirðir þegar mótmælendur gengu langt í aðgerðum sínum til að mótmæla ströngum sóttvarnarráðstöfunum stjórnvalda. Í dag kom fólk aftur á móti saman til friðsælla mótmæla í Apeldoorn og fóru mótmælin fram undir slagorðinu „drekkum kaffi saman,“ að því er Guardian segir frá. Í Amsterdam braut lögregla upp ósamþykkt mótmæli, sem þó fóru að mestu friðsamlega fram. Einnig er mótmælt í Vín. Getty/Askin Kiyagan/Anadolu Agency Um fimm þúsund mótmælendur hundsuðu bann við mótmælagöngu í Vín og komu saman til að mótmæla útgöngubanni og öðrum ströngum aðgerðum stjórnvalda. Mótmælagangan var skipulögð af öfga-hægriflokknum FPO og virti fjöldi mótmælenda tilmæli yfirvalda að vettugi, til að mynda hvað varðar reglur um grímunotkun og fjarlægðarmörk manna á milli. Glæpagengi og ofbeldisfullur hópur ný-nasista eru sagðir hafa verið meðal mótmælenda, sem neituðu að leysa upp mótmælin og stöðvuðu umferð þegar hópurinn lagði leið sína í átt að þinghúsinu í Vín. Lögreglan hafði afskipti af mótmælendum og voru nokkrir þeirra handteknir. Ungverjar hafa einnig mótmælt í Búdapest um helgina. Getty/Arpad Kurucz/Anadolu Agency Þá hefur lögreglan einnig skorist í leikinn í ungversku höfuðborginni Búdapest þar sem mótmælendur voru að stórum hluta úr röðum starfsfólks í þjónustustörfum sem hefur orðið illa úti vegna þeirra áhrifa sem harðar sóttvarnaaðgerðir hafa haft á vinnustaði þeirra. Þar hafa mótmælendur hvatt til borgaralegrar óhlýðni og þess krafist að slakað verði á aðgerðum.
Belgía Holland Ungverjaland Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira