„Umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 16:44 Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar, grínast með að umhverfis- og samgöngunefnd væri að stela málinu sínu. Hún hefur áður lagt fram þingsályktunartillögu um rafvæðingu styttri flugferða. vísir/Vilhelm Mælt var fyrir þingsályktunartillögu um orkuskipti í flugi á Alþingi í dag. Í henni er lagt til að skipaður verði starfshópur sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um málið. Markmiðið er að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, mælti fyrir tillögunni en nefndin stendur einróma að baki henni. Í máli Jóns kom fram að ætla megi að rafmagnsflugvélar verði komnar á markað árið 2022. „Það er á næsta ári og því er raunhæft að áætla og hvetja til þess að þróun í átt að notkun umhverfisvænna orkugjafa í innanlandsflugi verði hafin árið 2030 þannig að mögulegt verði að knýja allan flugflotann sem starfræktur verður í innanlandsflugi á komandi árum umhverfisvænum orkugjöfum.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, mælti fyrir tillögunni á Alþingi í dag.vísir/Vilhelm Samhliða þeirri þróun megi ætla að vetnisknúnar vélar sem henti á meðallöngum og löngum flugleiðum líti dagsins ljós. Orkuskiptin muni væntanlega hafa veruleg áhrif á rekstrarkostnað flugvéla og leiða til mikillar lækkunar á flugfargjöldum. Raunhæfara verði því að halda uppi öflugum samgöngum í innanlandsflugi hér á landi. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri Grænna, sagðist eiga von á þverpólitískri samstöðu um málið. „Ég spái því að almenningssamgöngur með þessum vistvænu flugvélum, eða vistvænni flugvélum, verði miklu algengari en nú er og ein af ástæðunum fyrir því er að sjálfsögðu miklu lægri reksturskostnaður.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar, vísaði til þess í ræðu sinni að hún hefur áður lagt fram sambærilegt mál. „Ég gat ekki látið hjá líðast að taka hér til máls, enda háttvirt umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu,“ sagði hún og bætti við að athugasemdin hefði verið „léleg tilraun til djóks.“ Hún fagnaði því að málið væri komið á borð Alþingis. „Það er óhætt að segja að þróunin á þessu sviði sé gríðar hröð og má til marks um það benda á að þegar ég lagði málið mitt fram í fyrra þótti það sæta furðu að verið væri að tala um rafvæðingu flugs, enda væri það eitthvað sem myndi eiga sér stað langt inni í framtíðinni og ekki tímabært að ræða.“ Orkuskipti yrðu bylting í innanlandsflugi og sagðist Albertína binda vonir við að tillagan yrði samþykkt samhljóða síðar í vor. Fréttir af flugi Alþingi Umhverfismál Orkumál Bensín og olía Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira
Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, mælti fyrir tillögunni en nefndin stendur einróma að baki henni. Í máli Jóns kom fram að ætla megi að rafmagnsflugvélar verði komnar á markað árið 2022. „Það er á næsta ári og því er raunhæft að áætla og hvetja til þess að þróun í átt að notkun umhverfisvænna orkugjafa í innanlandsflugi verði hafin árið 2030 þannig að mögulegt verði að knýja allan flugflotann sem starfræktur verður í innanlandsflugi á komandi árum umhverfisvænum orkugjöfum.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, mælti fyrir tillögunni á Alþingi í dag.vísir/Vilhelm Samhliða þeirri þróun megi ætla að vetnisknúnar vélar sem henti á meðallöngum og löngum flugleiðum líti dagsins ljós. Orkuskiptin muni væntanlega hafa veruleg áhrif á rekstrarkostnað flugvéla og leiða til mikillar lækkunar á flugfargjöldum. Raunhæfara verði því að halda uppi öflugum samgöngum í innanlandsflugi hér á landi. Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri Grænna, sagðist eiga von á þverpólitískri samstöðu um málið. „Ég spái því að almenningssamgöngur með þessum vistvænu flugvélum, eða vistvænni flugvélum, verði miklu algengari en nú er og ein af ástæðunum fyrir því er að sjálfsögðu miklu lægri reksturskostnaður.“ Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingar, vísaði til þess í ræðu sinni að hún hefur áður lagt fram sambærilegt mál. „Ég gat ekki látið hjá líðast að taka hér til máls, enda háttvirt umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu,“ sagði hún og bætti við að athugasemdin hefði verið „léleg tilraun til djóks.“ Hún fagnaði því að málið væri komið á borð Alþingis. „Það er óhætt að segja að þróunin á þessu sviði sé gríðar hröð og má til marks um það benda á að þegar ég lagði málið mitt fram í fyrra þótti það sæta furðu að verið væri að tala um rafvæðingu flugs, enda væri það eitthvað sem myndi eiga sér stað langt inni í framtíðinni og ekki tímabært að ræða.“ Orkuskipti yrðu bylting í innanlandsflugi og sagðist Albertína binda vonir við að tillagan yrði samþykkt samhljóða síðar í vor.
Fréttir af flugi Alþingi Umhverfismál Orkumál Bensín og olía Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Fleiri fréttir Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Sjá meira