Hefðu aldrei trúað að þetta gæti gerst í sínum litla heimabæ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 23:32 Rauður og hvítur lögregluborði afmarkar nú heimili Freyju í Malling og alla lóðina um kring. Vísir/Elín Margrét Rannsókn dönsku lögreglunnar á morðinu á Freyju Egilsdóttur miðar vel að sögn yfirmanns í lögreglunni. Börn Freyju séu komin í skjól. En í heimabæ Freyju og barnanna í Malling á Jótlandi, rétt um sautján kílómetrum suður af Árósum, ríkir sorg. Það er enda ekki eitthvað sem íbúar eru vanir, að svo hrottalegt morð sé framið í þeirra næsta nágrenni. Hverfið Veilgårdsparken í Malling er rólegt og góður staður til að hlusta á þögnina. Fjölskylduvænt að því er virðist og einkennist af stórum og glæsilegum einbýlishúsum umhverfis lítinn garð með leikvelli og nokkrum fjölbýlishús. Eitt stóru einbýlishúsanna stingur nú í stúf við hin. Rauður og hvítur borði merktur Politi afmarkar nú alla lóðina og húsið og innsigli er á hurðinni. Órói samsettur úr nokkrum steinum, bandi og danska fánanum hangir við hlið útidyrahurðarinnar sem á er gulur límmiði merktur lögreglu: „Adgang forbudt.“ Og neðan við dyrnar liggur fjöldinn allur af marglitum blómum og kertakerum sem þar hafa verið lögð í dag og í gær í minningu um Freyju. Blóm og kerti í minningu Freyju.Vísir/Elín Margrét „Ég þekkti hana ekki en mikið er þetta hryllilegt. Maður hefði aldrei trúað að þetta geti gerst í sínum litla heimabæ,“ segir einn vegfarenda sem þar átti leið hjá síðdegis í dag. Fleiri tóku í sama streng. Sumir virtust þó eiga erfitt með að segja mikið annað og aðrir felldu jafnvel tár. Af þeim sem sögðust þekkja Freyju kváðust flestir hafa ekkert nema gott um hana að segja. Aðrir vildu síst ræða atburðinn en sýndu blaðamanni frá Íslandi þó hlýjar móttökur. Við gafl hússins sem snýr að götunni út botnlangann má sjá hvar tvö barnareiðhjól hvíla upp við vegg. Afdrif barnanna voru öðrum einmitt ofarlega í huga. „Þetta er hræðilegt alveg. Og börnin...“ sögðu þau. Og svo hélt þögnin áfram. HJólin hvíla upp við húsgaflinn.Vísir/Elín Margrét „Ég var að skokka hérna á sunnudagskvöldið og veitti því athygli að mér fannst ég sjá eitthvað skrítið í garðinum við húsið. Ég pældi ekkert í því meir fyrr en ég heyrði fréttirnar í gær,“ segir nágranni sem býr sjálfur við annan botnlanga í hverfinu sem kvaðst ekki þekkja til fjölskyldunnar. Sá vildi þó ekki lesa um of í það sem hann kann að hafa séð eða ekki séð. Fyrrverandi sambýlismaður Freyju, hinn grunaði í málinu sem nú situr í gæsluvarðhaldi, tilkynnti lögreglu sjálfur snemma á þriðjudagsmorgni að Freyja væri horfin. Fór lögregla þá strax á staðinn. Michael Kjeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi við lögreglustöðina í Árósum.Vísir/Elín Margrét „Það var eitthvað skrítið við það hvernig hann tilkynnti hvarf hennar. Það var eitthvað grunsamlegt við það hvernig hann var. Þess vegna settum við af stað aðgerðir til að finna konuna. Það var síðan á þriðjudagskvöldið sem við komumst að því að hún hafi verið myrt,“ segir Michael Kjeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi, í samtali við fréttastofu á lögreglustöðinni í Árósum í dag. Hann vildi ekki fullyrða neitt um hvort einhverjir aðrir kynnu að vera viðriðnir morðið. „Á þessari stundu í rannsókninni bendir ekkert til þess en við munum að sjálfögðu hafa það í huga eftir því sem rannsókninni vindur fram,“ segir Kjeldgaard. Fréttir af morðinu í Malling tóku misjafnlega mikið pláss í dönskum fjölmiðlum.Vísir/Elín Margrét Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir að bana fyrrverandi kærustu sinni, er það eitthvað sem þið skoðið í þessu samhengi? „Við getum ekki tjáð okkur um það á þessari stundu. Við eru nú á fullu með rannsókn þessa tiltekna morðs og hvort fyrri afbrot hans hafi einhverja þýðingu í þessu máli skýrist seinna eða þá fyrir rétti,“ svarar Kjeldgaard. Freyja heitin átti tvö ung börn með fyrrverandi sambýlismanninum sem nú situr í gæsluvarðhaldi. „Við getum upplýst að börnin eru í góðum höndum fjölskyldumeðlima og fá einnig umönnun fagaðila sem lögreglan er í sambandi við þannig þau eru í góðum höndum,“ segir Kjeldgaard. Morð í Malling Danmörk Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Hverfið Veilgårdsparken í Malling er rólegt og góður staður til að hlusta á þögnina. Fjölskylduvænt að því er virðist og einkennist af stórum og glæsilegum einbýlishúsum umhverfis lítinn garð með leikvelli og nokkrum fjölbýlishús. Eitt stóru einbýlishúsanna stingur nú í stúf við hin. Rauður og hvítur borði merktur Politi afmarkar nú alla lóðina og húsið og innsigli er á hurðinni. Órói samsettur úr nokkrum steinum, bandi og danska fánanum hangir við hlið útidyrahurðarinnar sem á er gulur límmiði merktur lögreglu: „Adgang forbudt.“ Og neðan við dyrnar liggur fjöldinn allur af marglitum blómum og kertakerum sem þar hafa verið lögð í dag og í gær í minningu um Freyju. Blóm og kerti í minningu Freyju.Vísir/Elín Margrét „Ég þekkti hana ekki en mikið er þetta hryllilegt. Maður hefði aldrei trúað að þetta geti gerst í sínum litla heimabæ,“ segir einn vegfarenda sem þar átti leið hjá síðdegis í dag. Fleiri tóku í sama streng. Sumir virtust þó eiga erfitt með að segja mikið annað og aðrir felldu jafnvel tár. Af þeim sem sögðust þekkja Freyju kváðust flestir hafa ekkert nema gott um hana að segja. Aðrir vildu síst ræða atburðinn en sýndu blaðamanni frá Íslandi þó hlýjar móttökur. Við gafl hússins sem snýr að götunni út botnlangann má sjá hvar tvö barnareiðhjól hvíla upp við vegg. Afdrif barnanna voru öðrum einmitt ofarlega í huga. „Þetta er hræðilegt alveg. Og börnin...“ sögðu þau. Og svo hélt þögnin áfram. HJólin hvíla upp við húsgaflinn.Vísir/Elín Margrét „Ég var að skokka hérna á sunnudagskvöldið og veitti því athygli að mér fannst ég sjá eitthvað skrítið í garðinum við húsið. Ég pældi ekkert í því meir fyrr en ég heyrði fréttirnar í gær,“ segir nágranni sem býr sjálfur við annan botnlanga í hverfinu sem kvaðst ekki þekkja til fjölskyldunnar. Sá vildi þó ekki lesa um of í það sem hann kann að hafa séð eða ekki séð. Fyrrverandi sambýlismaður Freyju, hinn grunaði í málinu sem nú situr í gæsluvarðhaldi, tilkynnti lögreglu sjálfur snemma á þriðjudagsmorgni að Freyja væri horfin. Fór lögregla þá strax á staðinn. Michael Kjeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi við lögreglustöðina í Árósum.Vísir/Elín Margrét „Það var eitthvað skrítið við það hvernig hann tilkynnti hvarf hennar. Það var eitthvað grunsamlegt við það hvernig hann var. Þess vegna settum við af stað aðgerðir til að finna konuna. Það var síðan á þriðjudagskvöldið sem við komumst að því að hún hafi verið myrt,“ segir Michael Kjeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi, í samtali við fréttastofu á lögreglustöðinni í Árósum í dag. Hann vildi ekki fullyrða neitt um hvort einhverjir aðrir kynnu að vera viðriðnir morðið. „Á þessari stundu í rannsókninni bendir ekkert til þess en við munum að sjálfögðu hafa það í huga eftir því sem rannsókninni vindur fram,“ segir Kjeldgaard. Fréttir af morðinu í Malling tóku misjafnlega mikið pláss í dönskum fjölmiðlum.Vísir/Elín Margrét Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir að bana fyrrverandi kærustu sinni, er það eitthvað sem þið skoðið í þessu samhengi? „Við getum ekki tjáð okkur um það á þessari stundu. Við eru nú á fullu með rannsókn þessa tiltekna morðs og hvort fyrri afbrot hans hafi einhverja þýðingu í þessu máli skýrist seinna eða þá fyrir rétti,“ svarar Kjeldgaard. Freyja heitin átti tvö ung börn með fyrrverandi sambýlismanninum sem nú situr í gæsluvarðhaldi. „Við getum upplýst að börnin eru í góðum höndum fjölskyldumeðlima og fá einnig umönnun fagaðila sem lögreglan er í sambandi við þannig þau eru í góðum höndum,“ segir Kjeldgaard.
Morð í Malling Danmörk Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira