Hvetja til skimana vegna lungnakrabba: Sneiðmyndtaka greinir 70 prósent meina á frumstigum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:49 Lungnakrabbamein má oftast rekja til reykinga. Viðamikil rannsókn á vegum bresku heilbrigðisþjónustunnar hefur leitt í ljós að með því að skima fyrir lungnakrabbameinum með tölvusneiðmyndatöku má finna 70 prósent meina áður en þau verða ólæknandi. Sérfræðingar í Bretlandi hafa kallað eftir skimun eftir lungnakrabbameini meðal reykingarfólks og þeirra sem reyktu en hafa hætt. Segja þeir að þannig mætti fækka mjög þeim sem deyja af völdum meinsins. Árlega greinast 48 þúsund manns á Bretlandseyjum með krabbamein í lungum og 35.100 deyja af völdum þess. Það jafngildir 96 dauðsföllum á hverjum degi. Það er erfitt að greina lungnakrabbamein og því finnst það oft ekki fyrr en það er langt komið; á þriðja eða fjórða stigi. Svokölluð Summit-rannsókn, sem unnin var af sérfræðingum við University College London Hospital NHS Trust, bendir hins vegar til þess að hægt sé að greina meinin á fyrri stigum með því að bjóða þeim sem reykja eða reyktu áður að gangast undir tölvusneiðmyndatöku. Hvetja til skimana Guardian hefur eftir Sam Janes, einum vísindamannanna sem fóru fyrir rannsókninni, að af þeim sjúklingum sem hann er vanur að vinna með séu sjö af hverjum tíu með ólæknandi krabbamein en af þeim krabbameinum sem fundust í Summit-rannsókninni séu sjö af hverjum tíu mögulega læknanleg. Janes og teymið hans greindu 180 tilfelli lungnakrabbameins meðal 12.100 þátttakenda á aldrinum 55 til 78 ára. Af þessum 180 krabbameinstilfellum reyndust 70 prósent fyrsta eða annars stigs. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar sýna að stjórnvöld ættu að grípa til skimana fyrir lungnakrabbameini meðal áhættuhópa, líkt og gert er með brjóstakrabbamein, leghálskrabbamein og ristilkrabbamein. Talið er að skimun gæti fækkað dauðsföllum af völdum lungnakrabbameins um 25 prósent meðal karla og 30 til 40 prósent meðal kvenna. Guardian fjallar ítarlega um málið. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Sérfræðingar í Bretlandi hafa kallað eftir skimun eftir lungnakrabbameini meðal reykingarfólks og þeirra sem reyktu en hafa hætt. Segja þeir að þannig mætti fækka mjög þeim sem deyja af völdum meinsins. Árlega greinast 48 þúsund manns á Bretlandseyjum með krabbamein í lungum og 35.100 deyja af völdum þess. Það jafngildir 96 dauðsföllum á hverjum degi. Það er erfitt að greina lungnakrabbamein og því finnst það oft ekki fyrr en það er langt komið; á þriðja eða fjórða stigi. Svokölluð Summit-rannsókn, sem unnin var af sérfræðingum við University College London Hospital NHS Trust, bendir hins vegar til þess að hægt sé að greina meinin á fyrri stigum með því að bjóða þeim sem reykja eða reyktu áður að gangast undir tölvusneiðmyndatöku. Hvetja til skimana Guardian hefur eftir Sam Janes, einum vísindamannanna sem fóru fyrir rannsókninni, að af þeim sjúklingum sem hann er vanur að vinna með séu sjö af hverjum tíu með ólæknandi krabbamein en af þeim krabbameinum sem fundust í Summit-rannsókninni séu sjö af hverjum tíu mögulega læknanleg. Janes og teymið hans greindu 180 tilfelli lungnakrabbameins meðal 12.100 þátttakenda á aldrinum 55 til 78 ára. Af þessum 180 krabbameinstilfellum reyndust 70 prósent fyrsta eða annars stigs. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar sýna að stjórnvöld ættu að grípa til skimana fyrir lungnakrabbameini meðal áhættuhópa, líkt og gert er með brjóstakrabbamein, leghálskrabbamein og ristilkrabbamein. Talið er að skimun gæti fækkað dauðsföllum af völdum lungnakrabbameins um 25 prósent meðal karla og 30 til 40 prósent meðal kvenna. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira