Banna transstúlkum og -konum að taka þátt í keppnisíþróttum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2021 11:46 Víða í Bandaríkjunum er deilt um réttindi transfólks. Öldungadeild Mississippi samþykkti á fimmtudag að banna transstúlkum og -konum að taka þátt í keppnisíþróttum í framhalds- og háskólum. Bannið var samþykkt með 34 atkvæðum gegn níu. Þingmenn í öðrum ríkjum Bandaríkjanna hafa gert tilraunir til að koma svipuðum lögum í gegn, til dæmis í Montana, Norður-Dakóta og Idaho. Stuðningsmenn lagasetningar segja transstúlkur hafa ósanngjarnt forskot, á meðan andstæðingar segja lögin fela í sér mismunun. Rob Hill, framkvæmdastjóri Human Rights Campaign í Mississippi, sagði í tilkynningu að frumvarpið opnaði á útilokun og einelti, á sama tíma og mismunun og ofbeldi gegn transfólki væri í hæstu hæðum í Bandaríkjunum. Stúlkur þyrftu nú að keppast við „líffræðilega karla“ Í janúar síðastliðnum gaf Joe Biden Bandaríkjaforseti út tilskipun þar sem tekið var á mismunun á grundvelli kyns og kynhneigðar. Sagði hann að börn ættu að geta farið í skólann án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort þau kæmust á salernið eða gætu stundað íþróttir. Tate Reeves, ríkisstjóri Mississippi, brást við á Twitter og sagði tilskipunina „taka frá“ kvenkyns íþróttamönnum á borð við dætur sínar, sem þyrftu nú að keppast við „líffræðilega karla“ um aðgang að íþróttum. „Ég skil ekki af hverju stjórnmálamenn eru að ýta börnum í átt að transisma yfirhöfuð,“ sagði Reeves. „Hjarta mitt brestur fyrir þær ungu konur víðsvegar um Bandaríkin sem verða undir í þessari róttæku félagslegu tilraun.“ I don’t understand why politicians are pushing children into transgenderism in the first place. I certainly don’t understand why the President chose to make it a priority. And my heart breaks for the young women across America who will lose in this radical social experiment.— Tate Reeves (@tatereeves) February 4, 2021 CNN greindi frá. Bandaríkin Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Þingmenn í öðrum ríkjum Bandaríkjanna hafa gert tilraunir til að koma svipuðum lögum í gegn, til dæmis í Montana, Norður-Dakóta og Idaho. Stuðningsmenn lagasetningar segja transstúlkur hafa ósanngjarnt forskot, á meðan andstæðingar segja lögin fela í sér mismunun. Rob Hill, framkvæmdastjóri Human Rights Campaign í Mississippi, sagði í tilkynningu að frumvarpið opnaði á útilokun og einelti, á sama tíma og mismunun og ofbeldi gegn transfólki væri í hæstu hæðum í Bandaríkjunum. Stúlkur þyrftu nú að keppast við „líffræðilega karla“ Í janúar síðastliðnum gaf Joe Biden Bandaríkjaforseti út tilskipun þar sem tekið var á mismunun á grundvelli kyns og kynhneigðar. Sagði hann að börn ættu að geta farið í skólann án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því hvort þau kæmust á salernið eða gætu stundað íþróttir. Tate Reeves, ríkisstjóri Mississippi, brást við á Twitter og sagði tilskipunina „taka frá“ kvenkyns íþróttamönnum á borð við dætur sínar, sem þyrftu nú að keppast við „líffræðilega karla“ um aðgang að íþróttum. „Ég skil ekki af hverju stjórnmálamenn eru að ýta börnum í átt að transisma yfirhöfuð,“ sagði Reeves. „Hjarta mitt brestur fyrir þær ungu konur víðsvegar um Bandaríkin sem verða undir í þessari róttæku félagslegu tilraun.“ I don’t understand why politicians are pushing children into transgenderism in the first place. I certainly don’t understand why the President chose to make it a priority. And my heart breaks for the young women across America who will lose in this radical social experiment.— Tate Reeves (@tatereeves) February 4, 2021 CNN greindi frá.
Bandaríkin Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent