Kim heldur þróun kjarnorkuvopna áfram Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2021 23:09 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. EPA/KCNA Yfirvöld einræðisríkisins Norður-Kóreu héldu þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn, áfram í fyrra. Það var gert þrátt fyrir alþjóðlegar refsiaðgerðir gegn einræðisríkinu vegna þessara þróunarverkefna. Þetta kom fram í skýrslu sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var Öryggisráðinu í dag. Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar kemur fram í skýrslunni að Kóreumenn hafi haldið áfram að auðga úran fyrir kjarnorkuvopna og haldið áfram að sækjast eftir birgðum og tækni erlendis frá, vegna þessarar þróunar. Bloomberg segir að fram komi í skýrslunni að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi átt í samstarfi við Írani um þróun eldflauga. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði nýverið eftir frekari þróun þessara vopna og sagði að fundir hans með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna hafðu verið tilgangslausir. Þar að auki kallaði hann Joe Biden, nýjan forseta Bandaríkjanna, óþokka. Samband Norður-Kóreu við bæði Suður-Kóreu og Bandaríkin hefur beðið hnekki að undanförnu. Kim fundaði þrisvar sinnum með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, en síðasta fundi þeirra var slitið snemma vegna ágreinings. Þá sprengdu hermenn Norður-Kóreu samvinnustofnun Norður- og Suður-Kóreu í loft upp í fyrra. Sjá einnig: Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins Í Bandaríkjunum segjast ráðamenn ætla að taka stöðuna á samskiptum þeirra við Norður-Kóreu og ræða við bandamenn um að beita einræðisríkið frekari þrýstingi. Sameinuðu þjóðirnar beittu Norður-Kóreu fyrst þvingunum vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins árið 2006. Í gegnum árin hafa þær aðgerðir verið hertar ítrekað með því markmiði að gera ráðamönnum Norður-Kóreu erfiðara að koma höndum yfir gjaldeyri sem þeir nota í vopnaþróun. Samhliða því hefur efnahagsástand ríkisins versnað til muna. Íbúar þar þurfa reglulega að glíma við skort á ýmsum nauðsynjum eins og mat, lyfjum og rafmagni, svo eitthvað sé nefnt. Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim kallar eftir aukinni áherslu á kjarnorku- og eldflaugaáætlun Norðurkóreski herinn sýndi nýjar eldflaugar sem hægt er að skjóta úr kafbátum á stærðarinnar hersýningu í höfuðborginni Pjongjang í nótt. 15. janúar 2021 19:41 Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51 Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37 Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Sjá meira
Þetta kom fram í skýrslu sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna sem kynnt var Öryggisráðinu í dag. Samkvæmt heimildum Reuters fréttaveitunnar kemur fram í skýrslunni að Kóreumenn hafi haldið áfram að auðga úran fyrir kjarnorkuvopna og haldið áfram að sækjast eftir birgðum og tækni erlendis frá, vegna þessarar þróunar. Bloomberg segir að fram komi í skýrslunni að ráðamenn í Norður-Kóreu hafi átt í samstarfi við Írani um þróun eldflauga. Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, kallaði nýverið eftir frekari þróun þessara vopna og sagði að fundir hans með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna hafðu verið tilgangslausir. Þar að auki kallaði hann Joe Biden, nýjan forseta Bandaríkjanna, óþokka. Samband Norður-Kóreu við bæði Suður-Kóreu og Bandaríkin hefur beðið hnekki að undanförnu. Kim fundaði þrisvar sinnum með Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, en síðasta fundi þeirra var slitið snemma vegna ágreinings. Þá sprengdu hermenn Norður-Kóreu samvinnustofnun Norður- og Suður-Kóreu í loft upp í fyrra. Sjá einnig: Kim Jong Un segir Bandaríkin stærsta óvin ríkisins Í Bandaríkjunum segjast ráðamenn ætla að taka stöðuna á samskiptum þeirra við Norður-Kóreu og ræða við bandamenn um að beita einræðisríkið frekari þrýstingi. Sameinuðu þjóðirnar beittu Norður-Kóreu fyrst þvingunum vegna kjarnorkuvopnaáætlunar ríkisins árið 2006. Í gegnum árin hafa þær aðgerðir verið hertar ítrekað með því markmiði að gera ráðamönnum Norður-Kóreu erfiðara að koma höndum yfir gjaldeyri sem þeir nota í vopnaþróun. Samhliða því hefur efnahagsástand ríkisins versnað til muna. Íbúar þar þurfa reglulega að glíma við skort á ýmsum nauðsynjum eins og mat, lyfjum og rafmagni, svo eitthvað sé nefnt.
Norður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim kallar eftir aukinni áherslu á kjarnorku- og eldflaugaáætlun Norðurkóreski herinn sýndi nýjar eldflaugar sem hægt er að skjóta úr kafbátum á stærðarinnar hersýningu í höfuðborginni Pjongjang í nótt. 15. janúar 2021 19:41 Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51 Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37 Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Sjá meira
Kim kallar eftir aukinni áherslu á kjarnorku- og eldflaugaáætlun Norðurkóreski herinn sýndi nýjar eldflaugar sem hægt er að skjóta úr kafbátum á stærðarinnar hersýningu í höfuðborginni Pjongjang í nótt. 15. janúar 2021 19:41
Kim, systir Kim, segir herforingja Suður-Kóreu heimska Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segir herforingja í Suður-Kóreu vera vitleysinga og aðhlátursefni. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem birt var af ríkismiðli Norður-Kóreu í dag en Kim er yfir samskiptum einræðisríkisins við nágranna sína í suðri. 12. janúar 2021 23:51
Kim sagði efnahagsstefnu sína vera misheppnaða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, opnaði nýtt flokksþing Verkamannaflokks landsins á því að viðurkenna að efnahagsstefna hans væri misheppnuð. Í opnunarræðu sinni sagði hann að þau markmið sem hann setti á flokksþingi fyrir fimm árum væru fjarri því að hafa náðst á nánast öllum sviðum. 6. janúar 2021 08:37
Kim sagður reiður og óskynsamur Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. 27. nóvember 2020 12:53