Öngþveiti á sporbraut um Mars Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2021 21:02 Tövluteikning af lendingu Perseverance. Vísir/NASA Ákveðið öngþveiti verður á sporbraut um Mars í næstu viku þegar þrjú ný geimför hafa náð sporbraut um plánetuna. Kínverskt geimfar náði á braut um Mars í gær en þar var fyrir geimfar frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Annað geimfar, sem ber einnig vélmenni sem á að lenda á plánetunni rauðu og er frá Bandaríkjunum, fer á braut um Mars í næstu viku. Kínverska geimfarið Tianwen-1 er fyrsta geimfarið sem Kínverjar senda til Mars. Það er um fimm tonn að þyngd en þar er meðtalið vélmenni sem til stendur að lenda á Mars. Áætlað er að reyna að lenda vélmenninu á næstu mánuðum eða í maí eða júní. Takist það yrði Kína annað ríki heimsins til að lenda vélmenni á Mars. Vélmennið kínverska, sem hefur ekki fengið nafn svo vitað sé, myndi þá nota neðanjarðarratsjá til að kanna hvort hægt væri að finna vatn undir yfirborði Mars og vísbendingar um það hvort finna hefði mátt líf á plánetunni á árum áður. Kínverjar sendu nýverið geimfar til tunglsins, sem flutti sýni aftur til jarðarinnar. Sjá einnig: Tunglfarið á leið til jarðar með mánagrjót Í næstu viku ætla Bandaríkjamenn svo að lenda vélmenninu Persverance á Mars. Vélmennið er náskylt vélmenninu Curiosity, sem hefur verið á Mars frá 2012. Perserverance er fimmta vélmenni NASA sem á að lenda á Mars. Áður hefur Sojourner, Spirit, Opportunity og Curiosity verið lent þar. Vélmennið er búið sex hjólum og er rúmt tonn að þyngd. Perserverance býr einnig yfir fjölmörgum tækjum og tólum sem ætluð eru til vísindarannsókna og leitar að ummerkjum lífs. Einnig er þyrla á vélmenninu sem til stendur að fljúga á Mars. Þetta getur samt allt klikkað enda er ekki auðvelt að lenda vélmennum á Mars. Á Space.com má finna yfirlit yfir þau för sem senda hafa verið til Mars. Hér má sjá ítarlegt myndband sem sýnir væntanlega lendingu Perseverance á Mars. Áhugasamir geta einnig skoðað gagnvirkt myndband hér sem sýnir hvernig lendingarferli Perseverance á að fara fram. Geimurinn Sameinuðu arabísku furstadæmin Kína Bandaríkin Mars Tengdar fréttir Flottustu myndirnar úr geimnum Á hverju ári taka geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni mikinn fjölda ljósmynda út um glerglugga sem snýr í átt að jörðinni. 8. janúar 2021 14:25 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Sneri aftur til jarðar með 4,6 milljarða ára gömul sýni Allt bendir til þess að hylki sem sneri aftur til jarðar með sýni úr smástirninu Ryugu í gær sé í fullkomnu lagi. 6. desember 2020 14:47 Segja lendinguna á tunglinu hafa heppnast Yfirvöld í Kína segja að lending kínversks geimfars á tunglinu hafi heppnast. Geimfarið, sem kallast Chang'e 5, á að safna mánasteinum og flytja þá aftur til jarðarinnar. 1. desember 2020 16:02 Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Annað geimfar, sem ber einnig vélmenni sem á að lenda á plánetunni rauðu og er frá Bandaríkjunum, fer á braut um Mars í næstu viku. Kínverska geimfarið Tianwen-1 er fyrsta geimfarið sem Kínverjar senda til Mars. Það er um fimm tonn að þyngd en þar er meðtalið vélmenni sem til stendur að lenda á Mars. Áætlað er að reyna að lenda vélmenninu á næstu mánuðum eða í maí eða júní. Takist það yrði Kína annað ríki heimsins til að lenda vélmenni á Mars. Vélmennið kínverska, sem hefur ekki fengið nafn svo vitað sé, myndi þá nota neðanjarðarratsjá til að kanna hvort hægt væri að finna vatn undir yfirborði Mars og vísbendingar um það hvort finna hefði mátt líf á plánetunni á árum áður. Kínverjar sendu nýverið geimfar til tunglsins, sem flutti sýni aftur til jarðarinnar. Sjá einnig: Tunglfarið á leið til jarðar með mánagrjót Í næstu viku ætla Bandaríkjamenn svo að lenda vélmenninu Persverance á Mars. Vélmennið er náskylt vélmenninu Curiosity, sem hefur verið á Mars frá 2012. Perserverance er fimmta vélmenni NASA sem á að lenda á Mars. Áður hefur Sojourner, Spirit, Opportunity og Curiosity verið lent þar. Vélmennið er búið sex hjólum og er rúmt tonn að þyngd. Perserverance býr einnig yfir fjölmörgum tækjum og tólum sem ætluð eru til vísindarannsókna og leitar að ummerkjum lífs. Einnig er þyrla á vélmenninu sem til stendur að fljúga á Mars. Þetta getur samt allt klikkað enda er ekki auðvelt að lenda vélmennum á Mars. Á Space.com má finna yfirlit yfir þau för sem senda hafa verið til Mars. Hér má sjá ítarlegt myndband sem sýnir væntanlega lendingu Perseverance á Mars. Áhugasamir geta einnig skoðað gagnvirkt myndband hér sem sýnir hvernig lendingarferli Perseverance á að fara fram.
Geimurinn Sameinuðu arabísku furstadæmin Kína Bandaríkin Mars Tengdar fréttir Flottustu myndirnar úr geimnum Á hverju ári taka geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni mikinn fjölda ljósmynda út um glerglugga sem snýr í átt að jörðinni. 8. janúar 2021 14:25 Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31 Sneri aftur til jarðar með 4,6 milljarða ára gömul sýni Allt bendir til þess að hylki sem sneri aftur til jarðar með sýni úr smástirninu Ryugu í gær sé í fullkomnu lagi. 6. desember 2020 14:47 Segja lendinguna á tunglinu hafa heppnast Yfirvöld í Kína segja að lending kínversks geimfars á tunglinu hafi heppnast. Geimfarið, sem kallast Chang'e 5, á að safna mánasteinum og flytja þá aftur til jarðarinnar. 1. desember 2020 16:02 Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Flottustu myndirnar úr geimnum Á hverju ári taka geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni mikinn fjölda ljósmynda út um glerglugga sem snýr í átt að jörðinni. 8. janúar 2021 14:25
Það helsta í geimnum 2021: Tunglið er aftur orðið töff Geimförum og ferðum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og er útlit fyrir að sú þróun haldi áfram. Sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa einkafyrirtækja á þessu sviði. 7. janúar 2021 08:31
Sneri aftur til jarðar með 4,6 milljarða ára gömul sýni Allt bendir til þess að hylki sem sneri aftur til jarðar með sýni úr smástirninu Ryugu í gær sé í fullkomnu lagi. 6. desember 2020 14:47
Segja lendinguna á tunglinu hafa heppnast Yfirvöld í Kína segja að lending kínversks geimfars á tunglinu hafi heppnast. Geimfarið, sem kallast Chang'e 5, á að safna mánasteinum og flytja þá aftur til jarðarinnar. 1. desember 2020 16:02
Meira vatn virðist vera á tunglinu en áður var talið Niðurstöður tveggja nýrra rannsókna á yfirborði tungslins þykja gefa óyggjandi sannanir fyrir því það að finna megi vatnssameindir á tunglinu. 26. október 2020 17:59