Stóriðjustefnan = nýju fötin keisarans Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 07:01 Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er verndun náttúrunnar haldbesta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir. Uppbygging orkufreks iðnaðar hefur hins vegar ekki reynst sá efnahagslegi bjargvættur sem margir halda fram. Þvert á móti reyndar. Stóriðjan á Íslandi tapaði í heild 40 milljörðum árið 2019, áður en Covid-kreppan skall á. Tapreksturinn ár eftir ár veldur því að stóriðjan greiðir ekki eðlileg gjöld í sameiginlega sjóði landsmanna. Tapreksturinn skýrist meðal annars af óhagstæðum lánum frá erlendu móðurfyrirtækjunum. Það var ferðamennskan sem rétti af efnhaginn og krónuna eftir hrun. Hingað til lands hefur fólk komið til þess að skoða kynngimögnuð víðerni, einstakar jarðmyndanir, fagra fossa og kröftug jarðhitasvæði. Íslensk náttúra á engan sinn líka í heiminum hvað fjölbreytni varðar, enda segja 80 prósent þeirra ferðamanna sem hafa sótt Ísland heim að náttúran sé meginástæða heimsóknarinnar. Til að reisa við ferðaþjónustuna þurfum við að tefla fram okkar sterkustu leikmönnum: Íslenskum náttúruperlum. Þjóðgarður á hálendi Íslands vekti heimsathygli og myndi að auki stuðla að sjálfbærri og skipulagðri nýtingu hálendisins. Nýr orkufrekur iðnaður efnahagslega ósjálfbær Í nýjasta tölublaði Markaðarins, viðskiptablaði Fréttablaðsins, er farið yfir tap íslenskra lífeyrissjóða og banka í tengslum við kísilverið á Bakka, - tap sem nú stendur í 11,6 milljörðum. Áður hafði íslenska ríkið lagt kísilverinu beint til 4,2 milljarða og fyrirtæki í ríkiseigu, Landsnet og Landsvirkjun hafa farið í miklar fjárfestingar vegna línulagna og byggingar orkuvers við Þeistareyki. Litlar tekjur hafa fengist á móti.Tap fyrirtækja, lífeyrissjóða og banka í eigu almennings vegna kísilversins á Bakka nálgast því annan tug milljarða. Kísilver United Silicon á Reykjkanesi stendur svo óstarfhæft sem minnisvarði um mislukkaða stefnu sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð og gríðarlegt fjárhagslegt tap. Íbúar í nágrenninu vilja alls ekki að það verði gangsett aftur. Lærum af reynslunni Sameiginlegir sjóðir landsmanna í víðum skilningi hafa verið nýttir til þess að greiða niður tap vegna stóriðjuhugmynda eftir hrun. Nýjustu stóriðjuframkvæmdirnar hafa því miklu fremur verið þurfalingar en efnahagslegir bjargvættir. Þegar við reisum við efnahagslífið eftir heimsfaraldurinn sem nú geisar skulum við læra af árangri og mistökum fyrri ríkisstjórna í tilraunum þeirra til þess að glæða efnahaginn lífi. Þar er óspillt náttúra okkar besti bandamaður. Við verðum að vernda íslenskrar náttúru til frambúðar. Hún er dýrmætasti og stöðugasti lífeyrissjóður okkar. Stöndum saman að vönduðum þjóðgarði á Hálendi Íslands. Athugasemdir Landverndar við frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð má finna hér. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Orkumál Umhverfismál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er verndun náttúrunnar haldbesta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir. Uppbygging orkufreks iðnaðar hefur hins vegar ekki reynst sá efnahagslegi bjargvættur sem margir halda fram. Þvert á móti reyndar. Stóriðjan á Íslandi tapaði í heild 40 milljörðum árið 2019, áður en Covid-kreppan skall á. Tapreksturinn ár eftir ár veldur því að stóriðjan greiðir ekki eðlileg gjöld í sameiginlega sjóði landsmanna. Tapreksturinn skýrist meðal annars af óhagstæðum lánum frá erlendu móðurfyrirtækjunum. Það var ferðamennskan sem rétti af efnhaginn og krónuna eftir hrun. Hingað til lands hefur fólk komið til þess að skoða kynngimögnuð víðerni, einstakar jarðmyndanir, fagra fossa og kröftug jarðhitasvæði. Íslensk náttúra á engan sinn líka í heiminum hvað fjölbreytni varðar, enda segja 80 prósent þeirra ferðamanna sem hafa sótt Ísland heim að náttúran sé meginástæða heimsóknarinnar. Til að reisa við ferðaþjónustuna þurfum við að tefla fram okkar sterkustu leikmönnum: Íslenskum náttúruperlum. Þjóðgarður á hálendi Íslands vekti heimsathygli og myndi að auki stuðla að sjálfbærri og skipulagðri nýtingu hálendisins. Nýr orkufrekur iðnaður efnahagslega ósjálfbær Í nýjasta tölublaði Markaðarins, viðskiptablaði Fréttablaðsins, er farið yfir tap íslenskra lífeyrissjóða og banka í tengslum við kísilverið á Bakka, - tap sem nú stendur í 11,6 milljörðum. Áður hafði íslenska ríkið lagt kísilverinu beint til 4,2 milljarða og fyrirtæki í ríkiseigu, Landsnet og Landsvirkjun hafa farið í miklar fjárfestingar vegna línulagna og byggingar orkuvers við Þeistareyki. Litlar tekjur hafa fengist á móti.Tap fyrirtækja, lífeyrissjóða og banka í eigu almennings vegna kísilversins á Bakka nálgast því annan tug milljarða. Kísilver United Silicon á Reykjkanesi stendur svo óstarfhæft sem minnisvarði um mislukkaða stefnu sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð og gríðarlegt fjárhagslegt tap. Íbúar í nágrenninu vilja alls ekki að það verði gangsett aftur. Lærum af reynslunni Sameiginlegir sjóðir landsmanna í víðum skilningi hafa verið nýttir til þess að greiða niður tap vegna stóriðjuhugmynda eftir hrun. Nýjustu stóriðjuframkvæmdirnar hafa því miklu fremur verið þurfalingar en efnahagslegir bjargvættir. Þegar við reisum við efnahagslífið eftir heimsfaraldurinn sem nú geisar skulum við læra af árangri og mistökum fyrri ríkisstjórna í tilraunum þeirra til þess að glæða efnahaginn lífi. Þar er óspillt náttúra okkar besti bandamaður. Við verðum að vernda íslenskrar náttúru til frambúðar. Hún er dýrmætasti og stöðugasti lífeyrissjóður okkar. Stöndum saman að vönduðum þjóðgarði á Hálendi Íslands. Athugasemdir Landverndar við frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð má finna hér. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar